Lokun þingpalla og fækkun utanlandsferða meðal þess sem kemur til greina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2020 19:45 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Lokun þingpalla, takmörkun gestakoma og fækkun utanlandsferða er meðal þess sem kemur til greina að grípa til á Alþingi ef nauðsyn þykir vegna kórónufaraldursins. Ábyrgð á framkvæmd viðbragðsáætlunar Alþingis vegna heimsfaraldurs er í höndum skrifstofustjóra en forseti Alþingis tekur ákvarðanir sem lúta að tilhögun þingfunda og breytingum á starfsáætlun þingsins í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka. „Þetta er fyrst og fremst varúðaráætlun hér fyrir vinnustaðinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.Sjá einnig: Viðbragðsáætlun Alþingis við heimsfaraldri hefur verið virkjuð Sumar aðgerðir séu þegar komnar til framkvæmda, til að mynda hafi sprittbrúsum verið fjölgað í húsakynnum þingsins og þrif aukin, en aðrar eru undirbúnar ef til þeirra þarf að grípa. „Þær geta falist í ýmsu eins og að takmarka samskipti hér á staðnum. Vinna meira í gegnum tölvur og í fjarvinnslu þannig að menn haldi samskiptum í lágmarki. Jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og fella niðru fundi. Hætta að sækja ráðstefnur erlendis og annað í þeim dúr,“ nefnir Steingrímur sem dæmi um aðgerðir sem hugsanlega verði gripið til.Sjá einnig: Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Eitt af því sem einnig sé metið dag frá degi er hvort loka skuli þingpöllum sem alla jafna eru opnir almenningi þegar þingfundir standa yfir. „Þá væri það kannski ekkert síður starfsmannanna vegna, það er að segja til að tryggja betur eða reyna að fyrirbyggja að þeir gætu verið í smithættu,“ segir Steingrímur. Í lengstu lög verði reynt að koma í veg fyrir að þingið allt þurfi að fara í sóttkví. „Það mun að sjálfsögðu ekki setja allt úr skorðum þó að einn og einn þingmaður eða einn og einn starfsmaður þyrfti í einangrun heima hjá sér. En við viljum helst að vinnustaðurinn sjálfur, þingið sjálft, sé starfhæft í lengstu lög,“ segir Steingrímur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Lokun þingpalla, takmörkun gestakoma og fækkun utanlandsferða er meðal þess sem kemur til greina að grípa til á Alþingi ef nauðsyn þykir vegna kórónufaraldursins. Ábyrgð á framkvæmd viðbragðsáætlunar Alþingis vegna heimsfaraldurs er í höndum skrifstofustjóra en forseti Alþingis tekur ákvarðanir sem lúta að tilhögun þingfunda og breytingum á starfsáætlun þingsins í samráði við forsætisnefnd og formenn þingflokka. „Þetta er fyrst og fremst varúðaráætlun hér fyrir vinnustaðinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.Sjá einnig: Viðbragðsáætlun Alþingis við heimsfaraldri hefur verið virkjuð Sumar aðgerðir séu þegar komnar til framkvæmda, til að mynda hafi sprittbrúsum verið fjölgað í húsakynnum þingsins og þrif aukin, en aðrar eru undirbúnar ef til þeirra þarf að grípa. „Þær geta falist í ýmsu eins og að takmarka samskipti hér á staðnum. Vinna meira í gegnum tölvur og í fjarvinnslu þannig að menn haldi samskiptum í lágmarki. Jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og jafnvel fella niður gestakomur til þingnefnda og fella niðru fundi. Hætta að sækja ráðstefnur erlendis og annað í þeim dúr,“ nefnir Steingrímur sem dæmi um aðgerðir sem hugsanlega verði gripið til.Sjá einnig: Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts Eitt af því sem einnig sé metið dag frá degi er hvort loka skuli þingpöllum sem alla jafna eru opnir almenningi þegar þingfundir standa yfir. „Þá væri það kannski ekkert síður starfsmannanna vegna, það er að segja til að tryggja betur eða reyna að fyrirbyggja að þeir gætu verið í smithættu,“ segir Steingrímur. Í lengstu lög verði reynt að koma í veg fyrir að þingið allt þurfi að fara í sóttkví. „Það mun að sjálfsögðu ekki setja allt úr skorðum þó að einn og einn þingmaður eða einn og einn starfsmaður þyrfti í einangrun heima hjá sér. En við viljum helst að vinnustaðurinn sjálfur, þingið sjálft, sé starfhæft í lengstu lög,“ segir Steingrímur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira