LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 10:55 Boðaðar verkfallsaðgerðir LSS fólust einkum í stöðvun á sjúkraflutningum milli heilbrigðisstofnana. Vísir/Sigurjón Boðuðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur verið frestað á meðan hættustig almannavarna vegna kórónuveirunnar er í gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá LSS. Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi og voru tímasettar samhliða aðgerðum annarra aðildarfélaga BSRB, sem boðað hafa til verkfalla frá 9. mars. Í tilkynningu LSS segir að félagið treysti á að samningsaðilar nýti sér ekki þessa frestun til að tefja samninga og haldi áfram viðræðum með sama krafti, „eins og að verkföllum hafi ekki verið frestað“. Frestunin gildir þar til Almannavarnir hafa aflýst hættustigi. Stór hluti slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru á svokölluðum undanþágulistum sem þýðir í raun að þeir mega ekki fara í verkföll. Boðaðar verkfallsaðgerðir þeirra fólust einkum í stöðvun á sjúkraflutningum milli heilbrigðisstofnana. Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirvofandi og yfirstandandi verkfalla BSRB og Eflingar. Embættin hafa biðlað til deiluaðila að afstýra verkföllunum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsti starfsmanna sinna með því að vilja ekki breyta orðalagi í nýjum kjarasamningi en hann var gott sem tilbúinn og aðeins þetta eina atriði sem stóð út af borðinu. 18. febrúar 2020 10:10 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall Mikill meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) samþykkti boðun verkfallsaðgerða í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 18. til 21. febrúar. Svo segir í tilkynningu frá BSRB. 24. febrúar 2020 15:29 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Boðuðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur verið frestað á meðan hættustig almannavarna vegna kórónuveirunnar er í gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá LSS. Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi og voru tímasettar samhliða aðgerðum annarra aðildarfélaga BSRB, sem boðað hafa til verkfalla frá 9. mars. Í tilkynningu LSS segir að félagið treysti á að samningsaðilar nýti sér ekki þessa frestun til að tefja samninga og haldi áfram viðræðum með sama krafti, „eins og að verkföllum hafi ekki verið frestað“. Frestunin gildir þar til Almannavarnir hafa aflýst hættustigi. Stór hluti slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru á svokölluðum undanþágulistum sem þýðir í raun að þeir mega ekki fara í verkföll. Boðaðar verkfallsaðgerðir þeirra fólust einkum í stöðvun á sjúkraflutningum milli heilbrigðisstofnana. Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirvofandi og yfirstandandi verkfalla BSRB og Eflingar. Embættin hafa biðlað til deiluaðila að afstýra verkföllunum vegna faraldurs kórónuveirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsti starfsmanna sinna með því að vilja ekki breyta orðalagi í nýjum kjarasamningi en hann var gott sem tilbúinn og aðeins þetta eina atriði sem stóð út af borðinu. 18. febrúar 2020 10:10 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall Mikill meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) samþykkti boðun verkfallsaðgerða í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 18. til 21. febrúar. Svo segir í tilkynningu frá BSRB. 24. febrúar 2020 15:29 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57
Segja Isavia skerða félagafrelsi starfsmanna sinna Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segja Isavia skerða félagafrelsti starfsmanna sinna með því að vilja ekki breyta orðalagi í nýjum kjarasamningi en hann var gott sem tilbúinn og aðeins þetta eina atriði sem stóð út af borðinu. 18. febrúar 2020 10:10
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall Mikill meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) samþykkti boðun verkfallsaðgerða í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 18. til 21. febrúar. Svo segir í tilkynningu frá BSRB. 24. febrúar 2020 15:29