Hann segir að venjan sé að senda ólögmæta ferðamenn aftur til baka til sama lands og þeir komu frá með sömu flugvél. Þar sem ekki hafi verið í boði neitt flug til Íslands samdægurs hafi Íslendingarnir verið sendir með fyrstu vél til Danmerkur, þaðan sem þeir gátu síðan flogið aftur til Íslands.
Lögreglustjórinn segir að venjulega séu þeir sem reyna ólöglega að komast til Færeyja sektaðir en vegna sérstöðu málsins hafi í þessu ákveðna tilviki verið ákveðið að sleppa því að sekta fólkið.

Sjá einnig: Norræna siglir farþegalaus til Íslands
Landlæknir Færeyja skýrði frá því í dag að þar hefðu 58 tilfelli smits verið staðfest og að ellefu hefðu bæst við frá því í gær.
Þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Færeyjar vorið 2017 voru skilaboð hans til Færeyinga þau að Íslendingar nytu þess að eiga bestu granna í heimi, eins og sjá má í frétt Stöðvar 2: