Telur líklegt að „gott bóluefni“ verði klárt í kringum áramót Andri Eysteinsson skrifar 21. ágúst 2020 20:30 Kári Stefánsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Stöð 2 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist telja það líklegt að búið verði að setja saman „gott bóluefni“ undir lok árs 2020 eða í byrjun 2021. „Mér finnst ekki ólíklegt að með slíku bóluefni verði hægt að kveða þennan faraldur í kútinn fyrir lok næsta árs,“ sagði Kári í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er með ólíkindum hversu fljótt þessi bóluefni hafa verið sett saman. Þessi veira hefur ekki verið nema í rétta átta mánuði í mannheimum og við erum nú þegar komin með bóluefni sem verið er að reyna á mönnum,“ sagði Kári og sagði hraða þróunarinnar með ólíkindum. Svona lagað hafi áður tekið um fimm til sjö ár. Kári segir ljóst að lyfjaiðnaðurinn hafi snúið bökum saman og vinni nú af miklum krafti að því að búa til bæði lyf og bóluefni gegn kórónuveirunni. Lyfjaiðnaðurinn og stóru lyfjafyrirtækin hafi slæmt orðspor en séu búin að heita því að dreifa bóluefni um heiminn án þess að hafa af því arð. Þá sagði Kári að enn væri unnið að því að raðgreina hópsmitið sem greindist á Hótel Rangá og varð þess valdandi að Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þarf að sæta sóttkví. „Einhvern tímann í eftirmiðdaginn heyrði ég stjórnarandstæðing halda því fram að fyrst að Bjarni Benediktsson sé kominn í sóttkví, þá séu líkur á því að ríkisfjármálin komist í lag,“ sagði Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist telja það líklegt að búið verði að setja saman „gott bóluefni“ undir lok árs 2020 eða í byrjun 2021. „Mér finnst ekki ólíklegt að með slíku bóluefni verði hægt að kveða þennan faraldur í kútinn fyrir lok næsta árs,“ sagði Kári í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er með ólíkindum hversu fljótt þessi bóluefni hafa verið sett saman. Þessi veira hefur ekki verið nema í rétta átta mánuði í mannheimum og við erum nú þegar komin með bóluefni sem verið er að reyna á mönnum,“ sagði Kári og sagði hraða þróunarinnar með ólíkindum. Svona lagað hafi áður tekið um fimm til sjö ár. Kári segir ljóst að lyfjaiðnaðurinn hafi snúið bökum saman og vinni nú af miklum krafti að því að búa til bæði lyf og bóluefni gegn kórónuveirunni. Lyfjaiðnaðurinn og stóru lyfjafyrirtækin hafi slæmt orðspor en séu búin að heita því að dreifa bóluefni um heiminn án þess að hafa af því arð. Þá sagði Kári að enn væri unnið að því að raðgreina hópsmitið sem greindist á Hótel Rangá og varð þess valdandi að Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þarf að sæta sóttkví. „Einhvern tímann í eftirmiðdaginn heyrði ég stjórnarandstæðing halda því fram að fyrst að Bjarni Benediktsson sé kominn í sóttkví, þá séu líkur á því að ríkisfjármálin komist í lag,“ sagði Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira