Hefur áhyggjur af einangrun eldri borgara Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. ágúst 2020 12:55 Guðfinna Ólafdsóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi hefur áhyggjur af því fólki sem hefur einangrast eða er að einangrast vegna kórónuveirunnar. Sveitarfélagið Árborg er nú með átaksverkefni í gangi til að sporna við félagslegri einangrun eldri borgara. Einn liður í átaki Árborgat til að koma í veg fyrir einangrun eldri borgara vegna kórónuveirunnar fór fram í vikunni en þá var eldri borgurum í sveitarfélaginu boðið í menningargöngu um nokkrar af elstu götunum á Selfossi þar sem saga húsanna í götunum var sögð. Mjög góð þátttaka var í menningargöngu eldri borgara um þrjár götur á Selfossi í vikunni. Passað var að halda tveggja metra reglunni eins og kostur var.Vísir/Magnús Um 100 manns mættu í gönguna en passað var vel upp á tveggja metra fjarlægðina á milli göngufélaga. Guðfinna Ólafsdóttir, formaður félags eldri borgara tók þátt í göngunni. „Þetta getum við þakkað Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra, sem úthlutaði sveitarfélögunum dágóðri upphæð til þess að rjúfa einangrun eldri borgara í Covid og þetta er hluti af því. Það var mjög gaman í göngunni því það hefur þurft að fella niður ferðir hjá okkur, það átti t.d. að fara í Þjórsárdal en það var ekki tekin áhættan á því. Þetta var ljómandi skemmtilegt og fróðleg ganga.“ Sigfús Kristinsson, byggingameistari var einn af þeim sem tók á móti hópnum og sagði frá ferli sínum á Selfossi við smíðar og frá nýjum burstabæ, sem hann er að byggja og verður opnaður formlega næsta vor.Vísir/Magnús Hlynur En hvað með Covid og eldri borgara og einangrun þeirra, hvernig heldur Guðfinna að staðan sé? „Já, það er náttúrulega svolítiðið erfið staða. Að öllu jöfnu hefðum við átt að hefja vetrarstarfið seint í næsta mánuði, ég veit ekki alveg hvernig þetta verður, ég held að fólk sé svolítið að loka sig inni en við erum að reyna að gera eitthvað fyrir það. Það hefur verið hringt í fólk til að athuga stöðuna á því og svo náttúrulega agalegt hjá þeim sem eiga ekki spjaldtölvu eða önnur snjalltæki og geta ekki fylgst með, það er bara orðið nauðsynlegt í dag, við höfum verið að reyna að kenna fólki á þessi tæki.“ Guðfinna segir að það sé mjög slæmt ef eldra fólk lokar sig alfarið inni og einangrast á heimilum sínum, sem hún heldur að sé meira um en fólk áttar sig almennt á. „Já, ég er svolítið hrædd um það, það hefur verið lögð mikil áhersla á að vernda okkur eldri borgara og þá er náttúrulega eðlilegt að fólk fari að hafa áhyggjur. Við reynum að halda vel utan um okkar fólk eins og við getum.“ Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og hárskeri á Selfossi var göngustjóri göngunnar og fórst það verkefni vel úr hendi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Guðfinna Ólafdsóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi hefur áhyggjur af því fólki sem hefur einangrast eða er að einangrast vegna kórónuveirunnar. Sveitarfélagið Árborg er nú með átaksverkefni í gangi til að sporna við félagslegri einangrun eldri borgara. Einn liður í átaki Árborgat til að koma í veg fyrir einangrun eldri borgara vegna kórónuveirunnar fór fram í vikunni en þá var eldri borgurum í sveitarfélaginu boðið í menningargöngu um nokkrar af elstu götunum á Selfossi þar sem saga húsanna í götunum var sögð. Mjög góð þátttaka var í menningargöngu eldri borgara um þrjár götur á Selfossi í vikunni. Passað var að halda tveggja metra reglunni eins og kostur var.Vísir/Magnús Um 100 manns mættu í gönguna en passað var vel upp á tveggja metra fjarlægðina á milli göngufélaga. Guðfinna Ólafsdóttir, formaður félags eldri borgara tók þátt í göngunni. „Þetta getum við þakkað Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra, sem úthlutaði sveitarfélögunum dágóðri upphæð til þess að rjúfa einangrun eldri borgara í Covid og þetta er hluti af því. Það var mjög gaman í göngunni því það hefur þurft að fella niður ferðir hjá okkur, það átti t.d. að fara í Þjórsárdal en það var ekki tekin áhættan á því. Þetta var ljómandi skemmtilegt og fróðleg ganga.“ Sigfús Kristinsson, byggingameistari var einn af þeim sem tók á móti hópnum og sagði frá ferli sínum á Selfossi við smíðar og frá nýjum burstabæ, sem hann er að byggja og verður opnaður formlega næsta vor.Vísir/Magnús Hlynur En hvað með Covid og eldri borgara og einangrun þeirra, hvernig heldur Guðfinna að staðan sé? „Já, það er náttúrulega svolítiðið erfið staða. Að öllu jöfnu hefðum við átt að hefja vetrarstarfið seint í næsta mánuði, ég veit ekki alveg hvernig þetta verður, ég held að fólk sé svolítið að loka sig inni en við erum að reyna að gera eitthvað fyrir það. Það hefur verið hringt í fólk til að athuga stöðuna á því og svo náttúrulega agalegt hjá þeim sem eiga ekki spjaldtölvu eða önnur snjalltæki og geta ekki fylgst með, það er bara orðið nauðsynlegt í dag, við höfum verið að reyna að kenna fólki á þessi tæki.“ Guðfinna segir að það sé mjög slæmt ef eldra fólk lokar sig alfarið inni og einangrast á heimilum sínum, sem hún heldur að sé meira um en fólk áttar sig almennt á. „Já, ég er svolítið hrædd um það, það hefur verið lögð mikil áhersla á að vernda okkur eldri borgara og þá er náttúrulega eðlilegt að fólk fari að hafa áhyggjur. Við reynum að halda vel utan um okkar fólk eins og við getum.“ Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og hárskeri á Selfossi var göngustjóri göngunnar og fórst það verkefni vel úr hendi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira