Nýr garðskáli byggður við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2020 19:15 Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi því þar er verið að fjarlægja allar plöntur úr garðskála skólans enda verður hann rifin á næstu dögum og nýr skáli byggður í staðinn. Eini Garðyrkjuskólinn á Íslandi er staðsettur á Reykjum í Ölfusi og er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar eru að hefjast miklar framkvæmdir, sem á að ljúka í haust. Iðnaðarmenn og starfsmenn skólans eru á fullu þessa dagana að rífa upp hellur í garðskálanum, saga tré og koma gróðrinum út úr skálanum áður en hann verður rifinn. Garðskálinn skemmdist mikið í óveðri 5. apríl síðastliðinn. „Þetta var tjón upp á margra milljónir þannig að þá ákváðum við bara að drífa í framkvæmdum, það átti hvort sem er að fara í þær í sumar, þannig að sem betur fer var verktakinn klár og okkar fólk hér á staðnum tilbúið í að fara að saga niður tré og gera og græja, þannig að við erum loksins lögð af stað,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Flestar af þeim plöntum, sem voru hérna inni voru komnar til ára sinna, margar úr sér sprottnar og of stórar fyrir skálann þannig að við notum tækifærið og endurnýjum og við vorum svo heppin á afmælisdegi skólans í fyrra að Samband garðyrkjubænda gaf okkur höfðinglega peningagjöf til þess að kaupa plöntur í skálann þannig að við eigum allavega gott start í það,“ bætir Guðríður við.Ný garðskálinn á að vera tilbúin í Garðyrkjuskólanum áður en nemendur mæta í skólann í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðríður segir að hópur nemenda útskrifist frá skólanum í vor og staða garðyrkjumenntunar sé góð í landinu. „Það er alltaf stöðug aðsókn í skólann og við viljum náttúrulega fá, sem flesta því það vantar hendur í garðyrkjuna, það er fullt að gera. Við erum að framleiða þetta dásamlega grænmeti, við erum að laga garða, gera blómaskreytingar, komið bara í Garðyrkjuskólann,“ segir Guðríður. Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi því þar er verið að fjarlægja allar plöntur úr garðskála skólans enda verður hann rifin á næstu dögum og nýr skáli byggður í staðinn. Eini Garðyrkjuskólinn á Íslandi er staðsettur á Reykjum í Ölfusi og er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar eru að hefjast miklar framkvæmdir, sem á að ljúka í haust. Iðnaðarmenn og starfsmenn skólans eru á fullu þessa dagana að rífa upp hellur í garðskálanum, saga tré og koma gróðrinum út úr skálanum áður en hann verður rifinn. Garðskálinn skemmdist mikið í óveðri 5. apríl síðastliðinn. „Þetta var tjón upp á margra milljónir þannig að þá ákváðum við bara að drífa í framkvæmdum, það átti hvort sem er að fara í þær í sumar, þannig að sem betur fer var verktakinn klár og okkar fólk hér á staðnum tilbúið í að fara að saga niður tré og gera og græja, þannig að við erum loksins lögð af stað,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykjum. „Flestar af þeim plöntum, sem voru hérna inni voru komnar til ára sinna, margar úr sér sprottnar og of stórar fyrir skálann þannig að við notum tækifærið og endurnýjum og við vorum svo heppin á afmælisdegi skólans í fyrra að Samband garðyrkjubænda gaf okkur höfðinglega peningagjöf til þess að kaupa plöntur í skálann þannig að við eigum allavega gott start í það,“ bætir Guðríður við.Ný garðskálinn á að vera tilbúin í Garðyrkjuskólanum áður en nemendur mæta í skólann í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðríður segir að hópur nemenda útskrifist frá skólanum í vor og staða garðyrkjumenntunar sé góð í landinu. „Það er alltaf stöðug aðsókn í skólann og við viljum náttúrulega fá, sem flesta því það vantar hendur í garðyrkjuna, það er fullt að gera. Við erum að framleiða þetta dásamlega grænmeti, við erum að laga garða, gera blómaskreytingar, komið bara í Garðyrkjuskólann,“ segir Guðríður.
Garðyrkja Landbúnaður Ölfus Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira