Ís hamlar veiðum í þjóðgarðinum Karl Lúðvíksson skrifar 20. apríl 2020 08:29 Það er heldur kuldalegt við Þingvallavatn þessa dagana. Mynd. Veiðikortið FB Veiði hófst í þjóðgarðinum á Þingvöllum í gær en það sást engin veiðimaður við bakkann og það er kannski ekki skrítið miðað við aðstæður. Það er mikill ís inní öllum víkum og út á vatn sem gerir það að verkum að það er eiginlega óveiðandi þó svo að það séu blettir hér og þar sem hægt væri að kasta í. Það eru orðin ansi mörg ár síðan staðan var svona við opnun og ljóst að það verður erfitt að veiða þarna næstu daga. Það eru þó að hlýna hratt og það þarf ekki nema 4-5 daga í rigningu og hlýindum til að bræða mest af ísnum en mönnum sýnist engu að síður að vatnið verði ekki orðið íslaust fyrr en í byrjun maí. Það má líka reikna með að lífríkið sé töluvert seinna á ferðinni en til dæmis í fyrra og á köldum vorum hefur bleikjan oft ekki farið að veiðast vel fyrr en undir lok maí. Það getur þó allt brugðið til betri vegar ef við fáum hlýjann og sólríkann maí mánuð. Að sama skapi má búast við því að það verði mjög fjölmennt við vatnið í sumar enda stefnir í að Íslendingar séu komnir með ansi mikla uppsafnaða þörf fyrir útiveru og þá er veiðin fullkomin í það. Stangveiði Mest lesið Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Mögnuð vorveiði í Varmá Veiði Spáir um 1.900 laxa veiði í Norðurá Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði Straumfjarðará að ljúka góðu sumri Veiði Árbót við Laxá í Aðaldal í höndum Fishing Partners Veiði Vika í að veiðin hefjist í þjóðgarðinum á Þingvöllum Veiði Fyrsti laxinn kominn á land í Brennunni Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði
Veiði hófst í þjóðgarðinum á Þingvöllum í gær en það sást engin veiðimaður við bakkann og það er kannski ekki skrítið miðað við aðstæður. Það er mikill ís inní öllum víkum og út á vatn sem gerir það að verkum að það er eiginlega óveiðandi þó svo að það séu blettir hér og þar sem hægt væri að kasta í. Það eru orðin ansi mörg ár síðan staðan var svona við opnun og ljóst að það verður erfitt að veiða þarna næstu daga. Það eru þó að hlýna hratt og það þarf ekki nema 4-5 daga í rigningu og hlýindum til að bræða mest af ísnum en mönnum sýnist engu að síður að vatnið verði ekki orðið íslaust fyrr en í byrjun maí. Það má líka reikna með að lífríkið sé töluvert seinna á ferðinni en til dæmis í fyrra og á köldum vorum hefur bleikjan oft ekki farið að veiðast vel fyrr en undir lok maí. Það getur þó allt brugðið til betri vegar ef við fáum hlýjann og sólríkann maí mánuð. Að sama skapi má búast við því að það verði mjög fjölmennt við vatnið í sumar enda stefnir í að Íslendingar séu komnir með ansi mikla uppsafnaða þörf fyrir útiveru og þá er veiðin fullkomin í það.
Stangveiði Mest lesið Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Mögnuð vorveiði í Varmá Veiði Spáir um 1.900 laxa veiði í Norðurá Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði Straumfjarðará að ljúka góðu sumri Veiði Árbót við Laxá í Aðaldal í höndum Fishing Partners Veiði Vika í að veiðin hefjist í þjóðgarðinum á Þingvöllum Veiði Fyrsti laxinn kominn á land í Brennunni Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði