Ekki mælt með að ráðherrar taki þátt í samstarfi við einkaaðila Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 17:27 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Vísir/Vilhelm Skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu mat það svo að ekki væri unnt að mæla með því að ráðherrar tækju þátt í viðburðum sem væru í samstarfi við einkaaðila í því skyni að auglýsa starfsemi þeirra. Þetta kom fram í áliti skrifstofunnar sem Kjarninn fékk afhent í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, óskaði eftir álitinu vegna umræðu um heimsókn hennar og vinkvenna hennar á Hilton Nordica í Reykjavík. Heimsókn þeirra var hluti af samstarfi Icelandair Hotels og Evu Laufeyjar Kjaran fjölmiðlakonu sem sá um að skipuleggja vinkonuhitting þeirra. Þórdís hefur þó sagt að hún hafi greitt fyrir alla þá þjónustu sem hún þáði. Skrifstofa löggjafarmála lagði mat á það hvort þátttaka Þórdísar samræmdist siðareglum ráðherra. Í álitinu var niðurstaðan sú að hún hefði ekki gerst brotleg við siðareglur, enda lægi ekkert fyrir sem benti til þess að ráðherra hefði „þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum" þegar hótelið var heimsótt. „Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskaði eftir því að fá kvittanir Þórdísar afhentar en þeirri beiðni var hafnað. Ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn“ og tekið fram að persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57 Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu mat það svo að ekki væri unnt að mæla með því að ráðherrar tækju þátt í viðburðum sem væru í samstarfi við einkaaðila í því skyni að auglýsa starfsemi þeirra. Þetta kom fram í áliti skrifstofunnar sem Kjarninn fékk afhent í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, óskaði eftir álitinu vegna umræðu um heimsókn hennar og vinkvenna hennar á Hilton Nordica í Reykjavík. Heimsókn þeirra var hluti af samstarfi Icelandair Hotels og Evu Laufeyjar Kjaran fjölmiðlakonu sem sá um að skipuleggja vinkonuhitting þeirra. Þórdís hefur þó sagt að hún hafi greitt fyrir alla þá þjónustu sem hún þáði. Skrifstofa löggjafarmála lagði mat á það hvort þátttaka Þórdísar samræmdist siðareglum ráðherra. Í álitinu var niðurstaðan sú að hún hefði ekki gerst brotleg við siðareglur, enda lægi ekkert fyrir sem benti til þess að ráðherra hefði „þegið slíkar gjafir, boðsferðir eða afslætti frá Icelandair Hotels eða öðrum" þegar hótelið var heimsótt. „Ráðherra naut þannig hvorki persónulegra fríðinda í krafti embættis síns né vegna umrædds samstarfs. Þá getur ráðherra ekki borið ábyrgð á því að aðrir gestir samsætisins hafi þegið slík fríðindi gegn því að birta kynningarefni á samfélagsmiðli.“ Fréttastofa Ríkisútvarpsins óskaði eftir því að fá kvittanir Þórdísar afhentar en þeirri beiðni var hafnað. Ekki væri unnt að ætlast til þess að „persónuleg útgjöld séu opinber gögn“ og tekið fram að persónuleg fjármál ráðherrans heyri ekki undir upplýsingalög, né starfsemi eða stjórnsýslu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57 Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. 19. ágúst 2020 14:57
Afhendir ekki kvittanir frá vinkonudeginum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, hafnaði beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins um að framvísa afritum af reikningum fyrir þjónustu sem hún þáði í heilsulind á Hilton Nordica síðastliðinn laugardag. 18. ágúst 2020 22:20
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01