Bein útsending: Verðlaunaafhending Gagnaþons fyrir umhverfið Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2020 12:30 Nýsköpunarkeppnin hefur staðið yfir undanfarna viku. Verðlaun verða afhent í nýsköpunarkeppninni Gagnaþon fyrir umhverfið klukkan 13 í dag, en keppnin hefur staðið yfir undanfarna viku. Verðlaun verða veitt fyrir bestu verkefnin í þremur flokkum – fyrir bestu hugmyndina, bestu endurbættu lausnina og svo besta gagnaverkefnið. Verðlaunin veita Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, en hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan. „Vinningsteymi besta gagnaverkefnisins hlýtur 750.000 kr. í sigurlaun, besta endurbætta lausnin 450.000 kr. og vinningsteymi bestu hugmyndarinnar hlýtur 200.000 kr. Keppnin gekk út á nýskapandi hugmyndir sem nýst gætu umhverfinu. Dæmi um lausnir sem urðu til eða voru bættar í keppninni eru kolefnisreiknir sem tengdur er heimabanka, bót á matvælasóun, svifryksspá og plastumbúðir úr iðnaðarhampi annars vegar og þörungum hins vegar. Samtals skráðu hátt í 200 keppendur sig til leiks, en 17 teymi skiluðu inn gildum lausnum 19. ágúst síðastliðinn. Vegna samfélagsaðstæðna fór gagnaþonið fram stafrænt og sóttu þáttakendur því vinnusmiðjur og fengu leiðsögn frá leiðbeinendum á þann máta,“ segir í tilkynningu. Þær lausnir sem keppa um fyrstu verðlaun í hverjum flokki eru eftirfarandi: Besta hugmyndin Hemp Pack Lífplast (e. bioplastics) úr iðnaðarhampi Hjólað fyrir umhverfið Farsímaapp sem heldur utan um sparað kolefnisspor og hvetur til hjólreiða. MAREA Lífplast í stað einnota plasts með það að markmiði að ráða bót á þeirri mengun sem stafar af notkun einnota plasts á Íslandi. Towards A Better Future Miðar að því að draga úr losun mengandi efna með mismunandi hætti. Endurbætt lausn &L Hagnýtari kolefnisreiknivél Eno Hagnýtari lausn til að lesa opinber gögn í Excel GreenBytes Dregur úr matasóun veitingastaða með því að nota gervigreind og veðurstofugögn Meniga Carbon Index Kolefnisstuðull sem gerir fólki kleift að fá upplýsingar um kolefnisspor sitt, tengt sinni neyslu. Svifryksspá Tvinnar saman veðurathugunargögn og svifryksgögn til að að spá fyrir um svifryk í lofti fyrir komandi daga. Besta gagnaverkefnið Flikk Flokk Snjallsímaforrit sem auðveldar endurvinnslu með því að veita upplýsingar um hvernig má endurvinna vöruna, þegar strikamerki vöru er skannað. Hark Myndræn framsetning á opinberum kortagögnum NetZero Auðveldar einstaklingum að meta kolefnisspor sitt, ásamt því að veita tækifæri kolefnisjöfnunar í takt við neyslu. Núloft Miðlar upplýsingum og spáir fyrir um loftgæði í Reykjavík Skrefinu Framar App, sem skorar á fólk og ýtir undir meðvitund um að minnka kolefnisfótspor. Nýsköpun Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Verðlaun verða afhent í nýsköpunarkeppninni Gagnaþon fyrir umhverfið klukkan 13 í dag, en keppnin hefur staðið yfir undanfarna viku. Verðlaun verða veitt fyrir bestu verkefnin í þremur flokkum – fyrir bestu hugmyndina, bestu endurbættu lausnina og svo besta gagnaverkefnið. Verðlaunin veita Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, en hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan. „Vinningsteymi besta gagnaverkefnisins hlýtur 750.000 kr. í sigurlaun, besta endurbætta lausnin 450.000 kr. og vinningsteymi bestu hugmyndarinnar hlýtur 200.000 kr. Keppnin gekk út á nýskapandi hugmyndir sem nýst gætu umhverfinu. Dæmi um lausnir sem urðu til eða voru bættar í keppninni eru kolefnisreiknir sem tengdur er heimabanka, bót á matvælasóun, svifryksspá og plastumbúðir úr iðnaðarhampi annars vegar og þörungum hins vegar. Samtals skráðu hátt í 200 keppendur sig til leiks, en 17 teymi skiluðu inn gildum lausnum 19. ágúst síðastliðinn. Vegna samfélagsaðstæðna fór gagnaþonið fram stafrænt og sóttu þáttakendur því vinnusmiðjur og fengu leiðsögn frá leiðbeinendum á þann máta,“ segir í tilkynningu. Þær lausnir sem keppa um fyrstu verðlaun í hverjum flokki eru eftirfarandi: Besta hugmyndin Hemp Pack Lífplast (e. bioplastics) úr iðnaðarhampi Hjólað fyrir umhverfið Farsímaapp sem heldur utan um sparað kolefnisspor og hvetur til hjólreiða. MAREA Lífplast í stað einnota plasts með það að markmiði að ráða bót á þeirri mengun sem stafar af notkun einnota plasts á Íslandi. Towards A Better Future Miðar að því að draga úr losun mengandi efna með mismunandi hætti. Endurbætt lausn &L Hagnýtari kolefnisreiknivél Eno Hagnýtari lausn til að lesa opinber gögn í Excel GreenBytes Dregur úr matasóun veitingastaða með því að nota gervigreind og veðurstofugögn Meniga Carbon Index Kolefnisstuðull sem gerir fólki kleift að fá upplýsingar um kolefnisspor sitt, tengt sinni neyslu. Svifryksspá Tvinnar saman veðurathugunargögn og svifryksgögn til að að spá fyrir um svifryk í lofti fyrir komandi daga. Besta gagnaverkefnið Flikk Flokk Snjallsímaforrit sem auðveldar endurvinnslu með því að veita upplýsingar um hvernig má endurvinna vöruna, þegar strikamerki vöru er skannað. Hark Myndræn framsetning á opinberum kortagögnum NetZero Auðveldar einstaklingum að meta kolefnisspor sitt, ásamt því að veita tækifæri kolefnisjöfnunar í takt við neyslu. Núloft Miðlar upplýsingum og spáir fyrir um loftgæði í Reykjavík Skrefinu Framar App, sem skorar á fólk og ýtir undir meðvitund um að minnka kolefnisfótspor.
Nýsköpun Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira