Víkingar hafa beðið í 48 ár eftir fyrsta Evrópusigrinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 15:00 Víkingar enduðu 48 ára bið með því að vinna Mjólkurbikarinn í fyrra. Vísir/Vilhelm Sextán íslensk félagslið hafa tekið þátt í Evrópukeppni karlaliða í knattspyrnu og fjórtán þeirra hafa unnið leik. Annað liðanna sem aldrei hefur unnið fær tækifæri til að bæta úr því í kvöld. ÍBA er annað tveggja íslenskra félaga sem hefur aldrei unnið Evrópuleik. Það eru hins vegar meira en fjórir áratugir síðan að KA og Þór hættu að keppa undir merkjum ÍBA. Hitt félagið er Víkingur úr Reykjavík sem spilar sinn þrettánda Evrópuleik í Slóveníu í dag. Leikur Olimpija Ljubljana og Víkings hefst klukkan 16.30 á í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. View this post on Instagram Á morgun heldur mfl karla til Slóveníu þar sem þeir spila í 1.undankeppni Evrópudeildarinnar gegn Olimpija Ljubljana. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn. Af þessu tilefni keyptu strákarnir sér ferðaboli sem eru til styrktar samtakanna Einstök börn #einstökbörn #VIKINGURFC #áframvíkingur #Eutovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 25, 2020 at 1:56am PDT 12. september 1972 spiluðu Víkingar sinn fyrsta Evrópuleik þegar pólska liðið Legia frá Varsjá heimsótti þá á Laugardalsvöllinn. Legia Varsjá vann leikinn 2-0 og síðan seinni leikinn 9-0 í Póllandi tveimur vikum síðar. Víkingar hafa spilað tíu Evrópuleiki til viðbótar en þeir eru enn að bíða eftir fyrsta Evrópusigrinum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, þekkir það reyndar að enda langar biðir hjá félaginu. Bikarmeistaratitilinn í fyrra var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár og fyrsti bikarmeistaratitill félagsins í 48 ár. Víkingar hafa oft tapað naumlega í Evrópukeppnunum og í síðasta Evrópuleik liðsins, fyrir fimm árum síðan, þá gerði liðið 2-2 jafntefli á móti Koper út í Slóveníu. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á heimavelli sem á var ellefti tapleikur Víkinga í röð í Evrópukeppni. Víkingar hafa reyndar verið duglegir að skora á útivelli í Evrópukeppni sem boðar gott fyrir kvöldið. Víkingar hafa þannig skorað sjö mörk í síðustu fjórum útileikjum sínum. View this post on Instagram Lentir i Ljubljana #vikingur #eurovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 26, 2020 at 4:36am PDT Eftirminnilegasti leikur Víkinga í Evrópukeppni er líklega sá á móti spænska liðinu Real Sociedad í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1982 en sama haust vann Víkingsliðið sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á Laugardalsvellinum en komust á annarri mínútu í útileiknum. Real Sociedad svaraði með þremur mörkum og vann á endanum 3-2 sigur. Þetta Real Sociedad fór síðan alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið datt út á móti verðandi meisturum í Hamburger SV frá Þýskalandi. Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu Evrópudeild UEFA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
Sextán íslensk félagslið hafa tekið þátt í Evrópukeppni karlaliða í knattspyrnu og fjórtán þeirra hafa unnið leik. Annað liðanna sem aldrei hefur unnið fær tækifæri til að bæta úr því í kvöld. ÍBA er annað tveggja íslenskra félaga sem hefur aldrei unnið Evrópuleik. Það eru hins vegar meira en fjórir áratugir síðan að KA og Þór hættu að keppa undir merkjum ÍBA. Hitt félagið er Víkingur úr Reykjavík sem spilar sinn þrettánda Evrópuleik í Slóveníu í dag. Leikur Olimpija Ljubljana og Víkings hefst klukkan 16.30 á í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. View this post on Instagram Á morgun heldur mfl karla til Slóveníu þar sem þeir spila í 1.undankeppni Evrópudeildarinnar gegn Olimpija Ljubljana. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn. Af þessu tilefni keyptu strákarnir sér ferðaboli sem eru til styrktar samtakanna Einstök börn #einstökbörn #VIKINGURFC #áframvíkingur #Eutovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 25, 2020 at 1:56am PDT 12. september 1972 spiluðu Víkingar sinn fyrsta Evrópuleik þegar pólska liðið Legia frá Varsjá heimsótti þá á Laugardalsvöllinn. Legia Varsjá vann leikinn 2-0 og síðan seinni leikinn 9-0 í Póllandi tveimur vikum síðar. Víkingar hafa spilað tíu Evrópuleiki til viðbótar en þeir eru enn að bíða eftir fyrsta Evrópusigrinum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, þekkir það reyndar að enda langar biðir hjá félaginu. Bikarmeistaratitilinn í fyrra var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár og fyrsti bikarmeistaratitill félagsins í 48 ár. Víkingar hafa oft tapað naumlega í Evrópukeppnunum og í síðasta Evrópuleik liðsins, fyrir fimm árum síðan, þá gerði liðið 2-2 jafntefli á móti Koper út í Slóveníu. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á heimavelli sem á var ellefti tapleikur Víkinga í röð í Evrópukeppni. Víkingar hafa reyndar verið duglegir að skora á útivelli í Evrópukeppni sem boðar gott fyrir kvöldið. Víkingar hafa þannig skorað sjö mörk í síðustu fjórum útileikjum sínum. View this post on Instagram Lentir i Ljubljana #vikingur #eurovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 26, 2020 at 4:36am PDT Eftirminnilegasti leikur Víkinga í Evrópukeppni er líklega sá á móti spænska liðinu Real Sociedad í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1982 en sama haust vann Víkingsliðið sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á Laugardalsvellinum en komust á annarri mínútu í útileiknum. Real Sociedad svaraði með þremur mörkum og vann á endanum 3-2 sigur. Þetta Real Sociedad fór síðan alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið datt út á móti verðandi meisturum í Hamburger SV frá Þýskalandi. Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu
Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu
Evrópudeild UEFA Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira