Hreðavatn að koma vel inn Karl Lúðvíksson skrifar 25. maí 2020 08:34 Landsmenn flykkjast nú í vötnin að veiða enda eru bestu vikurnar í vatnaveiði framundan. Mynd: Atli Bergman Það eru nokkur vötn innan Veiðikortsins sem gleymast stundum hjá veiðimönnum og eitt af því er Hreðavatn sem virðist koma vel undan vori. Vatnið hefur í gegnum tíðina ekki verið mjög mikið stundað og orðrómur um að þar væri bæði lítið af fiski og hann smár loðið við það. Þennan orðróm má bara með góðu kveða niður því veiðin í vatninu síðustu daga hefur bara verið sallafín hjá þeim sem hafa verið að kíkja í það. Bæði virðist sem smáfiskurinn sé loksins kominn í fullorðinna fiska tölu því stærðirnar sem eru að veiðast eru 1-3 pund og það er enginn óhress með silung af þeirri stærð á færinu. Það er að veiðast vel á flugu og maðk en ungviðið sem hefur verið að kasta spún hefur líka gert það gott og er það helst spúnar með silfri og rauðu sem hafa verið að gefa vel en vinsælastu spúnarnir eru líklega Rauður Abu (þessi með appelsínugulu fjöðrunum) og Finnska Lippann. Þeir sem vilja koma krökkunum á bragðið í veiðinni er uppálagt að kíkja í vatnið og við teljum einna best til árangurs fyrir unga veiðimenn og veiðikonur sem eru ekki alveg kominn það langt að kasta flugu og nota flotholt og flugu. Litlar púpur gefa best á 7-8 feta taum og draga bara nógu hægt inn. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði
Það eru nokkur vötn innan Veiðikortsins sem gleymast stundum hjá veiðimönnum og eitt af því er Hreðavatn sem virðist koma vel undan vori. Vatnið hefur í gegnum tíðina ekki verið mjög mikið stundað og orðrómur um að þar væri bæði lítið af fiski og hann smár loðið við það. Þennan orðróm má bara með góðu kveða niður því veiðin í vatninu síðustu daga hefur bara verið sallafín hjá þeim sem hafa verið að kíkja í það. Bæði virðist sem smáfiskurinn sé loksins kominn í fullorðinna fiska tölu því stærðirnar sem eru að veiðast eru 1-3 pund og það er enginn óhress með silung af þeirri stærð á færinu. Það er að veiðast vel á flugu og maðk en ungviðið sem hefur verið að kasta spún hefur líka gert það gott og er það helst spúnar með silfri og rauðu sem hafa verið að gefa vel en vinsælastu spúnarnir eru líklega Rauður Abu (þessi með appelsínugulu fjöðrunum) og Finnska Lippann. Þeir sem vilja koma krökkunum á bragðið í veiðinni er uppálagt að kíkja í vatnið og við teljum einna best til árangurs fyrir unga veiðimenn og veiðikonur sem eru ekki alveg kominn það langt að kasta flugu og nota flotholt og flugu. Litlar púpur gefa best á 7-8 feta taum og draga bara nógu hægt inn.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði