Fólk verði að vera meðvitað um þyngri greiðslubyrði ef vextir hækka Sylvía Hall skrifar 28. ágúst 2020 14:41 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Íslandsbanki Bankastjóri Íslandsbanka segir að lántakar þurfi að vera meðvitaðir um að vextir geti hækkað aftur, með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði. Ef svo færi þyrfti fólk að vera með ákveðið svigrúm í heimilisbókhaldinu til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Birna Einarsdóttir bankastjóri var í viðtali í Bítinu í morgun. Þar sagðist hún vissulega hafa áhyggjur af því að greiðslur af óverðtryggðum lánum geti hækkað verulega verði stýrivextir hækkaðir. Færst hefur í aukana að fólk taki óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri Seðlabankans, benti á það í viðtali við Morgunblaðið að afborganir gætu hækkað verulega. Allt að 50 prósent samkvæmt útreikningum blaðsins. „Núna er vaxtarstigið með þessum hætti og við sjáum það að 50 prósent af þeim lánum sem við erum að veita núna eru óverðtryggð. Það gæti náttúrulega gerst að vextir hækki aftur, við höfum alveg séð það í sögulegu samhengi,“ sagði Birna. Hún sagði fólk þurfa að hafa það í huga að vextirnir gætu hækkað aftur. „Auðvitað er freistandi að taka stærri lán í dag því vextir eru svo lágir, en það þarf að hafa það í huga að vextir geta farið upp aftur. Til þess að þú getir staðið við þínar skuldbindingar þá þarf að vera svolítið svigrúm til viðbótar við það sem þú ert að greiða í dag.“ Hún sagði hærri vexti einnig hafa áhrif á verðtryggð lán en það gerðist þó hægar en í tilfelli óverðtryggðra. Meiri stöðugleiki væri að þessu leyti í verðtryggðum lánum en það væru þó ánægjuefni að fleiri væru að taka óverðtryggð lán. Hún telur þó fólk vera skynsamt í þessum efnum. „Það er búið að vera mikið um endurfjármagnanir og það er mjög mikið að gerast á fasteignamarkaði – það er mikil aukning. Mér finnst ekki hægt að segja að allir séu að fara bratt. Mér finnst allir fara með eigið fé í því sem þeir eru að gera og passa sig.“ Bítið Efnahagsmál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka segir að lántakar þurfi að vera meðvitaðir um að vextir geti hækkað aftur, með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði. Ef svo færi þyrfti fólk að vera með ákveðið svigrúm í heimilisbókhaldinu til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Birna Einarsdóttir bankastjóri var í viðtali í Bítinu í morgun. Þar sagðist hún vissulega hafa áhyggjur af því að greiðslur af óverðtryggðum lánum geti hækkað verulega verði stýrivextir hækkaðir. Færst hefur í aukana að fólk taki óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri Seðlabankans, benti á það í viðtali við Morgunblaðið að afborganir gætu hækkað verulega. Allt að 50 prósent samkvæmt útreikningum blaðsins. „Núna er vaxtarstigið með þessum hætti og við sjáum það að 50 prósent af þeim lánum sem við erum að veita núna eru óverðtryggð. Það gæti náttúrulega gerst að vextir hækki aftur, við höfum alveg séð það í sögulegu samhengi,“ sagði Birna. Hún sagði fólk þurfa að hafa það í huga að vextirnir gætu hækkað aftur. „Auðvitað er freistandi að taka stærri lán í dag því vextir eru svo lágir, en það þarf að hafa það í huga að vextir geta farið upp aftur. Til þess að þú getir staðið við þínar skuldbindingar þá þarf að vera svolítið svigrúm til viðbótar við það sem þú ert að greiða í dag.“ Hún sagði hærri vexti einnig hafa áhrif á verðtryggð lán en það gerðist þó hægar en í tilfelli óverðtryggðra. Meiri stöðugleiki væri að þessu leyti í verðtryggðum lánum en það væru þó ánægjuefni að fleiri væru að taka óverðtryggð lán. Hún telur þó fólk vera skynsamt í þessum efnum. „Það er búið að vera mikið um endurfjármagnanir og það er mjög mikið að gerast á fasteignamarkaði – það er mikil aukning. Mér finnst ekki hægt að segja að allir séu að fara bratt. Mér finnst allir fara með eigið fé í því sem þeir eru að gera og passa sig.“
Bítið Efnahagsmál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira