18 laxar á land í Urriðafossi Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2020 07:08 Hrafn H. Hauksson með vænan lax úr Urriðafossi í gær. Mynd: Iceland outfitters FB Laxveiðitímabilið hófst í gær þegar fyrstu veiðimennirnir bleyttu færi við Urriðafoss í Þjórsá og opnunin gefur tilefni til bjartsýni fyrir komandi sumar. Það hefur verið mikil eftirvænting eftir þessum fyrsta veiðidegi síðan fyrstu laxarnir fóru að sjást á svæðinu fyrir um hálfum mánuði síðan. Það hefur svo sem skeð áður að laxar hafi sýnt sig snemma og opnanir á veiðisvæðum ekki staðist þær væntingar sem til þeirra hafa verið gerðar en Urriðafoss við Þjórsá var klálega kominn í gang á fyrsta degi. Alls var landað 18 löxum á fjórar stangir og flestir þeirra rígvænir tveggja ára laxar en eins árs laxinn var með í aflanum líka sem veit á gott. Þetta er góð opnun á þessu vinsæla svæði og við bíðum spennt eftir frekari fregnum þaðan næstu daga. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Aukinn kraftur kominn í göngurnar Veiði
Laxveiðitímabilið hófst í gær þegar fyrstu veiðimennirnir bleyttu færi við Urriðafoss í Þjórsá og opnunin gefur tilefni til bjartsýni fyrir komandi sumar. Það hefur verið mikil eftirvænting eftir þessum fyrsta veiðidegi síðan fyrstu laxarnir fóru að sjást á svæðinu fyrir um hálfum mánuði síðan. Það hefur svo sem skeð áður að laxar hafi sýnt sig snemma og opnanir á veiðisvæðum ekki staðist þær væntingar sem til þeirra hafa verið gerðar en Urriðafoss við Þjórsá var klálega kominn í gang á fyrsta degi. Alls var landað 18 löxum á fjórar stangir og flestir þeirra rígvænir tveggja ára laxar en eins árs laxinn var með í aflanum líka sem veit á gott. Þetta er góð opnun á þessu vinsæla svæði og við bíðum spennt eftir frekari fregnum þaðan næstu daga.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Aukinn kraftur kominn í göngurnar Veiði