Haukarnir unnu tvö undirbúningsmót í ágúst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 13:30 Aron Kristjánsson hefur unnið nokkra titlana á Ásvöllum og er að byrja vel með liðið núna. Vísir/Daníel Aron Kristjánsson er að byrja vel með Haukaliðið sem hefur unnið bæði undirbúningsmót sín fyrir komandi tímabil í Olís deild karla í handbolta. Haukar tryggðu sér sigur á æfingamóti aðra helgina í röð þegar liðið vann FH í lokaleik Hafnarfjarðarmótsins á Ásvöllum. Haukaliðið hafði helgina á undan unnið Aftureldingu í úrslitaleik Ragnarsmótsins á Selfossi. Aron Kristjánsson tók aftur við Haukaliðinu í vor en þetta er í þriðja skiptið sem hann tekur við liðinu. Í hin tvö skiptin hefur hann búið til meistaralið á Ásvöllum og það lítur út fyrir að hann sé á góðri leið með liðið nú líka. Haukar unnu tveggja marka sigur á FH, 30-28, í Hafnarfjarðarslagnum sem var eins og venjulega lokaleikur hin árlega Hafnarfjarðamóts í handbolta. Haukum nægði jafntefli í leiknum og máttu í raun tapa leiknum þökk sé stórsigri liðsins á Aftureldingu. Heimamenn í Haukum voru sterkari í byrjun og náðu fjögurra marka forskoti snemma í leiknum. FH-ingar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna áður en var flautað til hálfleiks þar sem staðan var 17-17. Jafnt var með liðunum í seinni en Haukamenn þó alltaf skrefi á undan og unnu að lokum tveggja marka sigur 30-28 í jöfnum og spennandi leik. Stjarnan vann 25-24 sigur á Aftureldingu í hinum leik dagsins. Mosfellingar voru í við sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 2 mörkum, 14-12 þegar flautað var til hálfleiks. Stjörnumönnum tókst að vinna sig inn í leikinn í seinni og unnu að lokum eins marks sigur 25-24. Haukar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og standa því uppi sem Hafnarfjarðarmótsmeistarar 2020. Afturelding. FH og Sjarnan unnu síðan öll einn leik hvert. Haukar unnu einnig sautján marka sigur á Aftureldingu og tveggja marka sigur á Stjörnunni. Að loknum leik var lið mótsins valið og er liðið skipað eftirfarandi leikmönnum. Meistarar Hauka áttu þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eða markvörðinn Björgvin Páll Gústavsson, leikstjórnandann Tjörva Þorgeirsson og hægri hornamanninn Kristófer Mána Jónasson. Stjörnumenn áttu einnig þrjá leikmenn í liðinu eða vinstri hornamanninn Dag Gautason, línumanninn Sverri Eyjólfsson og besta varnarmanninn í Tandra Má Konráðssyni. FH átti besti vinstri skyttuna í Ásbirni Friðrikssyni og besta hægri skyttan var Birkir Benediktsson úr Aftureldingu. Hafnarfjarðarmótinu lauk í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins áttust við Stjarnan og Afturelding....Posted by Haukar Topphandbolti on Laugardagur, 29. ágúst 2020 Olís-deild karla Haukar Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Aron Kristjánsson er að byrja vel með Haukaliðið sem hefur unnið bæði undirbúningsmót sín fyrir komandi tímabil í Olís deild karla í handbolta. Haukar tryggðu sér sigur á æfingamóti aðra helgina í röð þegar liðið vann FH í lokaleik Hafnarfjarðarmótsins á Ásvöllum. Haukaliðið hafði helgina á undan unnið Aftureldingu í úrslitaleik Ragnarsmótsins á Selfossi. Aron Kristjánsson tók aftur við Haukaliðinu í vor en þetta er í þriðja skiptið sem hann tekur við liðinu. Í hin tvö skiptin hefur hann búið til meistaralið á Ásvöllum og það lítur út fyrir að hann sé á góðri leið með liðið nú líka. Haukar unnu tveggja marka sigur á FH, 30-28, í Hafnarfjarðarslagnum sem var eins og venjulega lokaleikur hin árlega Hafnarfjarðamóts í handbolta. Haukum nægði jafntefli í leiknum og máttu í raun tapa leiknum þökk sé stórsigri liðsins á Aftureldingu. Heimamenn í Haukum voru sterkari í byrjun og náðu fjögurra marka forskoti snemma í leiknum. FH-ingar unnu sig inn í leikinn og náðu að jafna áður en var flautað til hálfleiks þar sem staðan var 17-17. Jafnt var með liðunum í seinni en Haukamenn þó alltaf skrefi á undan og unnu að lokum tveggja marka sigur 30-28 í jöfnum og spennandi leik. Stjarnan vann 25-24 sigur á Aftureldingu í hinum leik dagsins. Mosfellingar voru í við sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 2 mörkum, 14-12 þegar flautað var til hálfleiks. Stjörnumönnum tókst að vinna sig inn í leikinn í seinni og unnu að lokum eins marks sigur 25-24. Haukar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og standa því uppi sem Hafnarfjarðarmótsmeistarar 2020. Afturelding. FH og Sjarnan unnu síðan öll einn leik hvert. Haukar unnu einnig sautján marka sigur á Aftureldingu og tveggja marka sigur á Stjörnunni. Að loknum leik var lið mótsins valið og er liðið skipað eftirfarandi leikmönnum. Meistarar Hauka áttu þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eða markvörðinn Björgvin Páll Gústavsson, leikstjórnandann Tjörva Þorgeirsson og hægri hornamanninn Kristófer Mána Jónasson. Stjörnumenn áttu einnig þrjá leikmenn í liðinu eða vinstri hornamanninn Dag Gautason, línumanninn Sverri Eyjólfsson og besta varnarmanninn í Tandra Má Konráðssyni. FH átti besti vinstri skyttuna í Ásbirni Friðrikssyni og besta hægri skyttan var Birkir Benediktsson úr Aftureldingu. Hafnarfjarðarmótinu lauk í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins áttust við Stjarnan og Afturelding....Posted by Haukar Topphandbolti on Laugardagur, 29. ágúst 2020
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita