Alræmdur „félagi Duch“ látinn Atli Ísleifsson og Kjartan Kjartansson skrifa 2. september 2020 07:14 Duch var fangelsisstjóri í hinu alræmda Tuol Sleng fangelsi. AP Einn af æðstu yfirmönnum ógnarstjórnar rauðu kmeranna í Kambódíu sem ríkti á áttunda áratug síðustu aldar er látinn. Hann varð 77 ára. Félagi Duch, eins og hann var alltaf kallaður, lést í fangelsi í höfuðborginni Phnom Penh þar sem hann afplánaði lífstíðardóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu fyrir sérstökum dómstól sem Sameinuðu þjóðirnar áttu þátt í að koma á fót árið 2012. Maðurinn hét Kaing Guek Eav réttu nafni og var fangelsisstjóri í Tuol Sleng fangelsinu þar sem þúsundir voru myrt eða pyntuð á valdatíma kmeranna, frá árinu 1975 til 1979. Áætlað er að stjórn þeirra hafi myrt um 1,7 milljónir manna, um fjórðung landsmanna á þeim tíma. Rauðu kmerarnir aðhylltust afbrigði af kommúnisma og stjórnuðu Kambódíu með harðri hendi frá 1975 til 1979. Þeir frömdu þjóðarmorð á landsmönnum með aftökum, hungursneyð og skorti á heilbrigðisþjónustu sem var liður í ofsafenginni hugmyndafræði þeirra um að umbreyta Kambódíu í landbúnaðarsamfélag, tæma borgirnar og neyða landsmenn til að yrkja landið. Myrtu börn fanga svo þau gætu ekki hefnt foreldra sinna Leynifangelsið sem Duch stýrði gekk undir dulnefninu S-21. Þangað sendu rauðu kmerarnir karla, konur og börn sem þeir töldu óvini ríkisins eða óhlýðnuðust skipunum. Fáir fanganna lifðu vistina af. Við réttarhöldin viðurkenndi Duch sjálfur að „allir þeir sem voru handteknir og sendir í S-21 voru þegar taldir af“. Lýsti Duch í smáatriðum hvernig fangar voru pyntaðir í fangelsinu við réttarhöldin yfir honum. Hann var einn fárra fyrrverandi kmera sem gengust að hluta til við gjörðum sínum. Pyntingarmeistarar fangelsisins börðu og hýddu fangana, rifu af þeim táneglur, gáfu þeim rafstuð og beittu vatnspyntingum. Fangaverðirnir í S-21 urðu einnig fórnarlömb ógnarstjórnarinnar. Þeir voru drepnir fyrir minnstu mistök samkvæmt vitnisburði fangelsisstjórans. Duch neitaði ásökunum um að hann hefði persónulega tekið þátt í pyntingum eða aftökum. Dómarar í máli hans sögðu hann þó hafa persónulega samþykkt allar aftökur sem fóru fram og hann hafi oft verið viðstaddur pyntingar eða jafnvel tekið þátt í þeim. Hann lýsti sig aftur á móti ábyrgan á morðum á börnum fanga sem voru myrt til að tryggja að þau myndu ekki hefna foreldra sinna síðar meir. Móðir og dóttir virða fyrir sér myndir af föngum í alræmda leynifangelsinu S-21. Fangelsið er nú safn um þjóðarmorð rauðu kmeranna.AP/Heng Sinith Pyntingarnar og morðin í S-21 voru vanalega tekin upp og ljósmynduð. Þúsundir gagna og filmna voru notuð sem sönnunargögn um ódæði rauðu kmeranna síðar meir. Duch var handtekinn árið 1999, um tveimur áratugum eftir að hann flúði til norðvesturhluta Kambódíu. Youk Chhang, forstöðumaður Skjalasafns Kambódíu, sem hefur safnað saman gögnum um voðaverk rauðu kmeranna, sagði við AP-fréttastofuna að dauði Duch væri áminning um að minnast fórnarlambanna og að erfitt væri fyrir réttlætið að ná fram að ganga í Kambódíu. Pol Pot, leiðtogi rauðu kmeranna, lést í haldi fyrrum félaga sinna árið 1998. Þá voru þeir orðnir vanmáttugur skæraliðahópur í frumskógi Kambódíu. Fréttin var uppfærð. Kambódía Andlát Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Einn af æðstu yfirmönnum ógnarstjórnar rauðu kmeranna í Kambódíu sem ríkti á áttunda áratug síðustu aldar er látinn. Hann varð 77 ára. Félagi Duch, eins og hann var alltaf kallaður, lést í fangelsi í höfuðborginni Phnom Penh þar sem hann afplánaði lífstíðardóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu fyrir sérstökum dómstól sem Sameinuðu þjóðirnar áttu þátt í að koma á fót árið 2012. Maðurinn hét Kaing Guek Eav réttu nafni og var fangelsisstjóri í Tuol Sleng fangelsinu þar sem þúsundir voru myrt eða pyntuð á valdatíma kmeranna, frá árinu 1975 til 1979. Áætlað er að stjórn þeirra hafi myrt um 1,7 milljónir manna, um fjórðung landsmanna á þeim tíma. Rauðu kmerarnir aðhylltust afbrigði af kommúnisma og stjórnuðu Kambódíu með harðri hendi frá 1975 til 1979. Þeir frömdu þjóðarmorð á landsmönnum með aftökum, hungursneyð og skorti á heilbrigðisþjónustu sem var liður í ofsafenginni hugmyndafræði þeirra um að umbreyta Kambódíu í landbúnaðarsamfélag, tæma borgirnar og neyða landsmenn til að yrkja landið. Myrtu börn fanga svo þau gætu ekki hefnt foreldra sinna Leynifangelsið sem Duch stýrði gekk undir dulnefninu S-21. Þangað sendu rauðu kmerarnir karla, konur og börn sem þeir töldu óvini ríkisins eða óhlýðnuðust skipunum. Fáir fanganna lifðu vistina af. Við réttarhöldin viðurkenndi Duch sjálfur að „allir þeir sem voru handteknir og sendir í S-21 voru þegar taldir af“. Lýsti Duch í smáatriðum hvernig fangar voru pyntaðir í fangelsinu við réttarhöldin yfir honum. Hann var einn fárra fyrrverandi kmera sem gengust að hluta til við gjörðum sínum. Pyntingarmeistarar fangelsisins börðu og hýddu fangana, rifu af þeim táneglur, gáfu þeim rafstuð og beittu vatnspyntingum. Fangaverðirnir í S-21 urðu einnig fórnarlömb ógnarstjórnarinnar. Þeir voru drepnir fyrir minnstu mistök samkvæmt vitnisburði fangelsisstjórans. Duch neitaði ásökunum um að hann hefði persónulega tekið þátt í pyntingum eða aftökum. Dómarar í máli hans sögðu hann þó hafa persónulega samþykkt allar aftökur sem fóru fram og hann hafi oft verið viðstaddur pyntingar eða jafnvel tekið þátt í þeim. Hann lýsti sig aftur á móti ábyrgan á morðum á börnum fanga sem voru myrt til að tryggja að þau myndu ekki hefna foreldra sinna síðar meir. Móðir og dóttir virða fyrir sér myndir af föngum í alræmda leynifangelsinu S-21. Fangelsið er nú safn um þjóðarmorð rauðu kmeranna.AP/Heng Sinith Pyntingarnar og morðin í S-21 voru vanalega tekin upp og ljósmynduð. Þúsundir gagna og filmna voru notuð sem sönnunargögn um ódæði rauðu kmeranna síðar meir. Duch var handtekinn árið 1999, um tveimur áratugum eftir að hann flúði til norðvesturhluta Kambódíu. Youk Chhang, forstöðumaður Skjalasafns Kambódíu, sem hefur safnað saman gögnum um voðaverk rauðu kmeranna, sagði við AP-fréttastofuna að dauði Duch væri áminning um að minnast fórnarlambanna og að erfitt væri fyrir réttlætið að ná fram að ganga í Kambódíu. Pol Pot, leiðtogi rauðu kmeranna, lést í haldi fyrrum félaga sinna árið 1998. Þá voru þeir orðnir vanmáttugur skæraliðahópur í frumskógi Kambódíu. Fréttin var uppfærð.
Kambódía Andlát Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira