Þarf að greiða 20 milljóna reikning eftir „gáleysi“ við undirritun Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2020 10:58 Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Vísir/getty Byggingarfélagið Katla ehf. hefur verið dæmt til að greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring 20,8 milljónir króna vegna reiknings sem félagið neitaði að greiða undirverktaka sínum. Forsvarsmaður Kötlu skrifaði undir reikninginn og taldi dómurinn undirskriftina fela í sér samþykki á greiðslu. Forsvarsmaðurinn hefði jafnframt sýnt af sér gáleysi með undirrituninni. Félagið sagði hana þó aðeins gefa til kynna viðurkenningu á tilvist reikningsins en ekki samþykki. Forsaga málsins er sú að Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Verklok skyldu vera í lok október 2019 og greiðsla fyrir verkið nema rúmum 195 milljónum króna. Katla samdi við annað félag, Birki byggingarfélag, sem undirverktaka og samningur þar um var undirritaður í lok febrúar 2019. Verktakinn skyldi fá rúmar 160 milljónir fyrir verkið. Sögðust hafa hætt við allt Fyrir liggur að byggingafélagið greiddi verktakanum fimm reikninga árið 2019. Í málinu er deilt um reikning sem verktakinn gaf út í september 2019 að fjárhæð um 20,8 milljóna króna, sem framseldur var til reikningakaupafyrirtækisins A faktoring. Á reikningnum eru skilmálar hans samþykktir með undirskrift forsvarsmanns Kötlu. Katla lýsti því svo yfir með bréfi lögmanns í október 2019 að verksamningnum hefði verið rift. Í bréfinu kemur fram að forsvarsmaður Birkis hafi tilkynnt í votta viðurvist á fundi með fulltrúum Kötlu að hætt verði við framkvæmd á grundvelli samningsins. Því hafi verið fylgt eftir með því að hætta framkvæmdum á verkstað. Riftunin kom verulega á óvart Birki hélt því fram fyrir dómi að andvirði reikningsins hafi verið notað til að greiða fyrir efni vegna verksamningsins. Efnið hafi verið afhent Kötlu. Riftunaryfirlýsingin hafi komið Birki mjög á óvart og félaginu fundist sem svo að verið væri að reyna að hagnast með ólögmætum hætti á kostnað þess. Félagið hafi talið nauðsynlegt að tryggja hagsmuni sína með kyrrsetningu fasteignar Kötlu í nóvember 2019. Katla hélt því fram að framkvæmdirnar hjá Birki hafi gengið illa og „því ítrekað hótað að ganga frá verkinu“, að því er segir í dómi. Þeir reikningar sem Katla hafði greitt félaginu um haustið 2019 hafi verið langt umfram raunverulegt vinnuframlag. Þá hélt Katla því fram að undirritun forsvarsmanns á reikninginn hafi aðeins falið í sér staðfestingu á vitneskju um að reikningurinn hafi verið framseldur til reikningakaupafyrirtækisins – ekki samþykki á honum. Um þetta var deilt í málinu, þ.e. hvort Katla hafi með áritun sinni samþykkt reikninginn og um leið misst rétt til þess að hafa uppi mótbárur við greiðslu hans. Dómurinn áleit það svo að áritunin hafi gefið Birki tilefni til að treysta því að reikningurinn hafi verið samþykktur. „Þá hlaut fyrirsvarsmanni stefnda að vera það ljóst að til stæði að nota yfirlýsingu hans sem skilríki í lögskiptum við þriðja mann. Eins og að framan greinir segir í greinargerð stefnda að greitt hafi verið umfram framvindu og það hafi átt að gera upp síðar,“ segir í dómnum. Forsvarsmaðurinn hafi því sýnt af sér gáleysi með því að undirrita reikninginn. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Katla skuli greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring skuld samkvæmt umræddum reikningi, um 20,8 milljónir króna. Hins vegar var felld úr gildi kyrrsetning á fasteign Kötlu á Dalvík. Þá var Kötlu gert að greiða A faktoring 750 þúsund krónur í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Dalvíkurbyggð Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Byggingarfélagið Katla ehf. hefur verið dæmt til að greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring 20,8 milljónir króna vegna reiknings sem félagið neitaði að greiða undirverktaka sínum. Forsvarsmaður Kötlu skrifaði undir reikninginn og taldi dómurinn undirskriftina fela í sér samþykki á greiðslu. Forsvarsmaðurinn hefði jafnframt sýnt af sér gáleysi með undirrituninni. Félagið sagði hana þó aðeins gefa til kynna viðurkenningu á tilvist reikningsins en ekki samþykki. Forsaga málsins er sú að Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Verklok skyldu vera í lok október 2019 og greiðsla fyrir verkið nema rúmum 195 milljónum króna. Katla samdi við annað félag, Birki byggingarfélag, sem undirverktaka og samningur þar um var undirritaður í lok febrúar 2019. Verktakinn skyldi fá rúmar 160 milljónir fyrir verkið. Sögðust hafa hætt við allt Fyrir liggur að byggingafélagið greiddi verktakanum fimm reikninga árið 2019. Í málinu er deilt um reikning sem verktakinn gaf út í september 2019 að fjárhæð um 20,8 milljóna króna, sem framseldur var til reikningakaupafyrirtækisins A faktoring. Á reikningnum eru skilmálar hans samþykktir með undirskrift forsvarsmanns Kötlu. Katla lýsti því svo yfir með bréfi lögmanns í október 2019 að verksamningnum hefði verið rift. Í bréfinu kemur fram að forsvarsmaður Birkis hafi tilkynnt í votta viðurvist á fundi með fulltrúum Kötlu að hætt verði við framkvæmd á grundvelli samningsins. Því hafi verið fylgt eftir með því að hætta framkvæmdum á verkstað. Riftunin kom verulega á óvart Birki hélt því fram fyrir dómi að andvirði reikningsins hafi verið notað til að greiða fyrir efni vegna verksamningsins. Efnið hafi verið afhent Kötlu. Riftunaryfirlýsingin hafi komið Birki mjög á óvart og félaginu fundist sem svo að verið væri að reyna að hagnast með ólögmætum hætti á kostnað þess. Félagið hafi talið nauðsynlegt að tryggja hagsmuni sína með kyrrsetningu fasteignar Kötlu í nóvember 2019. Katla hélt því fram að framkvæmdirnar hjá Birki hafi gengið illa og „því ítrekað hótað að ganga frá verkinu“, að því er segir í dómi. Þeir reikningar sem Katla hafði greitt félaginu um haustið 2019 hafi verið langt umfram raunverulegt vinnuframlag. Þá hélt Katla því fram að undirritun forsvarsmanns á reikninginn hafi aðeins falið í sér staðfestingu á vitneskju um að reikningurinn hafi verið framseldur til reikningakaupafyrirtækisins – ekki samþykki á honum. Um þetta var deilt í málinu, þ.e. hvort Katla hafi með áritun sinni samþykkt reikninginn og um leið misst rétt til þess að hafa uppi mótbárur við greiðslu hans. Dómurinn áleit það svo að áritunin hafi gefið Birki tilefni til að treysta því að reikningurinn hafi verið samþykktur. „Þá hlaut fyrirsvarsmanni stefnda að vera það ljóst að til stæði að nota yfirlýsingu hans sem skilríki í lögskiptum við þriðja mann. Eins og að framan greinir segir í greinargerð stefnda að greitt hafi verið umfram framvindu og það hafi átt að gera upp síðar,“ segir í dómnum. Forsvarsmaðurinn hafi því sýnt af sér gáleysi með því að undirrita reikninginn. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Katla skuli greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring skuld samkvæmt umræddum reikningi, um 20,8 milljónir króna. Hins vegar var felld úr gildi kyrrsetning á fasteign Kötlu á Dalvík. Þá var Kötlu gert að greiða A faktoring 750 þúsund krónur í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dalvíkurbyggð Dómsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira