Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2020 22:30 Robert Redfield, forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, skrifaði undir bréf til heilbrigðisyfirvalda alls staðar í Bandaríkjunum þar sem þeim var sagt að búa sig undir að byrja að dreifa bóluefni til ákveðinna hópa. Vísir/EPA Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. Sumir sérfræðingar óttast að farið sé of geyst í þróun bóluefnis af pólitískum ástæðum. Skjöl með leiðbeiningunum voru send út sama dag og Donald Trump forseti sagði landsfundi Repúblikanaflokksins að bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, gæti verið tilbúið fyrir lok ársins. Trump á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust, að hluta til vegna óánægju kjósenda með hvernig ríkisstjórn hans hefur brugðist við faraldrinum. Hátt í 200.000 Bandaríkjamenn hafa látist í faraldrinum og hefur hann hvergi verið mannskæðari. Trump hefur því verið áfjáður í að gera minna úr faraldrinum en efni standa til og bera út fréttir sem sérfræðingar segja of bjartsýnar. Í leiðbeiningunum er ríkjum og borgum sagt að búa sig undir að dreifa bóluefni til heilbrigðisstarfsmanna og áhættuhópa fyrir 1. nóvember. Forseta- og þingkosningar fara fram 3. nóvember. New York Times segir að CDC vísi til tveggja ónefndra bóluefna í leiðbeiningunum. Upplýsingar um bóluefnin, þar á meðal hvernig skal geyma þau og blanda, koma heim og saman við þau sem lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna þróa nú. Það eru þau bóluefni sem eru komin lengst í tilraunum. Pfizer sagði á dögunum að fyrirtækið stefndi á að leita eftir vottun yfirvalda jafnvel þegar í október. Yfirvöld í ríkjunum og borgunum eru beðin um að flýta öllum leyfum sem til þarf til að hægt verði að koma upp aðstöðu til að dreifa og geyma bóluefnin sem allra fyrst. CDC segir í skjölunum að „takmarkað“ upplag af bóluefni gegn Covid-19 gæti verið til snemma í nóvember. Svo virðist sem að annað bóluefnanna sem sem vísað er til í leiðbeiningum til bandarískra heilbrigðisyfirvalda sé það sem lyfjarisinn Pfizer vinnur nú að. Fyrirtækið hefur boðað að það gæti sóst eftir vottun yfirvalda þegar í næsta mánuði.Vísir/EPA Óttast að pólitík sé blandað inn í lýðheilsumál Tímasetningin sem kemur fram í leiðbeiningunum CDC veldur sumum sérfræðingum heilabrotum. New York Times segir að lýðheilsusérfræðingar séu á einu máli um að allar opinberar stofnanir á öllum stjórnsýslustigum ættu að búa sig fljótt undir það risavaxna verkefni að dreifa mögulegu bóluefni hratt. Það að nú sé talað um að bóluefnið verði tilbúið rétt fyrir kjördag veldur sumum sérfræðingum áhyggjum af því að Trump-stjórnin reyni að flýta bóluefni, eða að minnsta kosti að skapa væntingar um það, eins og hægt er í aðdraganda kosninganna. AP-fréttastofan hefur eftir lýðheilsu- og bóluefnissérfræðingum að enn sé unnið að því að fá fólk til að taka þátt í tilraunum með bóluefni. Í bestu falli sé það ferli nú hálfnað. „Þessi tímalína um fyrstu dreifingu fyrir lok október er virkilegt áhyggjuefni varðandi að pólitík sé blandað inn í lýðheilsu og mögulegar afleiðingar fyrir öryggi. Það er erfitt að líta ekki á þetta sem tilraun til að fá bóluefni fyrir kosningar,“ segir Saskia Popescu, faraldsfræðingur í Arizona við New York Times. Peter Hoetz, deildarforseti við Baylor-háskóla í Texas, segir AP að hann hafi miklar áhyggjur af því að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna muni nota neyðarheimildir til þess að samþykkja bóluefni áður en vitað sé með vissu hvort það virki og sé öruggt. „Þetta hefur ásýnd glæfrabragðs frekar en raunverulegra áhyggna af lýðheilsu,“ segir Hoetz. Í svipaðan streng tekur Taison Bell, sérfræðingur í lungna- og bráðalækningum við Virginíuháskóla. Hann telur gott að búa heilbrigðiskerfið undir að dreifa bóluefni en tímarammi CDC veki með honum ótta um að ríkisstjórnin muni leggja alla áherslu tímasetninguna sem hefur verið gefin upp á kostnað þess að standa faglega að þróun og vottun bóluefnis. CDC segir í leiðbeiningum sínum um undirbúning fyrir dreifingu bóluefnis eða bóluefna að áætlanirnar séu enn á „tilgátustigi“. Ástand Covid-19-faraldursins taki svo örum breytingum og sviðsmyndin geti breyst þegar nýjar upplýsingar liggja fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. Sumir sérfræðingar óttast að farið sé of geyst í þróun bóluefnis af pólitískum ástæðum. Skjöl með leiðbeiningunum voru send út sama dag og Donald Trump forseti sagði landsfundi Repúblikanaflokksins að bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, gæti verið tilbúið fyrir lok ársins. Trump á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust, að hluta til vegna óánægju kjósenda með hvernig ríkisstjórn hans hefur brugðist við faraldrinum. Hátt í 200.000 Bandaríkjamenn hafa látist í faraldrinum og hefur hann hvergi verið mannskæðari. Trump hefur því verið áfjáður í að gera minna úr faraldrinum en efni standa til og bera út fréttir sem sérfræðingar segja of bjartsýnar. Í leiðbeiningunum er ríkjum og borgum sagt að búa sig undir að dreifa bóluefni til heilbrigðisstarfsmanna og áhættuhópa fyrir 1. nóvember. Forseta- og þingkosningar fara fram 3. nóvember. New York Times segir að CDC vísi til tveggja ónefndra bóluefna í leiðbeiningunum. Upplýsingar um bóluefnin, þar á meðal hvernig skal geyma þau og blanda, koma heim og saman við þau sem lyfjafyrirtækin Pfizer og Moderna þróa nú. Það eru þau bóluefni sem eru komin lengst í tilraunum. Pfizer sagði á dögunum að fyrirtækið stefndi á að leita eftir vottun yfirvalda jafnvel þegar í október. Yfirvöld í ríkjunum og borgunum eru beðin um að flýta öllum leyfum sem til þarf til að hægt verði að koma upp aðstöðu til að dreifa og geyma bóluefnin sem allra fyrst. CDC segir í skjölunum að „takmarkað“ upplag af bóluefni gegn Covid-19 gæti verið til snemma í nóvember. Svo virðist sem að annað bóluefnanna sem sem vísað er til í leiðbeiningum til bandarískra heilbrigðisyfirvalda sé það sem lyfjarisinn Pfizer vinnur nú að. Fyrirtækið hefur boðað að það gæti sóst eftir vottun yfirvalda þegar í næsta mánuði.Vísir/EPA Óttast að pólitík sé blandað inn í lýðheilsumál Tímasetningin sem kemur fram í leiðbeiningunum CDC veldur sumum sérfræðingum heilabrotum. New York Times segir að lýðheilsusérfræðingar séu á einu máli um að allar opinberar stofnanir á öllum stjórnsýslustigum ættu að búa sig fljótt undir það risavaxna verkefni að dreifa mögulegu bóluefni hratt. Það að nú sé talað um að bóluefnið verði tilbúið rétt fyrir kjördag veldur sumum sérfræðingum áhyggjum af því að Trump-stjórnin reyni að flýta bóluefni, eða að minnsta kosti að skapa væntingar um það, eins og hægt er í aðdraganda kosninganna. AP-fréttastofan hefur eftir lýðheilsu- og bóluefnissérfræðingum að enn sé unnið að því að fá fólk til að taka þátt í tilraunum með bóluefni. Í bestu falli sé það ferli nú hálfnað. „Þessi tímalína um fyrstu dreifingu fyrir lok október er virkilegt áhyggjuefni varðandi að pólitík sé blandað inn í lýðheilsu og mögulegar afleiðingar fyrir öryggi. Það er erfitt að líta ekki á þetta sem tilraun til að fá bóluefni fyrir kosningar,“ segir Saskia Popescu, faraldsfræðingur í Arizona við New York Times. Peter Hoetz, deildarforseti við Baylor-háskóla í Texas, segir AP að hann hafi miklar áhyggjur af því að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna muni nota neyðarheimildir til þess að samþykkja bóluefni áður en vitað sé með vissu hvort það virki og sé öruggt. „Þetta hefur ásýnd glæfrabragðs frekar en raunverulegra áhyggna af lýðheilsu,“ segir Hoetz. Í svipaðan streng tekur Taison Bell, sérfræðingur í lungna- og bráðalækningum við Virginíuháskóla. Hann telur gott að búa heilbrigðiskerfið undir að dreifa bóluefni en tímarammi CDC veki með honum ótta um að ríkisstjórnin muni leggja alla áherslu tímasetninguna sem hefur verið gefin upp á kostnað þess að standa faglega að þróun og vottun bóluefnis. CDC segir í leiðbeiningum sínum um undirbúning fyrir dreifingu bóluefnis eða bóluefna að áætlanirnar séu enn á „tilgátustigi“. Ástand Covid-19-faraldursins taki svo örum breytingum og sviðsmyndin geti breyst þegar nýjar upplýsingar liggja fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24