Sara: Það er mikil pressa að komast í topp fimm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir hefur átt frábært CrossFit tímabil og það er búist við miklu af henni á heimsleikunum seinna í þessum mánuði. Mynd/Instagram Sara Sigmundsdóttir er að fara að keppa á heimsleikunum eftir miðjan mánuðinn og þar verður markmiðið að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum. Heimsleikarnir í CrossFit í ár verða í raun tvískiptir og aðeins þær fimm bestu fá á endanum tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn sem Sara hefur dreymt svo lengi um að vinna. Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up spurði Söru um það hvernig henni litist á nýja keppnisfyrirkomulagið á heimsleikunum og um fimm manna ofurúrslitin. „Það er mikil pressa að komast í hóp þeirra fimm bestu og þetta er rosalega harður niðurskurður. Þrjátíu bestu konurnar í heiminum eru að fara að keppa þarna og það verður mjög krefjandi fyrir okkur allar að komast inn á topp fimm,“ sagði Sara. „Þetta verður því mikið stríð. Ég er svolítið hrædd um hvernig þetta muni allt fara fram og hvernig stigin verða. Á Rogue mótinu þá sáum við allt eftir hverja grein eins og í venjulegri keppni. Þú vissir því alltaf hvar þú stóðst,“ sagði Sara. View this post on Instagram It's nice to be important, but it is more important to be nice @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jun 5, 2020 at 4:11pm PDT „Ég velti því fyrir mér hvort að við fáum ekkert að vita í þrjá daga og vitum þá ekkert hvað við stöndum. Fáum við að vita þetta á sunnudeginum eða hvernig verður þetta? Það er svolítið stressandi hluti í sambandi við þetta,“ sagði Sara. „Það mun samt ekki breyta minni frammistöðu hvort ég viti stigin hjá þessari eða þessari stelpu. Það verður bónus að fá að vita eitthvað en ég mun samt gera mitt besta,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth benti á það að Sara hefur alltaf staðið sig mjög vel í netkeppnum eins og sést á frábærum árangri hennar í „The Open“ hluta heimsleikanna sem hún vann annað árið í röð á þessu tímabili og hefur unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. „Mitt markmið núna er að komast í þennan fimm kvenna úrvalshóp og það yrði stórkostleg lífsreynsla að komast þangað. Það að það verða bara fimm stelpur að keppa í fjóra daga mun reyna svo mikið á hausinn,“ sagði Sara og benti með báðum höndum á höfuðið sitt. „Ég man eftir 2016 heimsleikunum þegar við settumst upp í flugvél og vissum ekkert um hvað biði okkar. Það verður því alltaf mjög skemmtileg upplifun af því að fá að prófa eitthvað nýtt og eitthvað sem þú hefur aldrei prufað áður,“ sagði Sara. „Ég elska auðvitað að keppa fyrir framan áhorfendur en ég er vön að æfa ein og þar ertu bara að einblína á það sem þú ert að gera,“ sagði Sara. Heimsleikarnir hefjast 18. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Söru. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er að fara að keppa á heimsleikunum eftir miðjan mánuðinn og þar verður markmiðið að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum. Heimsleikarnir í CrossFit í ár verða í raun tvískiptir og aðeins þær fimm bestu fá á endanum tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn sem Sara hefur dreymt svo lengi um að vinna. Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up spurði Söru um það hvernig henni litist á nýja keppnisfyrirkomulagið á heimsleikunum og um fimm manna ofurúrslitin. „Það er mikil pressa að komast í hóp þeirra fimm bestu og þetta er rosalega harður niðurskurður. Þrjátíu bestu konurnar í heiminum eru að fara að keppa þarna og það verður mjög krefjandi fyrir okkur allar að komast inn á topp fimm,“ sagði Sara. „Þetta verður því mikið stríð. Ég er svolítið hrædd um hvernig þetta muni allt fara fram og hvernig stigin verða. Á Rogue mótinu þá sáum við allt eftir hverja grein eins og í venjulegri keppni. Þú vissir því alltaf hvar þú stóðst,“ sagði Sara. View this post on Instagram It's nice to be important, but it is more important to be nice @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jun 5, 2020 at 4:11pm PDT „Ég velti því fyrir mér hvort að við fáum ekkert að vita í þrjá daga og vitum þá ekkert hvað við stöndum. Fáum við að vita þetta á sunnudeginum eða hvernig verður þetta? Það er svolítið stressandi hluti í sambandi við þetta,“ sagði Sara. „Það mun samt ekki breyta minni frammistöðu hvort ég viti stigin hjá þessari eða þessari stelpu. Það verður bónus að fá að vita eitthvað en ég mun samt gera mitt besta,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth benti á það að Sara hefur alltaf staðið sig mjög vel í netkeppnum eins og sést á frábærum árangri hennar í „The Open“ hluta heimsleikanna sem hún vann annað árið í röð á þessu tímabili og hefur unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. „Mitt markmið núna er að komast í þennan fimm kvenna úrvalshóp og það yrði stórkostleg lífsreynsla að komast þangað. Það að það verða bara fimm stelpur að keppa í fjóra daga mun reyna svo mikið á hausinn,“ sagði Sara og benti með báðum höndum á höfuðið sitt. „Ég man eftir 2016 heimsleikunum þegar við settumst upp í flugvél og vissum ekkert um hvað biði okkar. Það verður því alltaf mjög skemmtileg upplifun af því að fá að prófa eitthvað nýtt og eitthvað sem þú hefur aldrei prufað áður,“ sagði Sara. „Ég elska auðvitað að keppa fyrir framan áhorfendur en ég er vön að æfa ein og þar ertu bara að einblína á það sem þú ert að gera,“ sagði Sara. Heimsleikarnir hefjast 18. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Söru. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Sjá meira