Gefur lítið fyrir gagnrýni um yfirgengilegar aðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 15:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sést hér fyrir miðju á upplýsingafundi almannavarna í dag. Með honum eru Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lögreglan Sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir gagnrýni þess efnis að aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins séu langt umfram tilefni. Það sé einmitt aðgerðunum að þakka að staðan sé jafngóð og raun ber vitni. Talsvert hefur borið á gagnrýni á hendur stjórnvöldum undanfarnar vikur vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til. Þannig hefur verið gefið í skyn að aðgerðirnar, til að mynda sóttkví við komu til landsins, séu mun harðari en staða faraldursins gefi tilefni til. Þessari skoðun lýsti til að mynda Hörður Ágústsson, ritstjóri Markaðarins í Fréttablaðinu, í leiðara í lok síðustu viku. „Myndin er ekki beint glæsileg. Við stöndum frammi fyrir verstu efnahagskreppu í hundrað ár og útlit fyrir að skuldir hins opinbera aukist um 850 milljarða. Þetta eru afleiðingar af hörðum sóttvarnaaðgerðum, sem standa óhaggaðar þrátt fyrir fá smit, hverfandi innlagnir á sjúkrahús og engin dauðsföll, og mun, samkvæmt nýrri spá Seðlabankans, valda um sjö prósenta efnahagssamdrætti í ár og yfir tíu prósenta atvinnuleysi,“ skrifaði Hörður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni af þessu tagi á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Hann benti á að hér á landi greindust nú fáir með veiruna einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. „Við erum með fá smit og lítið vandamál hér út af þessum aðgerðum sem við höfum gripið til. Það er ástæðan. Við erum að sjá aukna útbreiðslu og aukin vandamál í mörgum löndum, mörgum svæðum, þar sem er verið að grípa til harðari aðgerða en áður, það má ekki gleyma því,“ sagði Þórólfur. Hann kvaðst oft grípa til „bólusetningardæmisins“ í tengslum við þetta. „Við erum ekki að sjá neina bólusetningarsjúkdóma, af hverju erum við þá að bólusetja?“ spurði Þórólfur. Þá ítrekaði hann að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar í tilslökunum. „Hvar liggur hættan á því að við fáum annan faraldur? Og það er í mínum huga algjörlega ljóst að hún er sú að við fáum mikið af veiru inn erlendis frá. Þannig að menn þurfa að finna jafnvægi á milli þess að gera of mikið og gera of lítið. Það er kúnstin og það eru þartilbær stjórnvöld sem verða að leggja mat á það. Við gætum gripið til miklu harðari aðgerða, við gætum lokað allri traffík en það er ekki gert.“ Þá virðist sem að Íslendingar séu almennt sáttir við sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir, ef marka má niðurstöður könnunar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sem birtar voru í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir gagnrýni þess efnis að aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins séu langt umfram tilefni. Það sé einmitt aðgerðunum að þakka að staðan sé jafngóð og raun ber vitni. Talsvert hefur borið á gagnrýni á hendur stjórnvöldum undanfarnar vikur vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til. Þannig hefur verið gefið í skyn að aðgerðirnar, til að mynda sóttkví við komu til landsins, séu mun harðari en staða faraldursins gefi tilefni til. Þessari skoðun lýsti til að mynda Hörður Ágústsson, ritstjóri Markaðarins í Fréttablaðinu, í leiðara í lok síðustu viku. „Myndin er ekki beint glæsileg. Við stöndum frammi fyrir verstu efnahagskreppu í hundrað ár og útlit fyrir að skuldir hins opinbera aukist um 850 milljarða. Þetta eru afleiðingar af hörðum sóttvarnaaðgerðum, sem standa óhaggaðar þrátt fyrir fá smit, hverfandi innlagnir á sjúkrahús og engin dauðsföll, og mun, samkvæmt nýrri spá Seðlabankans, valda um sjö prósenta efnahagssamdrætti í ár og yfir tíu prósenta atvinnuleysi,“ skrifaði Hörður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni af þessu tagi á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Hann benti á að hér á landi greindust nú fáir með veiruna einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. „Við erum með fá smit og lítið vandamál hér út af þessum aðgerðum sem við höfum gripið til. Það er ástæðan. Við erum að sjá aukna útbreiðslu og aukin vandamál í mörgum löndum, mörgum svæðum, þar sem er verið að grípa til harðari aðgerða en áður, það má ekki gleyma því,“ sagði Þórólfur. Hann kvaðst oft grípa til „bólusetningardæmisins“ í tengslum við þetta. „Við erum ekki að sjá neina bólusetningarsjúkdóma, af hverju erum við þá að bólusetja?“ spurði Þórólfur. Þá ítrekaði hann að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar í tilslökunum. „Hvar liggur hættan á því að við fáum annan faraldur? Og það er í mínum huga algjörlega ljóst að hún er sú að við fáum mikið af veiru inn erlendis frá. Þannig að menn þurfa að finna jafnvægi á milli þess að gera of mikið og gera of lítið. Það er kúnstin og það eru þartilbær stjórnvöld sem verða að leggja mat á það. Við gætum gripið til miklu harðari aðgerða, við gætum lokað allri traffík en það er ekki gert.“ Þá virðist sem að Íslendingar séu almennt sáttir við sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir, ef marka má niðurstöður könnunar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sem birtar voru í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07
Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48
Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13