Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gaf íþróttahreyfingu landsins 150 milljónir í dag til viðbótar við þær 300 sem voru greiddar út fyrr í sumar. Þetta kom fram í tilkynningu sem ÍSÍ gaf út í dag og Vísir greindi frá.
Greiðslur dagsins voru til félaga sem sóttu um vegna sértækra aðgerða sökum kórónufaraldursins. Félögin þurftu að sækja sérstaklega um og var úthlutun fjármagns svo byggð á tillögum vinnuhóps sem ÍSÍ hafði skipað.
Í tilkynningu ÍSÍ má sjá hvaða íþróttafélög fengu styrk vegna sértækra aðgerða og hversu mikið hvert lið fékk.
Knattspyrnufélagið Valur fékk langtum stærsta styrkinn eða alls 17 milljónir króna.
Auðvitað fær Valur langhæsta COVID-19 styrk til íþróttafélaga úr ríkissjóði, rúm ellefu prósent heildarupphæðarinnar. Eignir þeirra voru bara áætlaðar um fimm milljarðar þegar ég skrifaði þessa fréttaskýringu í fyrra. https://t.co/7X4g8XoDEm
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) September 3, 2020
Þar á eftir kom Keflavík með tæplega 12 milljónir króna. Þá fengu Haukar og Fimleikasamband Íslands rúmar 11 milljónir, Stjarnan rúmar níu milljónir og Hestamannafélagið Geysir rúmar átta milljónir.