Í stað þeirra hundrað sem fóru bættust sex hundruð í hópinn Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2020 15:16 Pálína ásamt kærustu sinni Maríu Kristínu í réttunum. Þær hrósa nú happi. Hundrað sem ætla má að séu þjakaðir af fordómum farnir en sex hundruð nýjir mættir til að fylgjast með hvernig lífið gengur fyrir sig í sveitinni. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Veruleg vending varð í fylgjendahópi á Instagram-síðunni FarmliveIceland í gær. „Heyrðu, já! Heldur betur,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi, sálfræðingur og samfélagsmiðlastjarna með meiru. Í gær bættust við um 600 áskrifendur, eða fylgjendur eins og það heitir í netheimum, á Instagramsíðu hennar. Sem eru sviptingar því í vikunni höfðu tugir manna látið sig hverfa þar af slóðum. Þegar þetta er skrifað eru tæplega 44 þúsund fylgjendur á síðunni. Á mánudaginn birti Pálína mynd af sér með kærustu sinni á afar vinsælli Instagramsíðu sinni en þar hafa verið rúmlega 40 þúsund fylgjendur. Við myndbirtinguna hrukku hinsvegar af lista áskrifenda um hundrað manns. Án þess að hægt sé að fullyrða nokkuð um tilteknar manngerðir eða það hvernig þær eru innréttaðar er engin önnur skýring var tiltæk en sú að myndin hafi reynst skellur fyrir einhverja sem gert höfðu sér aðrar hugmyndir um lífið og tilveruna. Eðlileg ályktun að draga er sú að um hafi verið að ræða annað hvort þá sem eru þjakaðir af fordómum gagnvart samkynhneigðum og/eða hugsanlega einhverjir sem hafa látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri náttúru. Instagramsíðan umrædd. Meginviðfangsefni umfjöllunar Pálínu á Instagramreikningi sínum eru kindur og lífið á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Pálína útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að kindur séu athyglisverðar skepnur og vanmetnar sem slíkar. Góð gusa sem kom í stað þeirra sem fóru Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, taldi þetta athyglisverðar hræringar á fylgjendalistanum sem gætu sagt sína sögu um stöðu mála. En hún grét það krókódílstárum að þeir létu sig hverfa sem ekki þola sökum eigin fordóma að eigandi kindanna sem eru í aðalhlutverki á síðunni sé samkynhneigð. Hins vegar varð sem áður segir enn ein vendingin í áskriftarhópi Pálinu í gær. Eftir að Vísir fjallaði um málið um 600 manns á lista þeirra sem fylgjast með síðunni að staðaldri. „Margfaldur fjöldi þessara sem unfollowuðu um daginn! Já, ég held að það hafi um 600 bæst við hingað til, mjög skemmtilegt og frábært!“ Aðspurð segir hún að með hafi fylgt athugasemdir og hvatning. „Já, stór gusa sem er frábært.“ Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfélagsmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Veruleg vending varð í fylgjendahópi á Instagram-síðunni FarmliveIceland í gær. „Heyrðu, já! Heldur betur,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi, sálfræðingur og samfélagsmiðlastjarna með meiru. Í gær bættust við um 600 áskrifendur, eða fylgjendur eins og það heitir í netheimum, á Instagramsíðu hennar. Sem eru sviptingar því í vikunni höfðu tugir manna látið sig hverfa þar af slóðum. Þegar þetta er skrifað eru tæplega 44 þúsund fylgjendur á síðunni. Á mánudaginn birti Pálína mynd af sér með kærustu sinni á afar vinsælli Instagramsíðu sinni en þar hafa verið rúmlega 40 þúsund fylgjendur. Við myndbirtinguna hrukku hinsvegar af lista áskrifenda um hundrað manns. Án þess að hægt sé að fullyrða nokkuð um tilteknar manngerðir eða það hvernig þær eru innréttaðar er engin önnur skýring var tiltæk en sú að myndin hafi reynst skellur fyrir einhverja sem gert höfðu sér aðrar hugmyndir um lífið og tilveruna. Eðlileg ályktun að draga er sú að um hafi verið að ræða annað hvort þá sem eru þjakaðir af fordómum gagnvart samkynhneigðum og/eða hugsanlega einhverjir sem hafa látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri náttúru. Instagramsíðan umrædd. Meginviðfangsefni umfjöllunar Pálínu á Instagramreikningi sínum eru kindur og lífið á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Pálína útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að kindur séu athyglisverðar skepnur og vanmetnar sem slíkar. Góð gusa sem kom í stað þeirra sem fóru Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, taldi þetta athyglisverðar hræringar á fylgjendalistanum sem gætu sagt sína sögu um stöðu mála. En hún grét það krókódílstárum að þeir létu sig hverfa sem ekki þola sökum eigin fordóma að eigandi kindanna sem eru í aðalhlutverki á síðunni sé samkynhneigð. Hins vegar varð sem áður segir enn ein vendingin í áskriftarhópi Pálinu í gær. Eftir að Vísir fjallaði um málið um 600 manns á lista þeirra sem fylgjast með síðunni að staðaldri. „Margfaldur fjöldi þessara sem unfollowuðu um daginn! Já, ég held að það hafi um 600 bæst við hingað til, mjög skemmtilegt og frábært!“ Aðspurð segir hún að með hafi fylgt athugasemdir og hvatning. „Já, stór gusa sem er frábært.“
Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfélagsmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira