Það styttist óðum í heimsleikana í CrossFit og íslensku keppendurnir eins og aðrir eru í óða önn að undirbúa sig.
Á meðan þau Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson æfa á Íslandi er Katrín Tanja stödd í Bandaríkjunum og æfir þar.
Veðurfarið virðist vera örlítið betur þar úti ef marka má myndir og færslur Katrínar á Instagram-síðu sína og ein þannig kom inn um helgina.
Þar birti Katrín mynd af sér ásamt þeim Tori Dyson, Emma Gardner og Sophie Emond. Einnig á myndinni var þjálfarinn Ben Bergeron.
Katrín Tanja segir að þessi hópur hafi gert æfingarnar mun skemmtilegra undanfarið og má reikna því með að Katrín Tanja komi í fantaformi til leiks, eins og áður.