131 milljón króna til Jóns Óttars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2020 14:10 Helgi Seljan og Þorsteinn Már horfast stuttlega í augu í dómsal eftir hádegi. Helgi hefur verið í aðalhlutverki hjá Rúv í umfjöllun um Samherja undanfarin ár. Vísir/Egill Af þeim 306 milljónum króna sem Samherji krefst þess að Seðlabanki Íslands greiði fyrirtækinu í skaðabætur vegna kostnaðar sem féll til við rannsókns bankans á Samherja eru rúmlega 130 milljónir vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði við aðalmeðferðina í morgun að málarekstur Seðlabankans hefði verið gjörsamlega galinn. Þurfti Kjartan Björgvinsson, dómari í málinu, að biðja Þorstein að róa sig þegar forstjórinn sat undir spurningum lögmanns Seðlabankans um starfsemi Samherja í Afríku. Þorsteinn sagði ásakanir Seðlabankans hljóða upp á 85 milljarða króna vanskil á gjaldeyri. Aðalmeðferð í málinu hófst í morgun og stendur fram eftir degi. Eftir hádegið mættust Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, og Þorsteinn Már í dómsal en óhætt er að segja að andað hafi köldu milli þeirra tveggja undanfarin ár vegna þessa máls og nú nýlega umfjöllunar Kveiks um viðskipti Samherja í Afríku. Málið fellt niður í tvígang Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en um er að ræða tvö mál. Annars vegar mál Samherja gegn bankanum þar sem að auki er krafist tíu milljóna í miskabætur og hins vegar einkamál Þorsteins Más sem krefst 6,5 milljóna króna í bætur. Samherja var ætlað að hafa brotið lög á meðan fjármagnshöft voru við lýði á árunum eftir hrunið haustið 2008. Var ráðist í húsleitir á skrifstofum Samherja bæði í Reykjavík og Akureyri í mars 2012 í tengslum við málið. Már Guðmundsson var Seðlabankastjóri þegar rannsókn á málum Samherja stóð yfir.Vísir/Vilhelm Að lokinni rannsókn Seðlabankans fór málið í hendur sérstaks saksóknara sem felldi það niður tvisvar sinnum. Ástæðan var sú að ekki væri refsiheimlid í reglugerð til að refsa fyrir meint brot. Seðlabankinn lagði þá fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt á Samherja sem var felld úr gildi með Hæstaréttardómi í nóvember fyrir tveimur árum. Már Guðmundsson, sem var Seðlabankastjóri á þeim tíma sem málið var til meðferðar hjá bankanum og dómstólum, sagði það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja. Um fjörutíu prósent til Jóns Óttars Skaðabótamálið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ári. Þá kom fram í máli Garðars G. Gíslasonar, lögmanns Samherja, að stærstur hluti kröfunnar væri tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna væru vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið varð fyrir. Meðal annars launakostnaðar. Þá hefði fyrrverandi fjármálastjóri fyrirtækisins orðið óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsóknina. Lögmaður Samherja vísar til þess að rannsóknin hafi staðið yfir í hátt í átta ár og því hafi kostnaðurinn safnast saman yfir þann tíma. Þá hafi rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Umfanginu hafi fylgt mikill kostnaður. Í frétt Kjarnans af aðalmeðferð málsins í morgun kemur fram að Arna McClure, yfirlögfræðingur Samherja, hafi staðfest að tæplega meirihluti skaðabótakröfu fyrirtækisins væri vegna vinnu Jóns Óttars. Í aðalhlutverki í deilunum við RÚV Jón Óttar sagði í dómsalnum í morgun að vinna hans hefði að miklu leyti farið fram erlendis og þá verið fjarri fjölskyldu sinni til lengri tíma. Hann hefði unnið með nokkrum íslenskum lögfræðistofum við rannsókn málsins. Jón Óttar sem viðmælandi í myndböndum Samherja sem birt hafa verið undanfarnar vikur. Jón Óttar hefur verið í aðalhlutverki hjá Samherja eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur í Ríkissjónvarpinu greindi var frá viðskiptahættum fyrirtækisins í Namibíu. Málið er til rannsóknar hjá yfirvöldum hérlendis sem í Namibíu. Í vörn sinni hefur Samherji unnið myndbönd þar sem efasemdafræjum hefur verið sáð varðandi umfjöllun Kveiks. Jón Óttar hefur verið viðmælandi í myndböndum fyrirtækisins. Þá hefur hann viðurkennt að hafa sent Helga Seljan, fréttamanni Kveiks, óeðlileg skilaboð í ágúst síðastliðnum. Í sálfræðimeðferð og á geðlyfjum Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði Seðlabankann hafa keyrt málið í gegnum fjölmiðla. Samherji hefði kostað öllu til að komast til botns í málinu og hvergi til sparað. Niðurstaða rannsóknar Samherja hefði verið sú að gjaldeyri hefði verið skilað af kostgæfni. Þegar Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Seðlabankans, fór að spyrja Þorstein frekar út í málið voru svör forstjórans í styttri kantinum. Þurfti Kjartan dómari nokkrum sinnum að biðja forstjórann um að svara spurningum eða þá neita því að svara þeim að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins. Þorsteinn Már, fyrir miðju, í dómsal í dag.Vísir/Egill Á vef Mbl er haft eftir Sigursteini Ingvarssyni, fyrrverandi fjármálastjóra Samherja, að hann hefði hætt hjá fyrirtækinu vegna málsins. Hann hefði verið kominn á slæman stað andlega vegna ásakana um fjármálamisferli og ákveðið að setja heilsuna í forgang. Hann væri í sálfræðimeðferð og tæki geðlyf. Aðspurður af Kjartani dómara hvort hann sjálfur hefði velt fyrir sér að höfða einkamál gegn Seðlabankanum svaraði hann því neitandi. Ásakanirnar óljósar Arna Bryndís Balvdins McClure, yfirlögfræðingur Samherja, sagðist í dómsal hafa verið falið það hlutverk að halda utan um ásakanir Seðlabankans um brot á gjaldeyrishöftum. Ásakanirnar hafi verið óljósar og fyrirtækið ekki geta gert annað en velt við öllum steinum í starfsemi félagsins víða um heim. Málið hefði strax ratað í fjölmiðla hér heima og utan landsteinanna. Málið hefði augljóslega verið mjög alvarlegt en fyrirtækið átt í erfiðleikum með að átta sig á því hverjar ásakanirnar væru í grunninn. Lögmenn í forgrunni og Þorsteinn Már í bakgrunni.Vísir/Egill „Það var farið í að afla upplýsinga frá Seðlabankanum hvort Samherji hefði verið að gera eitthvað rangt,“ hefur Mbl.is eftir Örnu úr dómsal. „Ef það hefði verið rétt átti að tryggja að það myndi ekki halda áfram. Talað var við starfsfólk og farið í gegnum ákvarðanatökur.“ Í framhaldinu hefði hún velt fyrir sér hvort Seðlabankinn gæti staðið undir þeim ásökunum sem bankinn héldi fram í garð Samherja. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp í málinu innan fjögurra vikna. Samherji og Seðlabankinn Dómsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Af þeim 306 milljónum króna sem Samherji krefst þess að Seðlabanki Íslands greiði fyrirtækinu í skaðabætur vegna kostnaðar sem féll til við rannsókns bankans á Samherja eru rúmlega 130 milljónir vegna launa til Jóns Óttars Ólafssonar. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði við aðalmeðferðina í morgun að málarekstur Seðlabankans hefði verið gjörsamlega galinn. Þurfti Kjartan Björgvinsson, dómari í málinu, að biðja Þorstein að róa sig þegar forstjórinn sat undir spurningum lögmanns Seðlabankans um starfsemi Samherja í Afríku. Þorsteinn sagði ásakanir Seðlabankans hljóða upp á 85 milljarða króna vanskil á gjaldeyri. Aðalmeðferð í málinu hófst í morgun og stendur fram eftir degi. Eftir hádegið mættust Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, og Þorsteinn Már í dómsal en óhætt er að segja að andað hafi köldu milli þeirra tveggja undanfarin ár vegna þessa máls og nú nýlega umfjöllunar Kveiks um viðskipti Samherja í Afríku. Málið fellt niður í tvígang Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en um er að ræða tvö mál. Annars vegar mál Samherja gegn bankanum þar sem að auki er krafist tíu milljóna í miskabætur og hins vegar einkamál Þorsteins Más sem krefst 6,5 milljóna króna í bætur. Samherja var ætlað að hafa brotið lög á meðan fjármagnshöft voru við lýði á árunum eftir hrunið haustið 2008. Var ráðist í húsleitir á skrifstofum Samherja bæði í Reykjavík og Akureyri í mars 2012 í tengslum við málið. Már Guðmundsson var Seðlabankastjóri þegar rannsókn á málum Samherja stóð yfir.Vísir/Vilhelm Að lokinni rannsókn Seðlabankans fór málið í hendur sérstaks saksóknara sem felldi það niður tvisvar sinnum. Ástæðan var sú að ekki væri refsiheimlid í reglugerð til að refsa fyrir meint brot. Seðlabankinn lagði þá fimmtán milljóna króna stjórnvaldssekt á Samherja sem var felld úr gildi með Hæstaréttardómi í nóvember fyrir tveimur árum. Már Guðmundsson, sem var Seðlabankastjóri á þeim tíma sem málið var til meðferðar hjá bankanum og dómstólum, sagði það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja. Um fjörutíu prósent til Jóns Óttars Skaðabótamálið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ári. Þá kom fram í máli Garðars G. Gíslasonar, lögmanns Samherja, að stærstur hluti kröfunnar væri tilkominn vegna kostnaðar við lögmenn og endurskoðendur, eða hátt í 247 milljónir króna. Um 59 milljónir króna væru vegna ýmiss kostnaðar sem fyrirtækið varð fyrir. Meðal annars launakostnaðar. Þá hefði fyrrverandi fjármálastjóri fyrirtækisins orðið óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsóknina. Lögmaður Samherja vísar til þess að rannsóknin hafi staðið yfir í hátt í átta ár og því hafi kostnaðurinn safnast saman yfir þann tíma. Þá hafi rannsóknin beinst að um þrjátíu fyrirtækjum í samstæðu Samherja. Umfanginu hafi fylgt mikill kostnaður. Í frétt Kjarnans af aðalmeðferð málsins í morgun kemur fram að Arna McClure, yfirlögfræðingur Samherja, hafi staðfest að tæplega meirihluti skaðabótakröfu fyrirtækisins væri vegna vinnu Jóns Óttars. Í aðalhlutverki í deilunum við RÚV Jón Óttar sagði í dómsalnum í morgun að vinna hans hefði að miklu leyti farið fram erlendis og þá verið fjarri fjölskyldu sinni til lengri tíma. Hann hefði unnið með nokkrum íslenskum lögfræðistofum við rannsókn málsins. Jón Óttar sem viðmælandi í myndböndum Samherja sem birt hafa verið undanfarnar vikur. Jón Óttar hefur verið í aðalhlutverki hjá Samherja eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur í Ríkissjónvarpinu greindi var frá viðskiptahættum fyrirtækisins í Namibíu. Málið er til rannsóknar hjá yfirvöldum hérlendis sem í Namibíu. Í vörn sinni hefur Samherji unnið myndbönd þar sem efasemdafræjum hefur verið sáð varðandi umfjöllun Kveiks. Jón Óttar hefur verið viðmælandi í myndböndum fyrirtækisins. Þá hefur hann viðurkennt að hafa sent Helga Seljan, fréttamanni Kveiks, óeðlileg skilaboð í ágúst síðastliðnum. Í sálfræðimeðferð og á geðlyfjum Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði Seðlabankann hafa keyrt málið í gegnum fjölmiðla. Samherji hefði kostað öllu til að komast til botns í málinu og hvergi til sparað. Niðurstaða rannsóknar Samherja hefði verið sú að gjaldeyri hefði verið skilað af kostgæfni. Þegar Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Seðlabankans, fór að spyrja Þorstein frekar út í málið voru svör forstjórans í styttri kantinum. Þurfti Kjartan dómari nokkrum sinnum að biðja forstjórann um að svara spurningum eða þá neita því að svara þeim að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins. Þorsteinn Már, fyrir miðju, í dómsal í dag.Vísir/Egill Á vef Mbl er haft eftir Sigursteini Ingvarssyni, fyrrverandi fjármálastjóra Samherja, að hann hefði hætt hjá fyrirtækinu vegna málsins. Hann hefði verið kominn á slæman stað andlega vegna ásakana um fjármálamisferli og ákveðið að setja heilsuna í forgang. Hann væri í sálfræðimeðferð og tæki geðlyf. Aðspurður af Kjartani dómara hvort hann sjálfur hefði velt fyrir sér að höfða einkamál gegn Seðlabankanum svaraði hann því neitandi. Ásakanirnar óljósar Arna Bryndís Balvdins McClure, yfirlögfræðingur Samherja, sagðist í dómsal hafa verið falið það hlutverk að halda utan um ásakanir Seðlabankans um brot á gjaldeyrishöftum. Ásakanirnar hafi verið óljósar og fyrirtækið ekki geta gert annað en velt við öllum steinum í starfsemi félagsins víða um heim. Málið hefði strax ratað í fjölmiðla hér heima og utan landsteinanna. Málið hefði augljóslega verið mjög alvarlegt en fyrirtækið átt í erfiðleikum með að átta sig á því hverjar ásakanirnar væru í grunninn. Lögmenn í forgrunni og Þorsteinn Már í bakgrunni.Vísir/Egill „Það var farið í að afla upplýsinga frá Seðlabankanum hvort Samherji hefði verið að gera eitthvað rangt,“ hefur Mbl.is eftir Örnu úr dómsal. „Ef það hefði verið rétt átti að tryggja að það myndi ekki halda áfram. Talað var við starfsfólk og farið í gegnum ákvarðanatökur.“ Í framhaldinu hefði hún velt fyrir sér hvort Seðlabankinn gæti staðið undir þeim ásökunum sem bankinn héldi fram í garð Samherja. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp í málinu innan fjögurra vikna.
Samherji og Seðlabankinn Dómsmál Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira