Annar stór eldsvoði blossar upp á höfninni í Beirút Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2020 12:27 Ríkisfréttastofa Líbanons segir að eldurinn hafi kviknað í rústum vöruhúss þar sem dekk voru geymd. AP/Hussein Malla Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. AP-fréttastofan segir að upptök eldsins nú séu ekki ljós. Svartan reyk leggi frá geymslunni og logar gangi upp úr jörðinni. Slökkviliðsstarfs stendur enn yfir og hafa herþylur meðal annars verið notaðar til þess. Óttaslegnir borgarbúar eru sagðir hafa opnað glugga og hrópað viðvörunarorð um að annar eldur væri kviknaður á höfninni. Starfsmenn fyrirtækja í grenndinni hafa verið beðnir um að yfirgefa svæðið og hermenn vísa umferð frá því. George Kettaneh, yfirmaður Rauða krossins í Líbanon, segir að ekki sé talin hætta á annarri sprengingu vegna eldsins og enginn sé slasaður. Einhverjir hafi fundið fyrir mæði vegna reyksins, segir hann við Reuters-fréttastofuna. Fleiri en 190 manns fórust og um 6.500 manns slösuðust í sprengingunni 4. ágúst. Þá skemmdust þúsundir bygginga. Sprengingin varð eftir að eldur komst í mikið magn ammóníumnítrats, sprengifims efnis, sem hafði verið geymt á höfninni við óviðunandi aðstæður um árabil þrátt fyrir viðvaranir embættismanna. Sprenging í Beirút Líbanon Tengdar fréttir Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Tvö hundruð talin af eftir sprenginguna Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. 10. ágúst 2020 10:54 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hlýnandi veður Veður Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Eldur logar nú í olíu- og dekkjageymslu á hafnarsvæðinu í Beirút, aðeins mánuði eftir að gríðarlega öflug sprenging þar olli mannskaða og eignartjóni. Engar fréttir hafa borist af mannskaða nú en eldurinn er sagður hafa slegið borgarbúa óhug. AP-fréttastofan segir að upptök eldsins nú séu ekki ljós. Svartan reyk leggi frá geymslunni og logar gangi upp úr jörðinni. Slökkviliðsstarfs stendur enn yfir og hafa herþylur meðal annars verið notaðar til þess. Óttaslegnir borgarbúar eru sagðir hafa opnað glugga og hrópað viðvörunarorð um að annar eldur væri kviknaður á höfninni. Starfsmenn fyrirtækja í grenndinni hafa verið beðnir um að yfirgefa svæðið og hermenn vísa umferð frá því. George Kettaneh, yfirmaður Rauða krossins í Líbanon, segir að ekki sé talin hætta á annarri sprengingu vegna eldsins og enginn sé slasaður. Einhverjir hafi fundið fyrir mæði vegna reyksins, segir hann við Reuters-fréttastofuna. Fleiri en 190 manns fórust og um 6.500 manns slösuðust í sprengingunni 4. ágúst. Þá skemmdust þúsundir bygginga. Sprengingin varð eftir að eldur komst í mikið magn ammóníumnítrats, sprengifims efnis, sem hafði verið geymt á höfninni við óviðunandi aðstæður um árabil þrátt fyrir viðvaranir embættismanna.
Sprenging í Beirút Líbanon Tengdar fréttir Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Tvö hundruð talin af eftir sprenginguna Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. 10. ágúst 2020 10:54 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hlýnandi veður Veður Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51
Tvö hundruð talin af eftir sprenginguna Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. 10. ágúst 2020 10:54