Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2020 14:45 Ekki sást til sólar í gegnum appelsínugulan himininn yfir Gullríkisbrúnni við San Francisco í gærmorgun. Myndin var tekin klukkan 9:47 um morgun að staðartíma. AP/Eric Risberg Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. Eldarnir í Kaliforníu í ár eru þeir mestu sem sögur fara af en þeir kviknuðu í methita, þurrki og hvassviðri. AP-fréttastofan segir að á þriðja tug gróðurelda brenni nú í ríkinu, þar á meðal þrír af þeim fimm stærstu í sögu þess. Frá miðjum ágúst hafa ellefu manns farist í eldunum í Kaliforníu og um 3.600 byggingar orðið honum að bráð. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna eldanna. Yfirvöld í norðanverðri Kaliforníu segja að þrír hafi farist í Bear-eldinum svonefnda þar í gær. Einn þeirra látnu fannst í bíl og virðist hafa reynt að flýja undan eldinum. Eldurinn stefnir nú suðvestur í átt að Butte-sýslu, þar á meðal bænum Paradís sem eyðilagðist nánast algerlega í gróðureldum árið 2018 og 85 manns fórust. Í Washington-ríki norðar á vesturströnd Bandaríkjanna hefur stærra landsvæði brunnið á einum degi en slökkviliðsmenn þar sjá venjulega á heilu ári. Íbúar í Oregon og Idaho hafa einnig þurft að flýja heimili sín. Fólk lét ekki dumbunginn vegna gróðureldanna kom í veg fyrir að það sæti úti á Alamo-torgi í San Francisco í gær.Vísir/EPA Sögulega hröð útbreiðsla Eldurinn breiðir úr sér á ógnarhraða í skraufþurru gróðurlendi. Daniel Swain, loftslagsvísindamaður við Kaliforníuháskóla, segir við AP-fréttastofuna að varlega áætlað hafi meira en þúsund ferkílómetrar lands brunnið á einum sólarhring. „Ótrúlegur hraði útbreiðslunnar sem við sjáum í þessum eldum er sögulega fordæmalaus,“ tísti Swain. Reykurinn yfir stórum hluta Kaliforníu var svo þykkur í gær að appelsínugul slikja vofði yfir himninum sem sólin náði aðeins af veikum mætti í gegnum. Ökumenn í San Francisco og víðar hafa þurft að kveikja á þokuljósum til að sjá fram fyrir sig í mistrinu. Los Angeles Times segir að loftgæði í ríkinu hafi verið sjaldan verið eins slæm. Í Yosemite-dalnum, einum vinsælasta þjóðgarði ríkisins, mældist svifryksmengun sexfalt verri en í Los Angeles. „Um helmingur íbúa ríkisins hafa orðið fyrir áhrifum af magni reyks frá gróðureldunum sem fer yfir loftgæðaviðmið,“ segir Melanie Turner, talskona Loftgæðastofnunar Kaliforníu, við blaðið. Sums staðar í sunnanverðri Kaliforníu féll sót af himni eins og snjór. Gefnar voru út viðvaranir vegna loftgæða í Los Angeles-, San Bernardino-, Riverside- og Orange-sýslum. Reykurinn er svo þykkur að dregið hefur hita miðað við veðurspár í kringum San Francisco. Það hefur hjálpað til við að halda reyknum ofar í loftinu og forðað fólki frá enn verri loftmengun. Logar frá Bear-eldinum við Oroville í Kaliforníu. Þrír fundust látnir eftir eldinn í norðanverðu ríkinu í gær.AP/Noah Berger Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. Eldarnir í Kaliforníu í ár eru þeir mestu sem sögur fara af en þeir kviknuðu í methita, þurrki og hvassviðri. AP-fréttastofan segir að á þriðja tug gróðurelda brenni nú í ríkinu, þar á meðal þrír af þeim fimm stærstu í sögu þess. Frá miðjum ágúst hafa ellefu manns farist í eldunum í Kaliforníu og um 3.600 byggingar orðið honum að bráð. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna eldanna. Yfirvöld í norðanverðri Kaliforníu segja að þrír hafi farist í Bear-eldinum svonefnda þar í gær. Einn þeirra látnu fannst í bíl og virðist hafa reynt að flýja undan eldinum. Eldurinn stefnir nú suðvestur í átt að Butte-sýslu, þar á meðal bænum Paradís sem eyðilagðist nánast algerlega í gróðureldum árið 2018 og 85 manns fórust. Í Washington-ríki norðar á vesturströnd Bandaríkjanna hefur stærra landsvæði brunnið á einum degi en slökkviliðsmenn þar sjá venjulega á heilu ári. Íbúar í Oregon og Idaho hafa einnig þurft að flýja heimili sín. Fólk lét ekki dumbunginn vegna gróðureldanna kom í veg fyrir að það sæti úti á Alamo-torgi í San Francisco í gær.Vísir/EPA Sögulega hröð útbreiðsla Eldurinn breiðir úr sér á ógnarhraða í skraufþurru gróðurlendi. Daniel Swain, loftslagsvísindamaður við Kaliforníuháskóla, segir við AP-fréttastofuna að varlega áætlað hafi meira en þúsund ferkílómetrar lands brunnið á einum sólarhring. „Ótrúlegur hraði útbreiðslunnar sem við sjáum í þessum eldum er sögulega fordæmalaus,“ tísti Swain. Reykurinn yfir stórum hluta Kaliforníu var svo þykkur í gær að appelsínugul slikja vofði yfir himninum sem sólin náði aðeins af veikum mætti í gegnum. Ökumenn í San Francisco og víðar hafa þurft að kveikja á þokuljósum til að sjá fram fyrir sig í mistrinu. Los Angeles Times segir að loftgæði í ríkinu hafi verið sjaldan verið eins slæm. Í Yosemite-dalnum, einum vinsælasta þjóðgarði ríkisins, mældist svifryksmengun sexfalt verri en í Los Angeles. „Um helmingur íbúa ríkisins hafa orðið fyrir áhrifum af magni reyks frá gróðureldunum sem fer yfir loftgæðaviðmið,“ segir Melanie Turner, talskona Loftgæðastofnunar Kaliforníu, við blaðið. Sums staðar í sunnanverðri Kaliforníu féll sót af himni eins og snjór. Gefnar voru út viðvaranir vegna loftgæða í Los Angeles-, San Bernardino-, Riverside- og Orange-sýslum. Reykurinn er svo þykkur að dregið hefur hita miðað við veðurspár í kringum San Francisco. Það hefur hjálpað til við að halda reyknum ofar í loftinu og forðað fólki frá enn verri loftmengun. Logar frá Bear-eldinum við Oroville í Kaliforníu. Þrír fundust látnir eftir eldinn í norðanverðu ríkinu í gær.AP/Noah Berger
Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51
Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00