Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Karl Lúðvíksson skrifar 10. september 2020 14:58 Mynd: Árni Baldursson FB Það er alveg dæmigert fyrir Stóru Laxá að um leið og það fer að rigna hressilega á haustin þá fer takan í gang. Þetta er ekki bara hækkandi vatn sem skilar aukinni veiði heldur einnig virðist laxinn, eða í það minnsta hluti af stofninum í ánni, haga sér þannig að hann bíður átekta við Iðu þangað til vatnið í Stóru Laxá verður dæmigert hátt haustvatn og þá fer hann að ganga í ánna. Laxinn er auðvitað löngu kominn í haustbúning á þessum tíma svo að kalla hann nýgenginn er auðvitað ekki alveg rétt en hann er í það minnsta nýgenginn í Stóru. Það hefur verið gott skot í ánni síðasta sólarhring og þeir sem fylgjast með stórveiðimanninum Árna Baldurssyni hjá Lax-Á hafa fagnað hverjum laxi sem hefur verið póstað á Facebook hjá honum og Tómasi Lorange sem er við veiðar þar líka. Þessi flotti hængur sem sést á myndinni var einmitt tekinn í Stóru Laxá áðan og það var Tómas sem veiddi hann í Kálfhagahyl. Haustskotin sem áinn er fræg fyrir eru kannski loksins að detta inn núna, aðeins á eftir áætlun en við fögnum því bara samt fyrir þeirra hönd sem eiga daga þarna á næstunni. Stangveiði Mest lesið Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði
Það er alveg dæmigert fyrir Stóru Laxá að um leið og það fer að rigna hressilega á haustin þá fer takan í gang. Þetta er ekki bara hækkandi vatn sem skilar aukinni veiði heldur einnig virðist laxinn, eða í það minnsta hluti af stofninum í ánni, haga sér þannig að hann bíður átekta við Iðu þangað til vatnið í Stóru Laxá verður dæmigert hátt haustvatn og þá fer hann að ganga í ánna. Laxinn er auðvitað löngu kominn í haustbúning á þessum tíma svo að kalla hann nýgenginn er auðvitað ekki alveg rétt en hann er í það minnsta nýgenginn í Stóru. Það hefur verið gott skot í ánni síðasta sólarhring og þeir sem fylgjast með stórveiðimanninum Árna Baldurssyni hjá Lax-Á hafa fagnað hverjum laxi sem hefur verið póstað á Facebook hjá honum og Tómasi Lorange sem er við veiðar þar líka. Þessi flotti hængur sem sést á myndinni var einmitt tekinn í Stóru Laxá áðan og það var Tómas sem veiddi hann í Kálfhagahyl. Haustskotin sem áinn er fræg fyrir eru kannski loksins að detta inn núna, aðeins á eftir áætlun en við fögnum því bara samt fyrir þeirra hönd sem eiga daga þarna á næstunni.
Stangveiði Mest lesið Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.470 laxa vika í Eystri Rangá Veiði