„Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2020 21:00 Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna og einna mest í Wasington og Kaliforníu. Formaður Íslendingafélagsins í Norður-Kaliforníu er búsett í Oakland sem er við austurstönd San -Francisco flóa. Hún segir loftmengun á svæðinu hafa verið gríðarleg síðustu daga. Ragna Árný Lárusdóttir formaður Íslendingafélagsins í Norður-KaliforníuVísir „Það eru eldar sem umkringja allt flóa svæðið þannig að það kemur reykur alls staðar frá. Þá er búið að setjast óvenju mikið að ryki því það er nánast enginn vindur á svæðinu. Loftgæðin eru því alveg hræðileg og síðustu daga hefur fólk verið beðið að halda sig inni. Það eru ekki bara skógar-og gróður sem brenna hér allt í kring heldur líka húsnæði verksmiðjur, bílar þannig að það eru alls konar eiturefni sem blandast inní þetta,“ segir Ragna. Ragna segir ástandið óvenju slæmt núna en síðustu ár hafa skógareldar geysað á hverju hausti. „Skógareldarnir hafa venjulega byrjað seinna. Það sem er hræðilegt núna er að ef það fer ekki að rigna geta komið fleiri eldar allt fram í nóvember. Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand,“ segir Ragna. Hún segir að þetta leggist ofan á fleiri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. Nú er fjöldi fólks sem þarf að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og hafast við í skemmum. Þar er ekki hægt að viðhafa tveggja metra reglu eða passa uppá sóttvarnir eins og þarf í þessum faraldri,“ segir Ragna. Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að sex manns hafi látist og tuga sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar, fjöldi heimila hefur brunnið til grunna en allt að 40 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín, hálf milljón manns eru í viðbragðsstöðu og 2.5 milljón hektarar lands hafa brunnið. Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna og einna mest í Wasington og Kaliforníu. Formaður Íslendingafélagsins í Norður-Kaliforníu er búsett í Oakland sem er við austurstönd San -Francisco flóa. Hún segir loftmengun á svæðinu hafa verið gríðarleg síðustu daga. Ragna Árný Lárusdóttir formaður Íslendingafélagsins í Norður-KaliforníuVísir „Það eru eldar sem umkringja allt flóa svæðið þannig að það kemur reykur alls staðar frá. Þá er búið að setjast óvenju mikið að ryki því það er nánast enginn vindur á svæðinu. Loftgæðin eru því alveg hræðileg og síðustu daga hefur fólk verið beðið að halda sig inni. Það eru ekki bara skógar-og gróður sem brenna hér allt í kring heldur líka húsnæði verksmiðjur, bílar þannig að það eru alls konar eiturefni sem blandast inní þetta,“ segir Ragna. Ragna segir ástandið óvenju slæmt núna en síðustu ár hafa skógareldar geysað á hverju hausti. „Skógareldarnir hafa venjulega byrjað seinna. Það sem er hræðilegt núna er að ef það fer ekki að rigna geta komið fleiri eldar allt fram í nóvember. Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand,“ segir Ragna. Hún segir að þetta leggist ofan á fleiri áföll eins og kórónuveirufaraldurinn. Nú er fjöldi fólks sem þarf að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og hafast við í skemmum. Þar er ekki hægt að viðhafa tveggja metra reglu eða passa uppá sóttvarnir eins og þarf í þessum faraldri,“ segir Ragna. Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að sex manns hafi látist og tuga sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar, fjöldi heimila hefur brunnið til grunna en allt að 40 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín, hálf milljón manns eru í viðbragðsstöðu og 2.5 milljón hektarar lands hafa brunnið.
Gróðureldar í Kaliforníu Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira