Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 22:47 Veggspjöldum á borð við þetta þar sem kallað er eftir því að lögreglumennirnir verðir sóttir til saka hefur verið komið upp víða í Louisville. Getty/Jon Cherry Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara (1,6 milljarðar króna á gengi dagsins í dag) í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. Sáttin felur einnig í sér að umbætur verða gerðar á starfsemi lögreglunnar í borginni. Breonna, sem var svört, var 26 ára gömul þegar lögreglan í Lousville ruddist inn á heimili hennar og kærasta hennar í mars síðastliðnum og skaut hana að minnsta kosti fimm sinnum með þeim afleiðingum að hún lést. Lögreglan hafði fengið ábendingar um að fíkniefni væri að finna í íbúðinni en engin fíkniefni fundust á staðnum. Nafni Breonnu hefur verið haldið á lofti síðustu mánuði í fjölmennum mótmælum víðs vegar um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mótmælt. Lonita Baker, lögmaður fjölskyldu Breonnu, segir að greiðslan til fjölskyldunnar og þær umbætur sem fyrirhugaðar séu hjá lögreglunni í tengslum við sáttina séu aðeins fyrsta skrefið í því að ná fram réttlæti í málinu. Fjölskyldan vilji til að mynda að lögreglumennirnir sem bera ábyrgð á dauða Breonnu verði handteknir. Móðir Breonnu, Tamika Palmer, kallaði eftir því í stuttri yfirlýsingu í dag að lögreglumennirnir yrðu sóttir til saka. Þá hvatti hún almenning til þess að halda áfram að hrópa nafn Breonnu í baráttunni fyrir umbótum hjá lögreglunni í Bandaríkjunum. Black Lives Matter Bandaríkin Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara (1,6 milljarðar króna á gengi dagsins í dag) í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. Sáttin felur einnig í sér að umbætur verða gerðar á starfsemi lögreglunnar í borginni. Breonna, sem var svört, var 26 ára gömul þegar lögreglan í Lousville ruddist inn á heimili hennar og kærasta hennar í mars síðastliðnum og skaut hana að minnsta kosti fimm sinnum með þeim afleiðingum að hún lést. Lögreglan hafði fengið ábendingar um að fíkniefni væri að finna í íbúðinni en engin fíkniefni fundust á staðnum. Nafni Breonnu hefur verið haldið á lofti síðustu mánuði í fjölmennum mótmælum víðs vegar um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mótmælt. Lonita Baker, lögmaður fjölskyldu Breonnu, segir að greiðslan til fjölskyldunnar og þær umbætur sem fyrirhugaðar séu hjá lögreglunni í tengslum við sáttina séu aðeins fyrsta skrefið í því að ná fram réttlæti í málinu. Fjölskyldan vilji til að mynda að lögreglumennirnir sem bera ábyrgð á dauða Breonnu verði handteknir. Móðir Breonnu, Tamika Palmer, kallaði eftir því í stuttri yfirlýsingu í dag að lögreglumennirnir yrðu sóttir til saka. Þá hvatti hún almenning til þess að halda áfram að hrópa nafn Breonnu í baráttunni fyrir umbótum hjá lögreglunni í Bandaríkjunum.
Black Lives Matter Bandaríkin Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira