Sá fyrsti í 64 ár en var svo sendur snemma í sturtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 15:30 Vitorino Hilton er fyrirliði Montpellier liðsins en hann er nýbúinn að halda upp á 43 ára afmælið sitt. Getty/Tim Clayton Brasilíumaðurinn Hilton kom til Evrópu til að spila fótbolta árið 2002 og hann er enn að. Hilton náði sögulegum áfanga í gær en kvöldið endaði þó ekki vel hjá honum. Hilton varð í gær fyrsti leikmaðurinn síðan 1956 til að spila í frönsku deildinni eftir 43 ára afmælisdaginn sinn. Hilton hélt upp á 43 ára afmælið sitt á sunnudaginn og spilaði síðan með Montpellier í gærkvöldi. Montpellier captain Hilton became the first player over the age of 43 to play in Ligue 1 for 64 years.He ended up getting sent off https://t.co/u3XFzS68lr pic.twitter.com/0q8I6Jwzir— BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2020 Það hafði ekki gerst síðan í júní 1956 að svo gamall leikmaður spilaði í deildinni en þá lék hinn 44 ára gamli Roger Courtois með liði Troyes. Hilton er fæddur 13. september 1977 og spilar sem miðvörður. Vitorino Hilton da Silva gengur vanalega bara undir nafninu Hilton en hann fyrirliði Montpellier liðsins og hefur verið hjá félaginu síðan 2011. Hilton kom fryst til Evrópu árið 2002 þegar hann samdi vð svissneska félagið Servette. Hann kom fyrst til Frakklands á láni en gekk svo til liðs við Lens árið 2004. At the age of 43, Hilton has become the oldest player to feature in Europe's top five leagues since 2008 after featuring in Montpellier's win against Lyon He marked the occasion with a red card pic.twitter.com/wdpgpnhZc5— Goal (@goal) September 16, 2020 Hilton varð elsti markaskorari frönsku deildarinnar þegar hann skoraði sitt síðasta mark árið 2017, þá 39 ára gamall. Hann hefur síðan misst það met til Benjamin Nivet en mun eignast það aftur um leið og hann skorar í deildinni. Hilton hefur skorað 20 mörk í 485 leikjum í frönsku deildinni en hefur ekki verið á skotskónum síðan í leik á móti Mónakó 7. febrúar 2017. Þessi sögulegi leikur fyrir Hilton í gær endaði þó ekki vel. Montpellier's 43-year-old captain receives a belated birthday card... a red one https://t.co/yuXsHJ70OJ— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) September 16, 2020 Hilton fékk rauða spjaldið fyrir sitt annað gula spjald en hann fékk um leið dæmt á sig víti. Memphis Depay skoraði fyrir Lyon úr vítinu. Tvö mörk frá Teji Savanier tryggðu Montpellier aftur á móti 2-1 sigur. Lyon-liðið, sem komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á dögunum, hefði komist í toppsæti deildarinnar með sigri. Lyon missti líka mann af velli á undan Montpellier því Houssem Aouar fékk beint rautt spjald fyrir brot á Arnaud Souquet. Það hefur verið mikið um rauð spjöld í upphafi tímabilsins í Frakklandi en alls hafa farið á loft 20 rauð spjöld í 28 leikjum. 43 - Hilton is the first player aged at least 43 years old to play In Ligue 1 since Roger Courtois (Troyes) in June 1956 (44 years old).In the Top 5 European leagues since Marco Ballotta (Lazio) in 2008 (44 years old).Veteran. #MHSCOL pic.twitter.com/ECkTFYinKP— OptaJean (@OptaJean) September 15, 2020 Franski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Brasilíumaðurinn Hilton kom til Evrópu til að spila fótbolta árið 2002 og hann er enn að. Hilton náði sögulegum áfanga í gær en kvöldið endaði þó ekki vel hjá honum. Hilton varð í gær fyrsti leikmaðurinn síðan 1956 til að spila í frönsku deildinni eftir 43 ára afmælisdaginn sinn. Hilton hélt upp á 43 ára afmælið sitt á sunnudaginn og spilaði síðan með Montpellier í gærkvöldi. Montpellier captain Hilton became the first player over the age of 43 to play in Ligue 1 for 64 years.He ended up getting sent off https://t.co/u3XFzS68lr pic.twitter.com/0q8I6Jwzir— BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2020 Það hafði ekki gerst síðan í júní 1956 að svo gamall leikmaður spilaði í deildinni en þá lék hinn 44 ára gamli Roger Courtois með liði Troyes. Hilton er fæddur 13. september 1977 og spilar sem miðvörður. Vitorino Hilton da Silva gengur vanalega bara undir nafninu Hilton en hann fyrirliði Montpellier liðsins og hefur verið hjá félaginu síðan 2011. Hilton kom fryst til Evrópu árið 2002 þegar hann samdi vð svissneska félagið Servette. Hann kom fyrst til Frakklands á láni en gekk svo til liðs við Lens árið 2004. At the age of 43, Hilton has become the oldest player to feature in Europe's top five leagues since 2008 after featuring in Montpellier's win against Lyon He marked the occasion with a red card pic.twitter.com/wdpgpnhZc5— Goal (@goal) September 16, 2020 Hilton varð elsti markaskorari frönsku deildarinnar þegar hann skoraði sitt síðasta mark árið 2017, þá 39 ára gamall. Hann hefur síðan misst það met til Benjamin Nivet en mun eignast það aftur um leið og hann skorar í deildinni. Hilton hefur skorað 20 mörk í 485 leikjum í frönsku deildinni en hefur ekki verið á skotskónum síðan í leik á móti Mónakó 7. febrúar 2017. Þessi sögulegi leikur fyrir Hilton í gær endaði þó ekki vel. Montpellier's 43-year-old captain receives a belated birthday card... a red one https://t.co/yuXsHJ70OJ— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) September 16, 2020 Hilton fékk rauða spjaldið fyrir sitt annað gula spjald en hann fékk um leið dæmt á sig víti. Memphis Depay skoraði fyrir Lyon úr vítinu. Tvö mörk frá Teji Savanier tryggðu Montpellier aftur á móti 2-1 sigur. Lyon-liðið, sem komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á dögunum, hefði komist í toppsæti deildarinnar með sigri. Lyon missti líka mann af velli á undan Montpellier því Houssem Aouar fékk beint rautt spjald fyrir brot á Arnaud Souquet. Það hefur verið mikið um rauð spjöld í upphafi tímabilsins í Frakklandi en alls hafa farið á loft 20 rauð spjöld í 28 leikjum. 43 - Hilton is the first player aged at least 43 years old to play In Ligue 1 since Roger Courtois (Troyes) in June 1956 (44 years old).In the Top 5 European leagues since Marco Ballotta (Lazio) in 2008 (44 years old).Veteran. #MHSCOL pic.twitter.com/ECkTFYinKP— OptaJean (@OptaJean) September 15, 2020
Franski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira