Boðar hertar aðgerðir á vínveitingastöðum borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 14:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun nýsmitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga kalli á staðbundnar og markvissar aðgerðir, einkum á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. Eitt af því sem er til skoðunar er að loka öllum vínveitingastöðum um næstu helgi. Það væri þó aðgerð í harðara lagi. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur sagðist ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega til um það nú hvaða aðgerðir hann hyggist leggja til við heilbrigðisráðherra. Hann muni þó leggja tillögurnar fram í dag eða á morgun. Þórólfur boðar ekki tillögur um almennt hertar aðgerðir fyrir landið allt á þessari stundu. Þá sagði Þórólfur að skerpa þurfi verulega á þeim aðgerðum sem eru í gangi og þá einkum á fjölförnum stöðum eins og vinnustöðum og skólum. Hann muni gera tillögu um það í minnisblaðinu. Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna innanlands. Þar af voru einungis ellefu í sóttkví við greiningu. Allir nema einn voru á höfuðborgarsvæðinu og meðalaldur smitaðra er 39 ár. Um þriðjungur tengist vínveitingastað, eða jafnvel vínveitingastöðum, í miðbænum. Aðrir tengjast öðrum stöðum, þar á meðal Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Ekki eru þó óyggjandi merki um að smit hafi orðið innan stofnananna, að sögn Þórólfs. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tólf af nítján smituðum voru utan sóttkvíar Nítján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tólf þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 17. september 2020 11:04 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fjölgun nýsmitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga kalli á staðbundnar og markvissar aðgerðir, einkum á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Heimsóknir á slíka staði eigi stóran þátt í þeirri bylgju sem nú virðist vera að ganga yfir. Eitt af því sem er til skoðunar er að loka öllum vínveitingastöðum um næstu helgi. Það væri þó aðgerð í harðara lagi. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur sagðist ekki tilbúinn til að segja nákvæmlega til um það nú hvaða aðgerðir hann hyggist leggja til við heilbrigðisráðherra. Hann muni þó leggja tillögurnar fram í dag eða á morgun. Þórólfur boðar ekki tillögur um almennt hertar aðgerðir fyrir landið allt á þessari stundu. Þá sagði Þórólfur að skerpa þurfi verulega á þeim aðgerðum sem eru í gangi og þá einkum á fjölförnum stöðum eins og vinnustöðum og skólum. Hann muni gera tillögu um það í minnisblaðinu. Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna innanlands. Þar af voru einungis ellefu í sóttkví við greiningu. Allir nema einn voru á höfuðborgarsvæðinu og meðalaldur smitaðra er 39 ár. Um þriðjungur tengist vínveitingastað, eða jafnvel vínveitingastöðum, í miðbænum. Aðrir tengjast öðrum stöðum, þar á meðal Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Ekki eru þó óyggjandi merki um að smit hafi orðið innan stofnananna, að sögn Þórólfs.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tólf af nítján smituðum voru utan sóttkvíar Nítján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tólf þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 17. september 2020 11:04 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Tólf af nítján smituðum voru utan sóttkvíar Nítján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tólf þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 17. september 2020 11:04
Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52
Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. 17. september 2020 14:07