Heimsleikarnir byrja á afmælisdegi íslensku CrossFit drottningarinnar: Vill að fólk hafi hátt heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur keppt á tíu heimsleikum og þetta verða aðeins aðrir heimsleikarnir sem hún missir af frá árinu 2009. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Fjórtándu heimsleikarnir í CrossFit hefjast í dag föstudaginn 18. september. Í dag heldur einnig ein öflugasta CrossFit kona sögunnar upp á afmælið sitt. Hún vill að fólk láti heyra í sér heima. Anníe Mist Þórisdóttir fæddist 18. september 1989 og heldur því upp á 31 árs afmælið sitt í dag. Anníe Mist var búin að vinna sér inn þátttökurétt á heimsleikunum sem áttu fyrst að fara fram í ágúst en fljótlega komu fréttir af því að hún yrði ekki með. Kórónuveiran sá síðan til þess að leikarnir voru færðir aftur um tvígang og enda nú að fara fram meira en mánuði eftir af upphaflega var áætlar. Heimsleikarnir verða líka tvískiptir með sérstökum fimm manna ofurúrslitum í október. Það var gleðileg ástæða fyrir því að íslenska afrekskonan var ekki með að þessu sinni þar sem Anníe Mist fór í barnsburðarleyfi og eignaðist síðan dóttur sína Freyju Mist 10. ágúst síðastliðinn. „Trúi því ekki að það sé loksins komið að heimsleikahelginni. Heimsleikarnir verða öðruvísi í ár en eitt breytist þó ekki. Þetta verður alvöru próf til að finna út hver séu þau hraustustu í heimi,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. View this post on Instagram Can t believe the Games weekend is finally here!! The Games will be very different this year, but one thing remains the same - it will be an elite test of fitness to find the fittest on earth !! Remember everyone out there - your encouragement means the world to us even though your not right there with us this time! So let s be LOUD!! 3-2-1 GO! @crossfitgames @reebok @roguefitness @foodspring_athletics @rpstrength @nuunhydration @pnoe_analytics A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 17, 2020 at 11:41am PDT Anníe Mist vill að fólk láti heyra í sér heima og sendi þar með jákvæða strauma til íþróttafólksins. „Munið það allir sem eru þarna úti. Ykkar stuðningur og hvatning skiptir okkur öllu máli og líka þótt þið séuð ekki með okkur í ár. Hafið því hátt. 3-2-1 og af stað,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist Þórisdóttir hefur samt komið að þessum heimsleikum því hún fékk sæti í fjögurra manna íþróttamannaráði sem hjálpaði til við ákvörðunartöku í kringum þessa óvenjulegu heimsleika í ár. Anníe Mist Þórisdóttir keppti á sínum tíundu heimsleikum í fyrra þegar hún varð í tólfta sæti. Heimsleikarnir í ár verða aðeins aðrir leikarnir frá og með árinu 2009 þar sem Anníe Mist verður ekki að keppa um heimsmeistaratitilinn. Anníe Mist missti einnig af leikunum árið 2013 eftir að hafa meiðst á baki. Hún kom aftur og náði silfrinu ári eftir. Anníe Mist Þórisdóttir varð heimsmeistari í CrossFit 2011 og 2012, hún varð í öðru sæti 2010 og 2014 og komst síðan í fimmta sinn á verðlaunapallinn árið 2017 þegar hún náði þriðja sætinu. Keppni á heimsleikunum er hafin en enginn mun vita neitt um framgöngu keppenda fyrr en í kvöld þegar CrossFit samtökin hefja útsendingu sína þar sem verður búið að taka saman æfingar allra keppenda sem eru víðs vegar um heiminn. View this post on Instagram 1 MONTH ! Freyja is growing and now she s just over 5kg/11lbs Happy, Healthy, Beautiful little girl which I am so grateful for Second picture is 1 month postpartum - progress is slow but moving the right direction and body is feeling stronger every day Training update - yesterday was the first day getting my Hr up to 80% in what feels like forever- it felt incredible!! #grateful #enjoythejourney A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 13, 2020 at 10:55am PDT CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Fjórtándu heimsleikarnir í CrossFit hefjast í dag föstudaginn 18. september. Í dag heldur einnig ein öflugasta CrossFit kona sögunnar upp á afmælið sitt. Hún vill að fólk láti heyra í sér heima. Anníe Mist Þórisdóttir fæddist 18. september 1989 og heldur því upp á 31 árs afmælið sitt í dag. Anníe Mist var búin að vinna sér inn þátttökurétt á heimsleikunum sem áttu fyrst að fara fram í ágúst en fljótlega komu fréttir af því að hún yrði ekki með. Kórónuveiran sá síðan til þess að leikarnir voru færðir aftur um tvígang og enda nú að fara fram meira en mánuði eftir af upphaflega var áætlar. Heimsleikarnir verða líka tvískiptir með sérstökum fimm manna ofurúrslitum í október. Það var gleðileg ástæða fyrir því að íslenska afrekskonan var ekki með að þessu sinni þar sem Anníe Mist fór í barnsburðarleyfi og eignaðist síðan dóttur sína Freyju Mist 10. ágúst síðastliðinn. „Trúi því ekki að það sé loksins komið að heimsleikahelginni. Heimsleikarnir verða öðruvísi í ár en eitt breytist þó ekki. Þetta verður alvöru próf til að finna út hver séu þau hraustustu í heimi,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. View this post on Instagram Can t believe the Games weekend is finally here!! The Games will be very different this year, but one thing remains the same - it will be an elite test of fitness to find the fittest on earth !! Remember everyone out there - your encouragement means the world to us even though your not right there with us this time! So let s be LOUD!! 3-2-1 GO! @crossfitgames @reebok @roguefitness @foodspring_athletics @rpstrength @nuunhydration @pnoe_analytics A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 17, 2020 at 11:41am PDT Anníe Mist vill að fólk láti heyra í sér heima og sendi þar með jákvæða strauma til íþróttafólksins. „Munið það allir sem eru þarna úti. Ykkar stuðningur og hvatning skiptir okkur öllu máli og líka þótt þið séuð ekki með okkur í ár. Hafið því hátt. 3-2-1 og af stað,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist Þórisdóttir hefur samt komið að þessum heimsleikum því hún fékk sæti í fjögurra manna íþróttamannaráði sem hjálpaði til við ákvörðunartöku í kringum þessa óvenjulegu heimsleika í ár. Anníe Mist Þórisdóttir keppti á sínum tíundu heimsleikum í fyrra þegar hún varð í tólfta sæti. Heimsleikarnir í ár verða aðeins aðrir leikarnir frá og með árinu 2009 þar sem Anníe Mist verður ekki að keppa um heimsmeistaratitilinn. Anníe Mist missti einnig af leikunum árið 2013 eftir að hafa meiðst á baki. Hún kom aftur og náði silfrinu ári eftir. Anníe Mist Þórisdóttir varð heimsmeistari í CrossFit 2011 og 2012, hún varð í öðru sæti 2010 og 2014 og komst síðan í fimmta sinn á verðlaunapallinn árið 2017 þegar hún náði þriðja sætinu. Keppni á heimsleikunum er hafin en enginn mun vita neitt um framgöngu keppenda fyrr en í kvöld þegar CrossFit samtökin hefja útsendingu sína þar sem verður búið að taka saman æfingar allra keppenda sem eru víðs vegar um heiminn. View this post on Instagram 1 MONTH ! Freyja is growing and now she s just over 5kg/11lbs Happy, Healthy, Beautiful little girl which I am so grateful for Second picture is 1 month postpartum - progress is slow but moving the right direction and body is feeling stronger every day Training update - yesterday was the first day getting my Hr up to 80% in what feels like forever- it felt incredible!! #grateful #enjoythejourney A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 13, 2020 at 10:55am PDT
CrossFit Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira