Hafa þurft að vísa ferðamönnum út vegna brota á sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. september 2020 20:00 Haraldur Anton Skúlason er eigandi Lebowski bar. BALDUR HRAFNKELL Samkvæmt reglugerð sem tekið hefur gildi verður skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað fram til mánudagsins 21. september til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við tökum svo stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er. En það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun.Vísir/Vilhelm Eigandi Lebowski bar segir aðgerðirnar fremur harðar. „Það eru hópamyndanir á alls konar stöðum en það er verið að taka skemmtistaði og krár dálítið illa fyrir,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, eigandi Lebowski bar. Veitingastaðir mega þó vera opnir um helgina. „Hér má sitja að sumbli um helgina vegna þess að staðurinn er skráður sem veitingastaður. En hér hefur hins vegar verið skellt í lás og verður lokað alla helgina þar sem um bar er að ræða.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Eftirlit lögreglu verður aukið og verður það tvíþætt um helgina. „Það er að skoða hvort þeir staðir sem falla innan auglýsingarinnar séu lokaðir og þá að hinir sem falla utan hennar séu að fara eftir þeim reglum sem gilda um staði sem eru opnir,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann býst við því að nokkur aðsókn verði á veitingastaði borgarinnar í ljósi þess að krár verði lokaðar. „Ég held að fólk ætti að vera heima um helgina og slaka á og sjá hvort hægt sé að djamma næstu helgi,“ sagði hann. Haraldur Anton segir nokkuð um að ferðamenn brjóti sóttkví og furðar sig á því hvers vegna ekkert eftirlit sé með fólki í sóttkví. „Við höfum lent í því að það komi beint af flugvellinum og ætlar að fá sér bjór eða kaffi. Við þá vísum þeim út því þetta er ekki í lagi,“ sagði Haraldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Samkvæmt reglugerð sem tekið hefur gildi verður skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu lokað fram til mánudagsins 21. september til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við tökum svo stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er. En það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun.Vísir/Vilhelm Eigandi Lebowski bar segir aðgerðirnar fremur harðar. „Það eru hópamyndanir á alls konar stöðum en það er verið að taka skemmtistaði og krár dálítið illa fyrir,“ sagði Haraldur Anton Skúlason, eigandi Lebowski bar. Veitingastaðir mega þó vera opnir um helgina. „Hér má sitja að sumbli um helgina vegna þess að staðurinn er skráður sem veitingastaður. En hér hefur hins vegar verið skellt í lás og verður lokað alla helgina þar sem um bar er að ræða.“ Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Eftirlit lögreglu verður aukið og verður það tvíþætt um helgina. „Það er að skoða hvort þeir staðir sem falla innan auglýsingarinnar séu lokaðir og þá að hinir sem falla utan hennar séu að fara eftir þeim reglum sem gilda um staði sem eru opnir,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann býst við því að nokkur aðsókn verði á veitingastaði borgarinnar í ljósi þess að krár verði lokaðar. „Ég held að fólk ætti að vera heima um helgina og slaka á og sjá hvort hægt sé að djamma næstu helgi,“ sagði hann. Haraldur Anton segir nokkuð um að ferðamenn brjóti sóttkví og furðar sig á því hvers vegna ekkert eftirlit sé með fólki í sóttkví. „Við höfum lent í því að það komi beint af flugvellinum og ætlar að fá sér bjór eða kaffi. Við þá vísum þeim út því þetta er ekki í lagi,“ sagði Haraldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira