Katrín Tanja eini Íslendingurinn í „ofurúrslitum“ heimsleikanna Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2020 22:27 Katrín Tanja undirbýr sig fyrir dag tvö. mynd/katrintanja/instagram Katrín Tanja Davíðsdóttir er eini íslenski CrossFit keppandinn sem tryggði sér sæti í lokaúrslitum CrossFit. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir sitja eftir með sárt ennið. Heimsleikarnir í ár eru tvískiptir og það fara fram sérstök fimm manna ofurúrslit í október, nánar tiltekið þann 19. til 25. október. Um helgina fór fram undankeppnin og þar náði Katrín Tanja að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Katrín Tanja var ekki upp á sitt besta í gær. Hún var í 22. sæti eftir fyrstu fjórar greinarnar af þeim sjö sem keppt var í. Hún byrjaði daginn í dag vel og vann fyrstu tvær greinar dagsins. Hún klifraði upp töfluna og eftir að hafa verið sú sjöunda í síðustu grein dagsins endaði Katrín samanlagt í 4. sætinu. View this post on Instagram 2020 Reebok CrossFit Games #FinalFive 1. @tiaclair1 611 pts 2. @brookewellss 580 pts 3. @haleyadamssss 497 pts 4. @katrintanja 490 pts 5. @karipearcecrossfit 451 pts #CrossFitGames @reebok #CrossFit #FittesonEarth Visit Games.CrossFit.com. A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 19, 2020 at 3:29pm PDT Katrín endaði með 490 stig en á toppnum var Tia-Clair Toomey með 611 stig. Katrín var 41 stigi á undan Kristin Holte, frá Noregi, sem var í sjötta og síðasta sætinu sem gefur ekki sæti í lokaúrslitunum. Sara Sigmundsdóttir, sem endaði í 20. sæti á heimsleikunum á síðasta ári, náði sér ekki á strik og endaði í 21. sætinu. Sara endaði með 281 stig og var 170 stigum frá sæti í topp fimm. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í áttunda sætinu í keppni karlanna en hann var einungis fjórtán stigum frá topp fimm. Hann var í níunda sætinu eftir fyrri daginn en keppnin var ansi jöfn og hörð karlamegin. Björgvin situr því eftir með sárt ennið. CrossFit Tengdar fréttir Íslensku stelpurnar hvergi nálægt toppnum | Björgvin Karl í topp tíu Fyrstu tvær keppnisgreinarnar á Heimsleikunum í CrossFit er lokið. Íslensku keppendurnir eru töluvert frá toppnum þegar fimm keppnisgreinar eru eftir. 18. september 2020 22:00 Katrín Tanja sýndi okkur tígrisdýraaugun sín og að hún sé tilbúin í alvöru keppni Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er komin í keppnisgírinn en heimsleikarnir hefjast á morgun. 17. september 2020 08:00 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir er eini íslenski CrossFit keppandinn sem tryggði sér sæti í lokaúrslitum CrossFit. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir sitja eftir með sárt ennið. Heimsleikarnir í ár eru tvískiptir og það fara fram sérstök fimm manna ofurúrslit í október, nánar tiltekið þann 19. til 25. október. Um helgina fór fram undankeppnin og þar náði Katrín Tanja að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Katrín Tanja var ekki upp á sitt besta í gær. Hún var í 22. sæti eftir fyrstu fjórar greinarnar af þeim sjö sem keppt var í. Hún byrjaði daginn í dag vel og vann fyrstu tvær greinar dagsins. Hún klifraði upp töfluna og eftir að hafa verið sú sjöunda í síðustu grein dagsins endaði Katrín samanlagt í 4. sætinu. View this post on Instagram 2020 Reebok CrossFit Games #FinalFive 1. @tiaclair1 611 pts 2. @brookewellss 580 pts 3. @haleyadamssss 497 pts 4. @katrintanja 490 pts 5. @karipearcecrossfit 451 pts #CrossFitGames @reebok #CrossFit #FittesonEarth Visit Games.CrossFit.com. A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Sep 19, 2020 at 3:29pm PDT Katrín endaði með 490 stig en á toppnum var Tia-Clair Toomey með 611 stig. Katrín var 41 stigi á undan Kristin Holte, frá Noregi, sem var í sjötta og síðasta sætinu sem gefur ekki sæti í lokaúrslitunum. Sara Sigmundsdóttir, sem endaði í 20. sæti á heimsleikunum á síðasta ári, náði sér ekki á strik og endaði í 21. sætinu. Sara endaði með 281 stig og var 170 stigum frá sæti í topp fimm. Björgvin Karl Guðmundsson endaði í áttunda sætinu í keppni karlanna en hann var einungis fjórtán stigum frá topp fimm. Hann var í níunda sætinu eftir fyrri daginn en keppnin var ansi jöfn og hörð karlamegin. Björgvin situr því eftir með sárt ennið.
CrossFit Tengdar fréttir Íslensku stelpurnar hvergi nálægt toppnum | Björgvin Karl í topp tíu Fyrstu tvær keppnisgreinarnar á Heimsleikunum í CrossFit er lokið. Íslensku keppendurnir eru töluvert frá toppnum þegar fimm keppnisgreinar eru eftir. 18. september 2020 22:00 Katrín Tanja sýndi okkur tígrisdýraaugun sín og að hún sé tilbúin í alvöru keppni Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er komin í keppnisgírinn en heimsleikarnir hefjast á morgun. 17. september 2020 08:00 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Íslensku stelpurnar hvergi nálægt toppnum | Björgvin Karl í topp tíu Fyrstu tvær keppnisgreinarnar á Heimsleikunum í CrossFit er lokið. Íslensku keppendurnir eru töluvert frá toppnum þegar fimm keppnisgreinar eru eftir. 18. september 2020 22:00
Katrín Tanja sýndi okkur tígrisdýraaugun sín og að hún sé tilbúin í alvöru keppni Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er komin í keppnisgírinn en heimsleikarnir hefjast á morgun. 17. september 2020 08:00