Dómari stöðvar bann Bandaríkjastjórnar á WeChat Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 16:35 Bandaríkjastjórn hefur gefið út tilskipun um bann á kínversku miðlunum TikTok og WeChat. Það virðist ekki ætla að ganga eftir. Getty/Sheldon Cooper Bandarískur dómari hefur sett lögbann á tilraunir bandarískra yfirvalda til að banna kínverska samskiptamiðilinn WeChat. Til stendur að ekki verði hægt að hlaða forritinu niður í Bandaríkjunum frá miðnætti í dag og verður því ekki lengur í notkun þar í landi. Laurel Beeler, dómari í Kaliforníu, sagði að bannið vekti upp margar alvarlegar spurningar í sambandi við fyrstu viðbótargrein stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir tjáningarfrelsi. Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í sumar út tilskipun um að banna ætti kínversku samfélagsmiðlana WeChat og TikTok ef ekki yrðu breytingar á rekstri þeirra. Þá hafa yfirvöld haldið því fram að forritin ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna og að þau selji, eða áframsendi persónuupplýsingar notenda sinna á kínversk stjórnvöld. TikTok tilkynnti í dag að samningar hafi náðst við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart um að þau myndu kaupa hlut í miðlinum. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut og Walmart 7,5 prósenta. Þá munu allar upplýsingar um notendur forritsins vera geymdar í gagnageymslum Oracle. Forritið mun því verða starfrækt áfram í Bandaríkjunum. Hefðu áform bandarískra stjórnvalda náð fram að fara hefðu um nítján milljón bandarískir notendur WeChat ekki getað notað forritið áfram til samskipta sín á milli. Forritið er notað bæði til þess að senda skilaboð og til myndsímtala og býður það einnig upp á millifærslur. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Kína Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Trump gefur TikTok blessun sína Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. 20. september 2020 09:47 Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Sjá meira
Bandarískur dómari hefur sett lögbann á tilraunir bandarískra yfirvalda til að banna kínverska samskiptamiðilinn WeChat. Til stendur að ekki verði hægt að hlaða forritinu niður í Bandaríkjunum frá miðnætti í dag og verður því ekki lengur í notkun þar í landi. Laurel Beeler, dómari í Kaliforníu, sagði að bannið vekti upp margar alvarlegar spurningar í sambandi við fyrstu viðbótargrein stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggir tjáningarfrelsi. Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í sumar út tilskipun um að banna ætti kínversku samfélagsmiðlana WeChat og TikTok ef ekki yrðu breytingar á rekstri þeirra. Þá hafa yfirvöld haldið því fram að forritin ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna og að þau selji, eða áframsendi persónuupplýsingar notenda sinna á kínversk stjórnvöld. TikTok tilkynnti í dag að samningar hafi náðst við bandarísku fyrirtækin Oracle og Walmart um að þau myndu kaupa hlut í miðlinum. Oracle mun kaupa 12,5 prósenta hlut og Walmart 7,5 prósenta. Þá munu allar upplýsingar um notendur forritsins vera geymdar í gagnageymslum Oracle. Forritið mun því verða starfrækt áfram í Bandaríkjunum. Hefðu áform bandarískra stjórnvalda náð fram að fara hefðu um nítján milljón bandarískir notendur WeChat ekki getað notað forritið áfram til samskipta sín á milli. Forritið er notað bæði til þess að senda skilaboð og til myndsímtala og býður það einnig upp á millifærslur.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Kína Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Trump gefur TikTok blessun sína Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. 20. september 2020 09:47 Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Sjá meira
Trump gefur TikTok blessun sína Kínverska fyrirtækið ByteDance, eigandi samfélagsmiðilsins TikTok hefur óskað eftir því að virði TikTok verði metið á 60 milljarða Bandaríkjadala, eða um 8.178 milljarða íslenskra króna. 20. september 2020 09:47
Hóta að banna Tiktok af þjóðaröryggisástæðum Bandaríkjastjórn ætlar að banna fólki sem er statt í Bandaríkjunum að sækja kínverska samfélagsmiðiðlsforritð Tiktok og samskiptaforritið Wechat. 18. september 2020 13:00
TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33