Ætla að senda geimfara til suðurpóls tunglsins árið 2024 Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2020 08:03 Ferðinni er heitið til tunglsins árið 2024. NASA Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur kynnt áætlun sína um að senda menn til tunglsins í fyrsta sinn frá árinu 1972. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin til suðurpóls tunglsins og í fyrsta sinn sem kona verður um borð. Artemis-áætlunin felur í sér að tveir geimfarar – einn maður og ein kona – verði send til tunglsins árið 2024. „Við ætlum aftur til tunglsins til að gera vísindalegar uppgötvanir, efnahagslegs ábata og til að veita næstu kynslóð könnuða innblástur,“ sagði Jim Bridenstine, yfirmaður hjá NASA, í yfirlýsingu. Áætlað er að Artemis-áætlunin muni kosta um 28 milljarða Bandaríkjadala, um 3.400 milljarða íslenskra króna, en Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingarnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt málið ofarlega á forgangslistanum. The #Artemis program is well underway! Learn more about @NASA s lunar exploration plans including how we will land the first woman and the next man on the Moon in 2024: https://t.co/mj1GwwV61S— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) September 21, 2020 Bridenstine sagði Artemis og tunglferðina 2024 vera á áætlun, svo fremi sem þingið samþykki fyrstu fjárveitingarnar, 3,2 milljarða dala, fyrir jól. Áætlunin er í nokkrum liðum og hefst á ómönnuðu geimskoti geimfarsins Oríon í nóvember á næsta ári. Í öðrum og þriðja fasa áætlunarinnar er ætlunin að senda geimfara út í geim, ferðast umhverfis tunglið og lenda á yfirborði fylgihnattarins. Samkvæmt áætlun á tunglferðin að fara í um viku, aðeins lengur en ferð Apollo 11 árið 1969 þar sem Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins lentu á yfirborði tunglsins, fyrstir manna. Þá er ætlunin að fram fari allt að fimm „afhafnir utan geimfarsins“. Bandaríkin Vísindi Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur kynnt áætlun sína um að senda menn til tunglsins í fyrsta sinn frá árinu 1972. Þetta verður fyrsta mannaða geimferðin til suðurpóls tunglsins og í fyrsta sinn sem kona verður um borð. Artemis-áætlunin felur í sér að tveir geimfarar – einn maður og ein kona – verði send til tunglsins árið 2024. „Við ætlum aftur til tunglsins til að gera vísindalegar uppgötvanir, efnahagslegs ábata og til að veita næstu kynslóð könnuða innblástur,“ sagði Jim Bridenstine, yfirmaður hjá NASA, í yfirlýsingu. Áætlað er að Artemis-áætlunin muni kosta um 28 milljarða Bandaríkjadala, um 3.400 milljarða íslenskra króna, en Bandaríkjaþing þarf að samþykkja fjárveitingarnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt málið ofarlega á forgangslistanum. The #Artemis program is well underway! Learn more about @NASA s lunar exploration plans including how we will land the first woman and the next man on the Moon in 2024: https://t.co/mj1GwwV61S— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) September 21, 2020 Bridenstine sagði Artemis og tunglferðina 2024 vera á áætlun, svo fremi sem þingið samþykki fyrstu fjárveitingarnar, 3,2 milljarða dala, fyrir jól. Áætlunin er í nokkrum liðum og hefst á ómönnuðu geimskoti geimfarsins Oríon í nóvember á næsta ári. Í öðrum og þriðja fasa áætlunarinnar er ætlunin að senda geimfara út í geim, ferðast umhverfis tunglið og lenda á yfirborði fylgihnattarins. Samkvæmt áætlun á tunglferðin að fara í um viku, aðeins lengur en ferð Apollo 11 árið 1969 þar sem Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Michael Collins lentu á yfirborði tunglsins, fyrstir manna. Þá er ætlunin að fram fari allt að fimm „afhafnir utan geimfarsins“.
Bandaríkin Vísindi Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira