Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 19:32 Khedr-fjölskyldan. Til stóð að vísa henni úr landi á miðvikudag en hún er enn í felum. Vísir/Baldur Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. Sú málsástæða hafi því ekki verið tekin sérstaklega til umfjöllunar í niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Fram kom í frétt Mbl í gær að ekki hefði verið kannað hvort móðir og dóttir í Khedr-fjölskyldunni væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að „yfir 90 prósent kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu“. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar gagnrýndi Útlendingastofnun í samtali við Mbl fyrir að hafa ekki kannað þetta. Ítarlega hafi verið fjallað um það hversu algengar kynfæralimlestingar eru í Egyptalandi í máli annarrar egypskrar fjölskyldu sem tekin var ákvörðun um í fyrra. Sú fjölskylda hafi fengið hæli hér á landi. Útlendingastofnun kveðst hins vegar ekki hafa tekið þessa málsástæðu sérstaklega fyrir í máli fjölskyldunnar, þar sem fjölskyldumeðlimir hafi aldrei borið því við að þeir óttuðust limlestingar á kynfærum, líkt og áður segir. Þá bendir Útlendingastofnun á að í máli fjölskyldunnar hafi verið um að ræða beiðni um alþjóðlega vernd á grundvelli ofsókna á hendur fjölskylduföðurnum. Tekin hafi verið viðtöl við foreldrana og eldri börnin tvö, auk þess sem talsmaður hafi lagt fram greinargerð í málinu. Tilkynningu Útlendingastofnunar má nálgast í heild hér. Lögregla lýsti formlega eftir fjölskyldunni í gærkvöldi en hún hefur verið í felum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar hafa borist lögreglu og nokkrum hefur verið fylgt eftir. Fæstar þeirra standast þó skoðun. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22. september 2020 18:05 Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir egypsku Khedr-fjölskylduna. 22. september 2020 10:59 Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. Sú málsástæða hafi því ekki verið tekin sérstaklega til umfjöllunar í niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Fram kom í frétt Mbl í gær að ekki hefði verið kannað hvort móðir og dóttir í Khedr-fjölskyldunni væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að „yfir 90 prósent kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu“. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar gagnrýndi Útlendingastofnun í samtali við Mbl fyrir að hafa ekki kannað þetta. Ítarlega hafi verið fjallað um það hversu algengar kynfæralimlestingar eru í Egyptalandi í máli annarrar egypskrar fjölskyldu sem tekin var ákvörðun um í fyrra. Sú fjölskylda hafi fengið hæli hér á landi. Útlendingastofnun kveðst hins vegar ekki hafa tekið þessa málsástæðu sérstaklega fyrir í máli fjölskyldunnar, þar sem fjölskyldumeðlimir hafi aldrei borið því við að þeir óttuðust limlestingar á kynfærum, líkt og áður segir. Þá bendir Útlendingastofnun á að í máli fjölskyldunnar hafi verið um að ræða beiðni um alþjóðlega vernd á grundvelli ofsókna á hendur fjölskylduföðurnum. Tekin hafi verið viðtöl við foreldrana og eldri börnin tvö, auk þess sem talsmaður hafi lagt fram greinargerð í málinu. Tilkynningu Útlendingastofnunar má nálgast í heild hér. Lögregla lýsti formlega eftir fjölskyldunni í gærkvöldi en hún hefur verið í felum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar hafa borist lögreglu og nokkrum hefur verið fylgt eftir. Fæstar þeirra standast þó skoðun.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22. september 2020 18:05 Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir egypsku Khedr-fjölskylduna. 22. september 2020 10:59 Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22. september 2020 18:05
Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir egypsku Khedr-fjölskylduna. 22. september 2020 10:59
Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32