Horfðu til sóttvarna á líkamsræktarstöðvum við mat á hve margir fóru í sóttkví Birgir Olgeirsson skrifar 23. september 2020 11:03 Talsverður munur var á hve margir fóru í sóttkví eftir líkamsræktarferð á Akranesi og í World Class. Chase Kinney Hjúkrunarfræðingur smitrakningateymisins segir að horfa verða til hvernig sóttvörnum er háttað þegar lagt er mat á það hve margir þurfa að fara í sóttkví. Þetta segir hjúkrunarfræðingurinn vegna tveggja atvika í líkamsræktarstöðvum þar sem smitaður einstaklingur hafði verið. Annars vegar atvik þar sem smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsal á Akranesi fyrir viku. Setja þurfti 175 í sóttkví. Á föstudag reyndist smitaður einstaklingur hafa verið í líkamsræktartíma í World Class í Laugum. Vegna sóttvarna á stöðinni þótti smitrakningateyminu ekki ástæða til að senda starfsfólk eða iðkendur í sóttkví fyrir utan félaga sem áttu í samskiptum utan líkamsræktartímans. „Við horfum til margra þátta,“ segir Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá smitrakningateyminu, spurð út í hvernig staðið er að mati á hversu margir þurfa að fara í sóttkví. „Við horfum sérstaklega til þess hvernig sóttvörnum er háttað innan staðarins og hvort þeim sé fylgt eftir og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún vildi ekki tjá sig um einstaka mál, en sagði þó að ef setja þyrfti marga í sóttkví vegna smits þá hafi ýmislegt vantað upp á varðandi sóttvarnir. „Aðgengi að sprittbrúsum og slíku kannski ekki nægjanlegt. Kannski eru of margir á sama stað í of litlu rými, margir sameiginlegir snertifletir og ekki vel þrifið á milli einstaklinga og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún segir smitrakningateymið einnig byggja mat sitt á samtali við rekstraraðila. „Við setjum fleiri í sóttkví ef okkur finnst eitthvað ábótavant. Við erum líka komin með ákveðna reynslu og þekkingu sem við horfum til.“ Hún segir samtölin við rekstraraðila hafa gengið vel. „Þeir skilja alveg tilganginn með þessu og vinna þetta verkefni með okkur af heilum hug.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra að rannsaka flóttateymi Hafnarfjarðar Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur smitrakningateymisins segir að horfa verða til hvernig sóttvörnum er háttað þegar lagt er mat á það hve margir þurfa að fara í sóttkví. Þetta segir hjúkrunarfræðingurinn vegna tveggja atvika í líkamsræktarstöðvum þar sem smitaður einstaklingur hafði verið. Annars vegar atvik þar sem smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsal á Akranesi fyrir viku. Setja þurfti 175 í sóttkví. Á föstudag reyndist smitaður einstaklingur hafa verið í líkamsræktartíma í World Class í Laugum. Vegna sóttvarna á stöðinni þótti smitrakningateyminu ekki ástæða til að senda starfsfólk eða iðkendur í sóttkví fyrir utan félaga sem áttu í samskiptum utan líkamsræktartímans. „Við horfum til margra þátta,“ segir Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá smitrakningateyminu, spurð út í hvernig staðið er að mati á hversu margir þurfa að fara í sóttkví. „Við horfum sérstaklega til þess hvernig sóttvörnum er háttað innan staðarins og hvort þeim sé fylgt eftir og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún vildi ekki tjá sig um einstaka mál, en sagði þó að ef setja þyrfti marga í sóttkví vegna smits þá hafi ýmislegt vantað upp á varðandi sóttvarnir. „Aðgengi að sprittbrúsum og slíku kannski ekki nægjanlegt. Kannski eru of margir á sama stað í of litlu rými, margir sameiginlegir snertifletir og ekki vel þrifið á milli einstaklinga og svo framvegis,“ segir Þorbjörg. Hún segir smitrakningateymið einnig byggja mat sitt á samtali við rekstraraðila. „Við setjum fleiri í sóttkví ef okkur finnst eitthvað ábótavant. Við erum líka komin með ákveðna reynslu og þekkingu sem við horfum til.“ Hún segir samtölin við rekstraraðila hafa gengið vel. „Þeir skilja alveg tilganginn með þessu og vinna þetta verkefni með okkur af heilum hug.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra að rannsaka flóttateymi Hafnarfjarðar Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira