Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2020 14:01 Sara Björk Gunnarsdóttir jafnaði landsleikjametið þegar hún mætti Svíþjóð í gær, og átti stórleik. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur aðeins misst af tveimur mótsleikjum með íslenska landsliðinu frá því að hún kom 16 ára gömul inn í liðið í ágúst 2007. Sara jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur og lék frábærlega sinn 133. A-landsleik í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð í gær. Þó er Sara enn aðeins 29 ára gömul en hún fagnar þrítugsafmælinu næsta þriðjudag. Klippa: Umræða um Söru Björk og metið Sara er annáluð fyrir samviskusemi, hörku og dugnað, ekki bara í leikjum heldur á æfingum, og það er engin tilviljun að hún hefur varla misst af leik á sínum landsliðsferli. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari lofaði Söru í hástert eftir stórleik hennar í gær og benti á að hún hefði svo sannarlega átt skilið að fá markið sem hún skoraði dæmt gilt. Lék 32 landsleiki í röð Það var raunar ekki fyrr en sumarið 2018, eftir ellefu ár í landsliðinu, sem Sara missti í fyrsta sinn af mótsleik (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) vegna meiðsla. Það var leikur við Slóveníu í undankeppni HM, en Sara hafði þá farið meidd af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn mótsleikurinn sem Sara hefur misst af með landsliðinu var gegn Frökkum í október 2009, en þá hafði hún fengið svínaflensuna. Sara hefur ekki misst af einum einasta A-landsleik vegna leikbanns. Sara Björk kom inn í A-landsliðið áður en hún mátti fá bílpróf og hefur nú leikið 133 leiki fyrir liðið.VÍSIR/VILHELM Auk mótsleikjanna tveggja hefur Sara svo ekki tekið þátt í 11 leikjum til viðbótar, frá því að hún steig sín fyrstu skref með landsliðinu. Leikina 13 má sjá hér að neðan. Hún náði mest að spila 32 landsleiki í röð á árunum 2013-2015, og náði að leika 87 af fyrstu 92 landsleikjunum sem voru í boði eftir að hún hóf landsliðsferilinn. Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2 Ef ekkert kemur upp á mun Sara bæta landsleikjametið þegar Ísland mætir Svíþjóð á nýjan leik í Gautaborg 27. október. Þó að Sara hafi varla misst af leik með landsliðinu, og byrjað landsliðsferilinn 16 ára, kemur hún ekki til með að geta bætt heimsmet hinnar bandarísku Kristine Lilly sem lék 354 A-landsleiki á sínum ferli. Bandaríska landsliðið hefur í gegnum árin spilað mun fleiri leiki en það íslenska. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur aðeins misst af tveimur mótsleikjum með íslenska landsliðinu frá því að hún kom 16 ára gömul inn í liðið í ágúst 2007. Sara jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur og lék frábærlega sinn 133. A-landsleik í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð í gær. Þó er Sara enn aðeins 29 ára gömul en hún fagnar þrítugsafmælinu næsta þriðjudag. Klippa: Umræða um Söru Björk og metið Sara er annáluð fyrir samviskusemi, hörku og dugnað, ekki bara í leikjum heldur á æfingum, og það er engin tilviljun að hún hefur varla misst af leik á sínum landsliðsferli. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari lofaði Söru í hástert eftir stórleik hennar í gær og benti á að hún hefði svo sannarlega átt skilið að fá markið sem hún skoraði dæmt gilt. Lék 32 landsleiki í röð Það var raunar ekki fyrr en sumarið 2018, eftir ellefu ár í landsliðinu, sem Sara missti í fyrsta sinn af mótsleik (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) vegna meiðsla. Það var leikur við Slóveníu í undankeppni HM, en Sara hafði þá farið meidd af velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn mótsleikurinn sem Sara hefur misst af með landsliðinu var gegn Frökkum í október 2009, en þá hafði hún fengið svínaflensuna. Sara hefur ekki misst af einum einasta A-landsleik vegna leikbanns. Sara Björk kom inn í A-landsliðið áður en hún mátti fá bílpróf og hefur nú leikið 133 leiki fyrir liðið.VÍSIR/VILHELM Auk mótsleikjanna tveggja hefur Sara svo ekki tekið þátt í 11 leikjum til viðbótar, frá því að hún steig sín fyrstu skref með landsliðinu. Leikina 13 má sjá hér að neðan. Hún náði mest að spila 32 landsleiki í röð á árunum 2013-2015, og náði að leika 87 af fyrstu 92 landsleikjunum sem voru í boði eftir að hún hóf landsliðsferilinn. Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2 Ef ekkert kemur upp á mun Sara bæta landsleikjametið þegar Ísland mætir Svíþjóð á nýjan leik í Gautaborg 27. október. Þó að Sara hafi varla misst af leik með landsliðinu, og byrjað landsliðsferilinn 16 ára, kemur hún ekki til með að geta bætt heimsmet hinnar bandarísku Kristine Lilly sem lék 354 A-landsleiki á sínum ferli. Bandaríska landsliðið hefur í gegnum árin spilað mun fleiri leiki en það íslenska.
Landsleikir án Söru frá árinu 2007 7.3.2020 Pinatar Cup Ísland - Skotland 0 - 1 9.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 1 - 1 6.4.2019 Vináttulandsleikur Suður Kórea - Ísland 2 - 3 6.3.2019 Algarve-bikarinn Portúgal - Ísland 1 - 4 11.6.2018 Undankeppni HM Ísland - Slóvenía 2 - 0 23.1.2018 Vináttulandsleikur Noregur - Ísland 2 - 1 24.10.2016 Sincere Cup Úsbekistan - Ísland 0 - 1 14.2.2016 Vináttulandsleikur Pólland - Ísland 1 - 1 8.3.2013 Algarve-bikarinn Ísland - Svíþjóð 1 - 6 7.3.2012 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 1 - 3 24.10.2009 Undankeppni HM Frakkland - Ísland 2 - 0 11.3.2009 Algarve-bikarinn Kína - Ísland 2 - 1 9.3.2009 Algarve-bikarinn Ísland - Danmörk 0 - 2
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Öskraði úr sér lungun þegar Svíar gátu fengið mark á silfurfati | Sara átti sannarlega skilið mark Jón Þór Hauksson fór yfir tilfinningarússíbanann í lok fyrri hálfleiks á Laugardalsvelli í kvöld, þegar mark var dæmt af Söru Björk Gunnarsdóttur. Mark sem Sara átti svo innilega skilið að skora að mati landsliðsþjálfarans. 22. september 2020 20:56
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16