Send heim frá Íslandi döpur í bragði | Segir FH ekki hafa viljað greiða bætur Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2020 08:01 Zandra Jarvin hefur spilað með yngri landsliðum Svíþjóðar. FH-ingar kváðust afar spenntir yfir komu hinnar tvítugu Zöndru Jarvin í sumar en hafa nú rift samningi við handboltakonuna og sent hana heim til Svíþjóðar. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH síðasta föstudag sagði að deildin hefði „komist að samkomulagi við sænska leikmanninn Zöndru Jarvin að rifta samningi aðila á milli.“ Jarvin segir þessa ákvörðun hafa verið algjörlega einhliða ákvörðun FH, og að félagið virðist ekki hafa viljað greiða uppeldisbætur til hennar fyrra félags sem að hennar sögn námu 8.000 evrum, eða 1,3 milljón króna. Þessu greindi Jarvin frá í viðtali í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar, og kvaðst afar leið yfir þeirri niðurstöðu að fá ekkert að spila með FH. Hún hafi samið til tveggja ára við félagið. FH tilkynnti um komu Zöndru Jarvin í júlí. „Þetta var ekki sameiginleg ákvörðun [að rifta samningnum]. Ég fékk ekkert val. Þeir sögðu mér bara að svona væri þetta og að ég yrði bara að sætta mig við þetta,“ sagði Jarvin í þættinum, og staðhæfði að uppeldisbæturnar hefðu ráðið því hvernig fór. FH-ingar virðist hreinlega ekki hafa unnið heimavinnuna og ekki gert sér grein fyrir því hvaða upphæð þeir þyrftu að greiða. „Verulega ófagmannlegt hjá FH“ „Þetta er aðalástæðan. En í samningnum mínum stóð að ef að kórónuveiran væri í gangi á Íslandi þá gæti félagið sent mig heim á forsendum tengdum henni. Ég held að það verði ástæðan sem þeir muni gefa upp fyrir því að rifta samningum. En þeir sögðu mömmu minni og mér að aðalástæðan væri þessar uppeldisbætur. Ég hefði haldið að þeir væru búnir að skoða þetta áður en ég kom og skrifaði undir samninginn. Þeir sögðu mér að þeir hefðu ekki vitað að upphæðin yrði svona há,“ sagði Jarvin sem hefur verið á Íslandi frá því 14. ágúst og hlakkaði til að spila með nýliðunum í Olís-deildinni, undir stjórn Jakobs Lárussonar. „Mér finnst þetta verulega ófagmannlegt hjá FH. Mér finnst líka leitt að þurfa að fara því ég var búin að kynnast stelpunum og Kobba þjálfara og líkaði vel við þau. Ég vil vera hérna áfram en það er ekkert við þessu að gera.“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki tjá sig um fullyrðingar Jarvin eða málið að nokkru leyti þegar Vísir náði tali af honum í gær. Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Lá fyrir í rúma viku eftir komuna til landsins en á að vera klár fyrir grannaslaginn Sænski leikstjórnandinn, Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið lagðist í flensu skömmu eftir komuna til Íslands. 16. september 2020 14:29 FH riftir samning sænska leikstjórnandans Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís-deild kvenna í vetur. 18. september 2020 21:30 Sænskur leikstjórnandi til FH FH hefur gert samning við sænsku handknattleikskonuna Zandra Jarvin um að spila með liðinu næstu tvö árin. 22. júlí 2020 13:15 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
FH-ingar kváðust afar spenntir yfir komu hinnar tvítugu Zöndru Jarvin í sumar en hafa nú rift samningi við handboltakonuna og sent hana heim til Svíþjóðar. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH síðasta föstudag sagði að deildin hefði „komist að samkomulagi við sænska leikmanninn Zöndru Jarvin að rifta samningi aðila á milli.“ Jarvin segir þessa ákvörðun hafa verið algjörlega einhliða ákvörðun FH, og að félagið virðist ekki hafa viljað greiða uppeldisbætur til hennar fyrra félags sem að hennar sögn námu 8.000 evrum, eða 1,3 milljón króna. Þessu greindi Jarvin frá í viðtali í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar, og kvaðst afar leið yfir þeirri niðurstöðu að fá ekkert að spila með FH. Hún hafi samið til tveggja ára við félagið. FH tilkynnti um komu Zöndru Jarvin í júlí. „Þetta var ekki sameiginleg ákvörðun [að rifta samningnum]. Ég fékk ekkert val. Þeir sögðu mér bara að svona væri þetta og að ég yrði bara að sætta mig við þetta,“ sagði Jarvin í þættinum, og staðhæfði að uppeldisbæturnar hefðu ráðið því hvernig fór. FH-ingar virðist hreinlega ekki hafa unnið heimavinnuna og ekki gert sér grein fyrir því hvaða upphæð þeir þyrftu að greiða. „Verulega ófagmannlegt hjá FH“ „Þetta er aðalástæðan. En í samningnum mínum stóð að ef að kórónuveiran væri í gangi á Íslandi þá gæti félagið sent mig heim á forsendum tengdum henni. Ég held að það verði ástæðan sem þeir muni gefa upp fyrir því að rifta samningum. En þeir sögðu mömmu minni og mér að aðalástæðan væri þessar uppeldisbætur. Ég hefði haldið að þeir væru búnir að skoða þetta áður en ég kom og skrifaði undir samninginn. Þeir sögðu mér að þeir hefðu ekki vitað að upphæðin yrði svona há,“ sagði Jarvin sem hefur verið á Íslandi frá því 14. ágúst og hlakkaði til að spila með nýliðunum í Olís-deildinni, undir stjórn Jakobs Lárussonar. „Mér finnst þetta verulega ófagmannlegt hjá FH. Mér finnst líka leitt að þurfa að fara því ég var búin að kynnast stelpunum og Kobba þjálfara og líkaði vel við þau. Ég vil vera hérna áfram en það er ekkert við þessu að gera.“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki tjá sig um fullyrðingar Jarvin eða málið að nokkru leyti þegar Vísir náði tali af honum í gær.
Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Lá fyrir í rúma viku eftir komuna til landsins en á að vera klár fyrir grannaslaginn Sænski leikstjórnandinn, Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið lagðist í flensu skömmu eftir komuna til Íslands. 16. september 2020 14:29 FH riftir samning sænska leikstjórnandans Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís-deild kvenna í vetur. 18. september 2020 21:30 Sænskur leikstjórnandi til FH FH hefur gert samning við sænsku handknattleikskonuna Zandra Jarvin um að spila með liðinu næstu tvö árin. 22. júlí 2020 13:15 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
Lá fyrir í rúma viku eftir komuna til landsins en á að vera klár fyrir grannaslaginn Sænski leikstjórnandinn, Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið lagðist í flensu skömmu eftir komuna til Íslands. 16. september 2020 14:29
FH riftir samning sænska leikstjórnandans Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís-deild kvenna í vetur. 18. september 2020 21:30
Sænskur leikstjórnandi til FH FH hefur gert samning við sænsku handknattleikskonuna Zandra Jarvin um að spila með liðinu næstu tvö árin. 22. júlí 2020 13:15