Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2020 15:14 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir að fólk með einkenni sé í forgangi varðandi sýnatöku. Vísir/Vilhelm Sóttvarnaryfirvöld hafa aukið umfang skimana fyrir kórónuveirunni og lækkað þröskuldinn fyrir skimun. Í gær var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Að sögn Víðis hefur undanfarið borið nokkuð á því að einkennalaust fólk í sóttkví hafi þrýst á að fá að komast í sýnatöku sem fyrst þrátt fyrir að vera ekki á lokadegi sóttkvíar. „Við höfum aðeins orðið vör við það að fólk sem smitrakningarteymið okkar hefur sett í sóttkví er að hamast við að komast í sýnatöku. Ef þú ert kominn í sóttkví þá breytir sýnataka á þriðja, fimmta eða sjötta degi engu um sóttkvína sjálfa. Það er bara neikvæð niðurstaða úr sýnatöku á sjöunda degi sem losar þig úr sóttkvínni. Þú færð meldingu frá okkur um hvenær og hvar þú getur mætt í hana. Það skiptir miklu máli að fólk sem er í sóttkví sé ekki að taka pláss frá fólki sem er með einkenni. Við biðjum alla um að taka þátt í því með okkur en ef þú ert í sóttkví og færð einkenni þá geturðu fengið sýnatöku.“ Sjálfur fer Víðir í sýnatöku nú síðdegis því hann er á sjöunda degi sóttkvíar. Víðir kveðst vera við góða heilsu og vera einkennalaus með öllu. „Nei, mér bara leiðist pínulítið en það er víst ekki covid-einkenni,“ segir Víðir léttur í bragði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Sóttvarnaryfirvöld hafa aukið umfang skimana fyrir kórónuveirunni og lækkað þröskuldinn fyrir skimun. Í gær var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Að sögn Víðis hefur undanfarið borið nokkuð á því að einkennalaust fólk í sóttkví hafi þrýst á að fá að komast í sýnatöku sem fyrst þrátt fyrir að vera ekki á lokadegi sóttkvíar. „Við höfum aðeins orðið vör við það að fólk sem smitrakningarteymið okkar hefur sett í sóttkví er að hamast við að komast í sýnatöku. Ef þú ert kominn í sóttkví þá breytir sýnataka á þriðja, fimmta eða sjötta degi engu um sóttkvína sjálfa. Það er bara neikvæð niðurstaða úr sýnatöku á sjöunda degi sem losar þig úr sóttkvínni. Þú færð meldingu frá okkur um hvenær og hvar þú getur mætt í hana. Það skiptir miklu máli að fólk sem er í sóttkví sé ekki að taka pláss frá fólki sem er með einkenni. Við biðjum alla um að taka þátt í því með okkur en ef þú ert í sóttkví og færð einkenni þá geturðu fengið sýnatöku.“ Sjálfur fer Víðir í sýnatöku nú síðdegis því hann er á sjöunda degi sóttkvíar. Víðir kveðst vera við góða heilsu og vera einkennalaus með öllu. „Nei, mér bara leiðist pínulítið en það er víst ekki covid-einkenni,“ segir Víðir léttur í bragði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52
Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33