Biðlar til fólks sem er einkennalaust í sóttkví að hætta að „hamast við að komast í sýnatöku“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2020 15:14 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir að fólk með einkenni sé í forgangi varðandi sýnatöku. Vísir/Vilhelm Sóttvarnaryfirvöld hafa aukið umfang skimana fyrir kórónuveirunni og lækkað þröskuldinn fyrir skimun. Í gær var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Að sögn Víðis hefur undanfarið borið nokkuð á því að einkennalaust fólk í sóttkví hafi þrýst á að fá að komast í sýnatöku sem fyrst þrátt fyrir að vera ekki á lokadegi sóttkvíar. „Við höfum aðeins orðið vör við það að fólk sem smitrakningarteymið okkar hefur sett í sóttkví er að hamast við að komast í sýnatöku. Ef þú ert kominn í sóttkví þá breytir sýnataka á þriðja, fimmta eða sjötta degi engu um sóttkvína sjálfa. Það er bara neikvæð niðurstaða úr sýnatöku á sjöunda degi sem losar þig úr sóttkvínni. Þú færð meldingu frá okkur um hvenær og hvar þú getur mætt í hana. Það skiptir miklu máli að fólk sem er í sóttkví sé ekki að taka pláss frá fólki sem er með einkenni. Við biðjum alla um að taka þátt í því með okkur en ef þú ert í sóttkví og færð einkenni þá geturðu fengið sýnatöku.“ Sjálfur fer Víðir í sýnatöku nú síðdegis því hann er á sjöunda degi sóttkvíar. Víðir kveðst vera við góða heilsu og vera einkennalaus með öllu. „Nei, mér bara leiðist pínulítið en það er víst ekki covid-einkenni,“ segir Víðir léttur í bragði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Sóttvarnaryfirvöld hafa aukið umfang skimana fyrir kórónuveirunni og lækkað þröskuldinn fyrir skimun. Í gær var met slegið í fjölda sýna á einum degi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að fólk með einkenni séu í algjörum forgangi, mikilvægt sé að finna sýkta einstaklinga sem allra fyrst og koma þeim í einangrun. Það sé lykilatriði til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Að sögn Víðis hefur undanfarið borið nokkuð á því að einkennalaust fólk í sóttkví hafi þrýst á að fá að komast í sýnatöku sem fyrst þrátt fyrir að vera ekki á lokadegi sóttkvíar. „Við höfum aðeins orðið vör við það að fólk sem smitrakningarteymið okkar hefur sett í sóttkví er að hamast við að komast í sýnatöku. Ef þú ert kominn í sóttkví þá breytir sýnataka á þriðja, fimmta eða sjötta degi engu um sóttkvína sjálfa. Það er bara neikvæð niðurstaða úr sýnatöku á sjöunda degi sem losar þig úr sóttkvínni. Þú færð meldingu frá okkur um hvenær og hvar þú getur mætt í hana. Það skiptir miklu máli að fólk sem er í sóttkví sé ekki að taka pláss frá fólki sem er með einkenni. Við biðjum alla um að taka þátt í því með okkur en ef þú ert í sóttkví og færð einkenni þá geturðu fengið sýnatöku.“ Sjálfur fer Víðir í sýnatöku nú síðdegis því hann er á sjöunda degi sóttkvíar. Víðir kveðst vera við góða heilsu og vera einkennalaus með öllu. „Nei, mér bara leiðist pínulítið en það er víst ekki covid-einkenni,“ segir Víðir léttur í bragði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52 Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi. 22. september 2020 21:52
Gæti tekið nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju Þrjátíu og átta voru greindir með kórónuveiruna í gær og um helmingur þeirra var ekki í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur að það muni taka nokkurn tíma að ná utan um þessa bylgju faraldursins. 22. september 2020 12:33