Dusty burstaði Þór Bjarni Bjarnason skrifar 24. september 2020 22:52 Lokaleikurinn í áttundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og Þórs mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Vertigo. Dusty sem var á heimavelli mætti einbeitt til leiks. Þeir byrjuðu í sókn (terrorist) í korti sem hallar á vörnina. Leikmenn Dusty þeir StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) fóru hamförum í leiknum. En frá fyrstu lotu stráfelldu þeir Þórsarana sem gátu litla björg sér veitt. Fyrri leikhluti var einhliða mulningur að hálfu Dusty en Þór nældi sér einungis í eina lotu. Staðan í hálfleik var Dusty 14 - 1 Þór. Leikmenn Þórs eiga þó lof skilið fyrir viðspyrnu sína í seinni hálfleik. En í sókn náðu þeir að taka 4 lotur af sterku liði Dusty sem leiðir deildina. Dusty sýndu þó fljótt hví þeir eru taldir bera höfuð yfir herðar flestra liða í deildinni og slógu á hendurnar á Þórsurum. Lokastaðan var Dusty 16 - 5 Þór og var critical maður leiksins StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson). Nú er áttundu umferð í Vodafonedeildinni lokið og er staðan svona: Dusty Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn
Lokaleikurinn í áttundu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lið Dusty og Þórs mættust í annað sinn í deildinni og í þetta sinn var tekist á í kortinu Vertigo. Dusty sem var á heimavelli mætti einbeitt til leiks. Þeir byrjuðu í sókn (terrorist) í korti sem hallar á vörnina. Leikmenn Dusty þeir StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) fóru hamförum í leiknum. En frá fyrstu lotu stráfelldu þeir Þórsarana sem gátu litla björg sér veitt. Fyrri leikhluti var einhliða mulningur að hálfu Dusty en Þór nældi sér einungis í eina lotu. Staðan í hálfleik var Dusty 14 - 1 Þór. Leikmenn Þórs eiga þó lof skilið fyrir viðspyrnu sína í seinni hálfleik. En í sókn náðu þeir að taka 4 lotur af sterku liði Dusty sem leiðir deildina. Dusty sýndu þó fljótt hví þeir eru taldir bera höfuð yfir herðar flestra liða í deildinni og slógu á hendurnar á Þórsurum. Lokastaðan var Dusty 16 - 5 Þór og var critical maður leiksins StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson). Nú er áttundu umferð í Vodafonedeildinni lokið og er staðan svona:
Dusty Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn