Nýliðar Þróttar gerðu góða ferð á Selfoss í dag þegar liðin mættust í Pepsi-Max deild kvenna í dag og standa Þróttarkonur nú vel af vígi í fallbaráttunni.
Selfoss lék án Dagnýar Brynjarsdóttur í dag auk þess sem Hólmfríður Magnúsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir yfirgáfu félagið á dögunum.
Þróttur skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik þar sem Mary Alice Vignola gerði tvö mörk og Stephanie Ribeiro eitt.
Landsliðskonan Barbára Sól Gísladóttir klóraði í bakkann fyrir heimakonur í síðari hálfleik en lokatölur 1-3 fyrir Þrótti og hafa nýliðarnir nú 15 stig í 7. sæti deildarinnar.