Mafia: Definitive Edition - Góð endurgerð sem glímir við tímann Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2020 09:28 Útlitslega lítur MDE mjög vel út. Mafia: Definitive Edition er að mörgu leyti góð endurgerð á ágætisleik frá 2002. Þrátt fyrir góða grafíska uppfærslu stenst MDE að vissu leyti ekki staðla nútímans. Baradagakerfi leiksins er ekki nægilega gott, þó sagan sé enn frábær. Leikurinn fjallar um Tommy Angelo en líf hans tekur stórbreytingum þegar tveir glæpamenn stökkva upp í leigubíl hans. Á skömmum tíma er hann orðinn mikill glæpamaður og leikurinn fylgir ferli hans eftir yfir mörg ár. Það er líklega ósanngjarnt að tala um uppfærslu, þar sem MDE var byggður upp frá grunni. Þetta er hrein og bein endurgerð og vel gerð sem slík. Spilun og saga leiksins hefur verið bætt og umhverfi hans og andrúmsloft bætt heilmikið. Þó mann langi að bera Mafia við GTA þá er það erfitt. Mafia-leikirnir eru meiri söguleikir en Open-World leikir. Þó MDE gerist í opnum heimi er um línulegan leik að ræða. Mafia-serían er ágæt en síðasti leikurinn, Mafia 3, kom út árið 2016, við misgóðar undirtektir. Mér finnst það sama í raun plaga MDE og plagaði M3. Það er skortur á dýpt en að vissu leyti er það mér að kenna því þessi opni heimur gerir manni erfitt að fatta að leikirnir eru ekki opnir. Saga leiksins er mjög góð og áhugaverð. Frásagnaraðferðin líka. Þegar við komum að spiluninni sjálfri og þá sérstaklega bardagakerfinu er þó annað hljóð í kútnum (mér). Það er frekar gamaldags og gallað. Bardagakerfið úr sér gengið Bardagakerfið er frekar gamaldags og þunnt. Í grunninn er þetta beisik cover-bardagakerfi. Maður hoppar inn í herbergi, kemur sér fyrir á bakviði sófa eða eitthvað og byrjar að skjóta menn í hausinn. Bardagar eru oftar en ekki hvorki áhugaverðir né spennandi. Um leið og einhver kemur aftan að manni, þá lendir maður hins vegar í miklum vandræðum og leikurinn hjálpar manni ekki neitt. Myndavél þvælist fyrir og það er oft nánast ómögulegt að finna viðkomandi óvin. Hljóð leiksins hjálpar bardagakerfinu þó mjög mikið. Allar byssur eru með gott „fíl“ ef svo má að orði komast og þá sértaklega Tommy-byssan. Samanburður á gamla leiknum og þeim nýja. MDE er ekki laus við útlitsgalla, þó hann líti vel út. Ég spilaði hann á beisik PS4 og þar er ég búinn að sjá mikið af litlum göllum stinga upp kollinum. Flöktandi veggir og annað en ef ég á að segja eins og er, þá fara svoleiðis gallar lítið í taugarnar á mér. Ég er spilunar-maður, ef svo má að orði komast. Þar komum við að hleðslutímum. Þeir geta verið leiðinlega langar. Sérstaklega þegar maður er að reyna við erfitt borð. Mafia snýst mikið um gamla bíla. Þeim eru gerð mjög góð skil. Það er oftar en ekki gaman að keyra þá, að einu umdeildu kappaksturs-borði undanskildu. Þeir líta vel út en það getur verið fáránlega erfitt að stýra þeim á miklum hraða. Sem er mögulega í samræmi við alvöru bíla á þessum tíma. Tommy Angelo er mikill harðjaxl. Ég vissi samt ekki að dekk bíla hefðu verið þakin einhvers konar smurolíu í gamla daga. Það virðist allavega hafa verið þannig, því maður þarf að vera ansi duglegur á handbremsunni í MDE. Svo segja mömmur landsins að maður læri ekkert af tölvuleikjum. Það sem er líklegast best við leikinn er borgin Lost Haven, sem byggir á Chicago. Henni hefur verið breytt mikið og hún lítur mjög vel út. Hún er sömuleiðis mun meira „lifandi“ en hún var í gamla daga. Heilt yfir, þá skapar leikurinn geggjað andrúmsloft. Ég hef lengi beðið eftir leik sem gæti leyst hinn eldgamla, og geggjaða, Gangsters: Organized Crime frá 1998 af hólmi. Mafia er allt öðruvísi leikur en andrúmsloftið þykir mér gott og hann fyllir upp í þörfina í bili. Nú þarf ég samt að fara að horfa á mafíósamyndir. Samantekt-ish Mafia: Definitive Edition er línulaga leikur sem best er að spila sem slíkan. Það er þó hægt að finna sér tíma til að keyra um Lost Haven, stela bílum og skoða sig um því borgin lítur merkilega vel út og andrúmsloftið er geggjað. Endurgerðin heppnast í raun mjög vel en grunnkerfi leiksins standast sum ekki tímans tönn. Má þar sérstaklega nefna bardagakerfið. Ævintýri Tommy Angelo eru þó skemmtileg og saga leiksins er enn mjög góð. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Mafia: Definitive Edition er að mörgu leyti góð endurgerð á ágætisleik frá 2002. Þrátt fyrir góða grafíska uppfærslu stenst MDE að vissu leyti ekki staðla nútímans. Baradagakerfi leiksins er ekki nægilega gott, þó sagan sé enn frábær. Leikurinn fjallar um Tommy Angelo en líf hans tekur stórbreytingum þegar tveir glæpamenn stökkva upp í leigubíl hans. Á skömmum tíma er hann orðinn mikill glæpamaður og leikurinn fylgir ferli hans eftir yfir mörg ár. Það er líklega ósanngjarnt að tala um uppfærslu, þar sem MDE var byggður upp frá grunni. Þetta er hrein og bein endurgerð og vel gerð sem slík. Spilun og saga leiksins hefur verið bætt og umhverfi hans og andrúmsloft bætt heilmikið. Þó mann langi að bera Mafia við GTA þá er það erfitt. Mafia-leikirnir eru meiri söguleikir en Open-World leikir. Þó MDE gerist í opnum heimi er um línulegan leik að ræða. Mafia-serían er ágæt en síðasti leikurinn, Mafia 3, kom út árið 2016, við misgóðar undirtektir. Mér finnst það sama í raun plaga MDE og plagaði M3. Það er skortur á dýpt en að vissu leyti er það mér að kenna því þessi opni heimur gerir manni erfitt að fatta að leikirnir eru ekki opnir. Saga leiksins er mjög góð og áhugaverð. Frásagnaraðferðin líka. Þegar við komum að spiluninni sjálfri og þá sérstaklega bardagakerfinu er þó annað hljóð í kútnum (mér). Það er frekar gamaldags og gallað. Bardagakerfið úr sér gengið Bardagakerfið er frekar gamaldags og þunnt. Í grunninn er þetta beisik cover-bardagakerfi. Maður hoppar inn í herbergi, kemur sér fyrir á bakviði sófa eða eitthvað og byrjar að skjóta menn í hausinn. Bardagar eru oftar en ekki hvorki áhugaverðir né spennandi. Um leið og einhver kemur aftan að manni, þá lendir maður hins vegar í miklum vandræðum og leikurinn hjálpar manni ekki neitt. Myndavél þvælist fyrir og það er oft nánast ómögulegt að finna viðkomandi óvin. Hljóð leiksins hjálpar bardagakerfinu þó mjög mikið. Allar byssur eru með gott „fíl“ ef svo má að orði komast og þá sértaklega Tommy-byssan. Samanburður á gamla leiknum og þeim nýja. MDE er ekki laus við útlitsgalla, þó hann líti vel út. Ég spilaði hann á beisik PS4 og þar er ég búinn að sjá mikið af litlum göllum stinga upp kollinum. Flöktandi veggir og annað en ef ég á að segja eins og er, þá fara svoleiðis gallar lítið í taugarnar á mér. Ég er spilunar-maður, ef svo má að orði komast. Þar komum við að hleðslutímum. Þeir geta verið leiðinlega langar. Sérstaklega þegar maður er að reyna við erfitt borð. Mafia snýst mikið um gamla bíla. Þeim eru gerð mjög góð skil. Það er oftar en ekki gaman að keyra þá, að einu umdeildu kappaksturs-borði undanskildu. Þeir líta vel út en það getur verið fáránlega erfitt að stýra þeim á miklum hraða. Sem er mögulega í samræmi við alvöru bíla á þessum tíma. Tommy Angelo er mikill harðjaxl. Ég vissi samt ekki að dekk bíla hefðu verið þakin einhvers konar smurolíu í gamla daga. Það virðist allavega hafa verið þannig, því maður þarf að vera ansi duglegur á handbremsunni í MDE. Svo segja mömmur landsins að maður læri ekkert af tölvuleikjum. Það sem er líklegast best við leikinn er borgin Lost Haven, sem byggir á Chicago. Henni hefur verið breytt mikið og hún lítur mjög vel út. Hún er sömuleiðis mun meira „lifandi“ en hún var í gamla daga. Heilt yfir, þá skapar leikurinn geggjað andrúmsloft. Ég hef lengi beðið eftir leik sem gæti leyst hinn eldgamla, og geggjaða, Gangsters: Organized Crime frá 1998 af hólmi. Mafia er allt öðruvísi leikur en andrúmsloftið þykir mér gott og hann fyllir upp í þörfina í bili. Nú þarf ég samt að fara að horfa á mafíósamyndir. Samantekt-ish Mafia: Definitive Edition er línulaga leikur sem best er að spila sem slíkan. Það er þó hægt að finna sér tíma til að keyra um Lost Haven, stela bílum og skoða sig um því borgin lítur merkilega vel út og andrúmsloftið er geggjað. Endurgerðin heppnast í raun mjög vel en grunnkerfi leiksins standast sum ekki tímans tönn. Má þar sérstaklega nefna bardagakerfið. Ævintýri Tommy Angelo eru þó skemmtileg og saga leiksins er enn mjög góð.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira