„Fyrsta skrefið er að skipta um kúrs, snúa skútunni frá hægri“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 20:06 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. vísir/stefán Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að stíga ekki nógu fast til jarðar í aðgerðum gegn hlýnun jarðar, er hann tók til máls í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Hann vill að stefnan sem tekin verði af hálfu ríkisvaldsins verði tekin til vinstri, en ekki hægri. Í ræðu sinni sagði Logi að það væri ódýrt að heyra forsætisráðherra tala um græna byltingu á sama degi og lögð hafi verið fram fjárlög sem gefi engin fyrirheit um slíkt, að sögn Loga. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Það er ekki græn bylting þegar Ísland setur veikari loftslagsmarkmið en Danmörk og Noregur. Það er ekki græn bylting þegar við losum meira og meira á vakt þessarar ríkisstjórnar á hverju ári. Og það er ekki græn bylting þegar ríkið ver minna en einu prósenti af vergri landsframleiðslu til loftslagsaðgerða,“ sagði Logi. Fjárfesta ætti myndarlega í hugviti, nýsköpun, þróun, umhverfisvænni atvinnustarfsemi og grænni matvælaframleiðslu; hraða ætti orkuskiptum og stórefla almenningssamgöngur. Fyrr í ræðunni sagði Logi að þær efnahagsþrengingar sem fylgt hafa kórónuveirufaraldrinum og viðbrögðin sem ríki heimsins hafi gripið til vegna þeirra hafi sýnt að mikilvægi ríkisvaldsins og sterkrar almannaþjónustu hafi aldrei verið augljósara. Fullyrðingar hægrimanna um að reglulítill markaður myndi leysa sjálfur úr vandamálum væru úr lausu lofti gripnar. „Við stöndum andspænis gríðarlega flóknum verkefnum sem verða ekki öll leyst á stuttum tíma. En fyrsta skrefið er að skipta um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af okkur gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virka og hvernig verðmæti verða til.“ Alþingi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að stíga ekki nógu fast til jarðar í aðgerðum gegn hlýnun jarðar, er hann tók til máls í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Hann vill að stefnan sem tekin verði af hálfu ríkisvaldsins verði tekin til vinstri, en ekki hægri. Í ræðu sinni sagði Logi að það væri ódýrt að heyra forsætisráðherra tala um græna byltingu á sama degi og lögð hafi verið fram fjárlög sem gefi engin fyrirheit um slíkt, að sögn Loga. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Það er ekki græn bylting þegar Ísland setur veikari loftslagsmarkmið en Danmörk og Noregur. Það er ekki græn bylting þegar við losum meira og meira á vakt þessarar ríkisstjórnar á hverju ári. Og það er ekki græn bylting þegar ríkið ver minna en einu prósenti af vergri landsframleiðslu til loftslagsaðgerða,“ sagði Logi. Fjárfesta ætti myndarlega í hugviti, nýsköpun, þróun, umhverfisvænni atvinnustarfsemi og grænni matvælaframleiðslu; hraða ætti orkuskiptum og stórefla almenningssamgöngur. Fyrr í ræðunni sagði Logi að þær efnahagsþrengingar sem fylgt hafa kórónuveirufaraldrinum og viðbrögðin sem ríki heimsins hafi gripið til vegna þeirra hafi sýnt að mikilvægi ríkisvaldsins og sterkrar almannaþjónustu hafi aldrei verið augljósara. Fullyrðingar hægrimanna um að reglulítill markaður myndi leysa sjálfur úr vandamálum væru úr lausu lofti gripnar. „Við stöndum andspænis gríðarlega flóknum verkefnum sem verða ekki öll leyst á stuttum tíma. En fyrsta skrefið er að skipta um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af okkur gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virka og hvernig verðmæti verða til.“
Alþingi Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Sjá meira