„Við höfum einstakt tækifæri til að líta í spegil“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 21:15 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að íslenskt samfélag hafi nú einstakt tækifæri á því að líta í spegil til þess að spyrja sig hvort samfélagið sem skapað hefur verið sé eins og við viljum hafa það. Hún segir verk ríkisstjórnarinnar sýna að hún deili ekki gildismati með þjóðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Þórhildar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi sem nú standa yfir. Þar sagði hún ráðherra ríkisstjórnarinnar stöðugt kalla eftir samstöðu, en aldrei vera sjálf tilbúin til þess að vera með. „Hæstvirtur forsætisráðherra kallar eftir samstöðu á erfiðum tímum. Og hæstvirtur fjármálaráðherra segir vinnandi fólki, sem vill halda umsömdum launahækkunum lífskjarasamningsins til streitu, að það verði nú að átta sig á því að við séum öll á sama bátnum,“ sagði Þórhildur. „En þegar við Píratar lögðum til að frysta launahækkanir kjörinna fulltrúa fyrr á þessu ári var minna um samstöðu og sjómannalíkingar á þeim bænum. Ráðherrarnir sóttu sína 115 þúsund króna launahækkun og sýndu í verki að hjal þeirra um samstöðu átti ekki við þau sjálf,“ bætti hún við. Sakaði hún ríkisstjórnina um að segja eitt, en gera annað. „Þau segja ekkert mikilvægara en að tryggja atvinnu, og borga fyrirtækjum milljarða til að halda starfsfólki - en borga svo sömu fyrirtækjum fleiri milljarða til að reka þetta sama starfsfólk stuttu síðar.“ Enginn þörf væri á slíkri ríkisstjórn. „Við þurfum ekki ríkisstjórn sem blessar brottvísanir barna og líður rasisma innan sinna raða. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem vanvirðir kvennastéttir. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað. Við getum valið stjórnvöld sem deila gildismati með þjóðinni. Við getum valið betri, heiðarlegri og réttlátari framtíð. Til þess þurfum við að þora að velja nýja kosti í kjörklefanum.“ Alþingi Píratar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að íslenskt samfélag hafi nú einstakt tækifæri á því að líta í spegil til þess að spyrja sig hvort samfélagið sem skapað hefur verið sé eins og við viljum hafa það. Hún segir verk ríkisstjórnarinnar sýna að hún deili ekki gildismati með þjóðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kom í ræðu Þórhildar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi sem nú standa yfir. Þar sagði hún ráðherra ríkisstjórnarinnar stöðugt kalla eftir samstöðu, en aldrei vera sjálf tilbúin til þess að vera með. „Hæstvirtur forsætisráðherra kallar eftir samstöðu á erfiðum tímum. Og hæstvirtur fjármálaráðherra segir vinnandi fólki, sem vill halda umsömdum launahækkunum lífskjarasamningsins til streitu, að það verði nú að átta sig á því að við séum öll á sama bátnum,“ sagði Þórhildur. „En þegar við Píratar lögðum til að frysta launahækkanir kjörinna fulltrúa fyrr á þessu ári var minna um samstöðu og sjómannalíkingar á þeim bænum. Ráðherrarnir sóttu sína 115 þúsund króna launahækkun og sýndu í verki að hjal þeirra um samstöðu átti ekki við þau sjálf,“ bætti hún við. Sakaði hún ríkisstjórnina um að segja eitt, en gera annað. „Þau segja ekkert mikilvægara en að tryggja atvinnu, og borga fyrirtækjum milljarða til að halda starfsfólki - en borga svo sömu fyrirtækjum fleiri milljarða til að reka þetta sama starfsfólk stuttu síðar.“ Enginn þörf væri á slíkri ríkisstjórn. „Við þurfum ekki ríkisstjórn sem blessar brottvísanir barna og líður rasisma innan sinna raða. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem vanvirðir kvennastéttir. Við þurfum ekki ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað. Við getum valið stjórnvöld sem deila gildismati með þjóðinni. Við getum valið betri, heiðarlegri og réttlátari framtíð. Til þess þurfum við að þora að velja nýja kosti í kjörklefanum.“
Alþingi Píratar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira