Margir í partíum án þess að passa sig Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. október 2020 13:24 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að meðal þeirra sem hafi verið að greinast smitaðir að undanförnu sé mikið um vinahópa og fjölskyldur. Sömuleiðis hafi komið upp smit á líkamsræktarstöðvum. „Það er erfitt að ná til fólks og það er kannski erfitt að fá fólk til að fara eftir þessu og þá sérstaklega fólk í sínum vinakreðsum. Það er eins og fólk haldi að það geti haldið fimmtíu eða hundrað manna partí án þess að passa sig, bara af því að allir eru vinir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Það geti tekið veiruna mjög stuttan tíma að dreifast á milli fólks við slíkar aðstæður. Þórólfur sagði mögulegt að koma þyrfti því betur til skila að fólk passi sig vel í vinahópum sínum og haldi ekki að sóttvarnarreglur og tilmæli gildi um aðra en ekki það sjálft. Þórólfur hefur lagt til að gripið verði til hertra sóttvarnaraðgerða í kjölfar þess að 61 greindist með veiruna í gær og þar af hafi einungis þriðjungur verið í sóttkví. Þær tillögur verða ræddar á ríkisstjórnarfundi klukkan tvö í dag. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin rýnir í tillögur Þórólfs á fundi Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tvö í dag. 3. október 2020 12:04 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að meðal þeirra sem hafi verið að greinast smitaðir að undanförnu sé mikið um vinahópa og fjölskyldur. Sömuleiðis hafi komið upp smit á líkamsræktarstöðvum. „Það er erfitt að ná til fólks og það er kannski erfitt að fá fólk til að fara eftir þessu og þá sérstaklega fólk í sínum vinakreðsum. Það er eins og fólk haldi að það geti haldið fimmtíu eða hundrað manna partí án þess að passa sig, bara af því að allir eru vinir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Það geti tekið veiruna mjög stuttan tíma að dreifast á milli fólks við slíkar aðstæður. Þórólfur sagði mögulegt að koma þyrfti því betur til skila að fólk passi sig vel í vinahópum sínum og haldi ekki að sóttvarnarreglur og tilmæli gildi um aðra en ekki það sjálft. Þórólfur hefur lagt til að gripið verði til hertra sóttvarnaraðgerða í kjölfar þess að 61 greindist með veiruna í gær og þar af hafi einungis þriðjungur verið í sóttkví. Þær tillögur verða ræddar á ríkisstjórnarfundi klukkan tvö í dag. Þórólfur segir að horft verði í þá reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðum. Verður stuðst við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ segir Þórólfur en tekur fram að lokanirnar verði ekki eins umfangsmiklar og í mars.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin rýnir í tillögur Þórólfs á fundi Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tvö í dag. 3. október 2020 12:04 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Ríkisstjórnin rýnir í tillögur Þórólfs á fundi Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í ráðherrabústaðnum klukkan tvö í dag. 3. október 2020 12:04
61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59