„Við erum öll öskrandi fólk“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 15:30 Tólfan ætlar að gera sitt til að Ísland komist á EM. VÍSIR/DANÍEL „Þetta er bara geggjað fyrir okkur og ótrúlega mikill heiður,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, einn af 60 Tólfumeðlimum sem munu hvetja Ísland til dáða gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld. Vegna hertra sóttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu gengu áætlanir KSÍ frá því í síðustu viku, um að 1.500 stuðningsmenn kæmust á leikinn, ekki upp. Hins vegar eru 20 áhorfendur leyfðir í hverju rými, samkvæmt nýju reglunum, og því tókst að útbúa svæði fyrir 60 Íslendinga. KSÍ og bakhjarlar sambandsins ákváðu að allir miðarnir færu til Tólfunnar, sem stutt hefur dyggilega við bakið á landsliðinu í mörg ár svo eftir hefur verið tekið víða um heim. „Maður er búinn að vera á báðum áttum alla vikuna með það hvort af þessu verði eða ekki en við Tólfufólk erum mjög þakklát fyrir að þetta hafi verið lendingin, þakklát KSÍ og öllum bakhjörlunum,“ segir Hilmar Jökull. Hilmar Jökull Stefánsson mætir með trommuna í kvöld eins og á HM í Rússlandi.VÍSIR/VILHELM Tólfan getur þó ekki myndað sinn þétta hóp í miðri austurstúkunni, eins og hún er vön: „Við verðum í þremur 20 manna hólfum, með heilu hólfi á milli, og svo er sætaröð og tvö sæti á milli allra. Við verðum með grímur og verðum að halda okkur hvert í sínu sæti. Venjulega kaupir Tólfufólk sér bara miða í okkar hólf og raðar sér þar eins og það vill. Svo er engin upphitun hjá okkur núna, bara hist hjá Þróttaraheimilinu og engin knús né neitt.“ Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði væntir mikils af Hilmari og félögum í kvöld og segir Tólfuna geta búið til stemningu úr engu. „Þetta verður öðruvísi og nýtt,“ segir Hilmar. „Aron hefur horft á Englandsleikinn án áhorfenda og kannski hugsað að það yrði frábært að fá okkur. Ég held að hann hafi alveg pressað á það, án þess að vita nokkuð um það, og skil vel að hann setji aukapressu á okkur líka. Við munum standa undir því. Við 60 sem mætum erum öll öskrandi fólk og munum fylla í það tómarúm sem myndast [þegar 9700 áhorfendur vantar],“ segir Hilmar kokhraustur. Gerð er krafa um það að allir séu með andlitsgrímur í stúkunni og geta Tólfumeðlimir fengið fagurbláar „landsliðsgrímur“ á leiknum. Hilmar segir að ekki muni heyrast lægra í þeim þó að grímur séu fyrir vitum: „Ég var með faglegar prófanir á þessu í gær og þetta virkaði bara frábærlega. Það truflar okkur ekkert við að syngja að vera með þessar grímur.“ EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjá meira
„Þetta er bara geggjað fyrir okkur og ótrúlega mikill heiður,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, einn af 60 Tólfumeðlimum sem munu hvetja Ísland til dáða gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld. Vegna hertra sóttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu gengu áætlanir KSÍ frá því í síðustu viku, um að 1.500 stuðningsmenn kæmust á leikinn, ekki upp. Hins vegar eru 20 áhorfendur leyfðir í hverju rými, samkvæmt nýju reglunum, og því tókst að útbúa svæði fyrir 60 Íslendinga. KSÍ og bakhjarlar sambandsins ákváðu að allir miðarnir færu til Tólfunnar, sem stutt hefur dyggilega við bakið á landsliðinu í mörg ár svo eftir hefur verið tekið víða um heim. „Maður er búinn að vera á báðum áttum alla vikuna með það hvort af þessu verði eða ekki en við Tólfufólk erum mjög þakklát fyrir að þetta hafi verið lendingin, þakklát KSÍ og öllum bakhjörlunum,“ segir Hilmar Jökull. Hilmar Jökull Stefánsson mætir með trommuna í kvöld eins og á HM í Rússlandi.VÍSIR/VILHELM Tólfan getur þó ekki myndað sinn þétta hóp í miðri austurstúkunni, eins og hún er vön: „Við verðum í þremur 20 manna hólfum, með heilu hólfi á milli, og svo er sætaröð og tvö sæti á milli allra. Við verðum með grímur og verðum að halda okkur hvert í sínu sæti. Venjulega kaupir Tólfufólk sér bara miða í okkar hólf og raðar sér þar eins og það vill. Svo er engin upphitun hjá okkur núna, bara hist hjá Þróttaraheimilinu og engin knús né neitt.“ Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði væntir mikils af Hilmari og félögum í kvöld og segir Tólfuna geta búið til stemningu úr engu. „Þetta verður öðruvísi og nýtt,“ segir Hilmar. „Aron hefur horft á Englandsleikinn án áhorfenda og kannski hugsað að það yrði frábært að fá okkur. Ég held að hann hafi alveg pressað á það, án þess að vita nokkuð um það, og skil vel að hann setji aukapressu á okkur líka. Við munum standa undir því. Við 60 sem mætum erum öll öskrandi fólk og munum fylla í það tómarúm sem myndast [þegar 9700 áhorfendur vantar],“ segir Hilmar kokhraustur. Gerð er krafa um það að allir séu með andlitsgrímur í stúkunni og geta Tólfumeðlimir fengið fagurbláar „landsliðsgrímur“ á leiknum. Hilmar segir að ekki muni heyrast lægra í þeim þó að grímur séu fyrir vitum: „Ég var með faglegar prófanir á þessu í gær og þetta virkaði bara frábærlega. Það truflar okkur ekkert við að syngja að vera með þessar grímur.“
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjá meira
„Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00
Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54