Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Íþróttadeild Vísis skrifar 8. október 2020 20:39 Gylfi Þór Sigurðsson lætur hér vaða á markið í sigrinum á Rúmeníu á Laugaralsvellinum í kvöld. Vísir/Vilhelm Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í fyrri hálfleik en Rúmenar minnkuðu muninn í þeim seinni með marki úr umdeildri aukaspyrnu. Gyfli Þór var valinn maður leiksins af íþróttadeild Vísis en íslenska liðið átti flottan leik. Yfirburðir liðsins voru meiri en lokatölurnar gefa til kynna. Ítarlega umfjöllun um leikinn má lesa hér. Ísland mætir Ungverjum í Búdapest 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Ungverjar lögðu Búlgaríu 3-1 í Sófíu í kvöld. Einkunnir leikmanna má sjá að neðan. Liðsmenn Tólfunnar létu vel í sér heyra á pöllunum í kvöld. Sextíu stuðningsmenn sem studdu á við nokkur hundruð ef ekki fleiri.Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði ekkert að gera í fyrri hálfleik þegar Rúmenar hittu aldrei á markið og fram að vítaspyrnunni var rólegt í teig Íslendinga. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 8 Stimplaði sig af krafti inn í hægri bakvörðinn vitandi að Birkir Már Sævarsson gerði tilkall til stöðunnar líka. Ákveðinn í aðgerðum sínum, skynsamur og vel vakandi. Átti sprett leiksins í seinni hálfleik sem munaði litlu að leiddi til marks. Guðlaugur Victor og Gylfi áttu frábæran leik.Vísir/Vilhelm Kári Árnason, miðvörður 8 Kletturinn í vörninni. Yfirvegaður á boltanum, las leikinn vel og alltaf ógnandi í uppspili með sinni góðu spyrnugetu. Hættulegur í loftinu í innköstum og hornspyrnum Íslendinga. Nálægt því að skora í seinni hálfleik í einni slíkri. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Traustur í vörninni og allt vellíðan þegar Raggi og Kári eru hlið við hlið í vörninni. Fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem virðist hafa verið strangur dómur. Oftar en ekki fyrsti haus í boltann í teig Íslendinga eftir horn- og aukaspyrnur Rúmena. Heppinn að fá ekki dæmda á sig aðra vítaspyrnu seint í seinni hálfleiknum. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Aðeins hægur af stað en óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Minnti á sparkvissu sína í seinni hálfleik með tilraun af löngu færi. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mikill styrkur fyrir landsliðið að endurheimta kantmanninn úr meiðslum. Sást að hann er ekki orðinn alveg 100% og óskaði eftir skiptingu seint í síðari hálfleik. Færri sprettir en venjulega en við eigum þá inni. Skilaði sínu vel. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Nærvera fyrirliðans skiptir miklu máli enda einstakur leiðtogi á vellinum. Skapar öryggi með nærveru sinni og drifkrafti. Innköstin sköpuðu sem fyrr hættu. Lét finna vel fyrir sér í návígum og öskrin hans á liðsfélaga heyrðust vel um allan völl. Staðsetur sig afar vel í varnarleiknum og henti oft hausnum fyrst í boltann þegar skipti máli. Aron Einar, Gylfi og Jóhann Berg hafa endurtekið haft ástæðu til að fagna saman undanfarin ár. Kvöldið í kvöld var enn ein gleðistundin.Vísir/Vilhelm Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Flott frammistaða á miðjunni hjá Birki sem líður vel við hlið Arons. Þeir ná vel saman. Yfirvegaður á boltanum, vildi fá hann og tók góðan þátt í uppspilinu. Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 7 Átti fínan leik á kantinum og heldur áfram að stimpla sig inn í byrjunarlið landsliðsins. Sinnti varnarvinnunni heilt yfir vel og komst í gott færi í seinni hálfleik þar sem hann hefði mátt leggja boltann á Alfreð sem var í betra færi. Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 9 Maður leiksins án nokkurs vafa. Gylfi gerir endurtekið gæfumuninn þegar á þarf að halda. Vann boltann eftir nokkrar sekúndur og gaf tóninn. Skoraði fyrra markið með einstaklingsframtaki og það síðara með frábæru skoti, bæði mörkin með vinstri fætinum - þeim veikari. Lykilmaður í pressunni með hlaupagetu sinni og ákefð. Alfreð Finnbogason, framherji 7 Frábært að fá Alfreð aftur á fullt og framherjinn átti ágætan leik. Lagði upp seinna mark Gylfa með flottri sendingu. Kláraði sömuleiðis færi vel í marki sem dæmt var af. Alfreð taldi sig hafa komið Íslandi í 2-0 með snyrtilegu marki. Það var dæmt af eftir VAR-sjárskoðun.Vísir/Vilhelm Varamenn: Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 75. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 83. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Sverrir Ingi Ingason kom inn á fyrir á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin tvö sem Gylfi skoraði í fyrri hálfleik Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska landsliðinu í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu í umspilinu fyrir Evrópumótið næsta sumar. 8. október 2020 19:11 Sjáðu vítið sem Skomina og Varsjáin gáfu Rúmenum Rúmenar minnkuðu muninn í 2-1 á móti Íslandi eftir að hafa fengið mjög vafasama vítaspyrnu frá Damir Skomina dómara. 8. október 2020 20:21 Átti mark Alfreðs að standa? Eitt af þremur mörkum íslenska landsliðsins í fyrri hálfleik á móti Rúmeníu var ekki dæmt gilt þar sem Alfreð Finnbogason var sagður hafa verið rangstæður. 8. október 2020 19:47 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Strákarnir okkar stigu stórt skref í átt að sæti á EM í knattspyrnu næsta sumar með 2-1 sigri á Rúmenum í Laugardalnum í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í fyrri hálfleik en Rúmenar minnkuðu muninn í þeim seinni með marki úr umdeildri aukaspyrnu. Gyfli Þór var valinn maður leiksins af íþróttadeild Vísis en íslenska liðið átti flottan leik. Yfirburðir liðsins voru meiri en lokatölurnar gefa til kynna. Ítarlega umfjöllun um leikinn má lesa hér. Ísland mætir Ungverjum í Búdapest 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Ungverjar lögðu Búlgaríu 3-1 í Sófíu í kvöld. Einkunnir leikmanna má sjá að neðan. Liðsmenn Tólfunnar létu vel í sér heyra á pöllunum í kvöld. Sextíu stuðningsmenn sem studdu á við nokkur hundruð ef ekki fleiri.Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði ekkert að gera í fyrri hálfleik þegar Rúmenar hittu aldrei á markið og fram að vítaspyrnunni var rólegt í teig Íslendinga. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 8 Stimplaði sig af krafti inn í hægri bakvörðinn vitandi að Birkir Már Sævarsson gerði tilkall til stöðunnar líka. Ákveðinn í aðgerðum sínum, skynsamur og vel vakandi. Átti sprett leiksins í seinni hálfleik sem munaði litlu að leiddi til marks. Guðlaugur Victor og Gylfi áttu frábæran leik.Vísir/Vilhelm Kári Árnason, miðvörður 8 Kletturinn í vörninni. Yfirvegaður á boltanum, las leikinn vel og alltaf ógnandi í uppspili með sinni góðu spyrnugetu. Hættulegur í loftinu í innköstum og hornspyrnum Íslendinga. Nálægt því að skora í seinni hálfleik í einni slíkri. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Traustur í vörninni og allt vellíðan þegar Raggi og Kári eru hlið við hlið í vörninni. Fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem virðist hafa verið strangur dómur. Oftar en ekki fyrsti haus í boltann í teig Íslendinga eftir horn- og aukaspyrnur Rúmena. Heppinn að fá ekki dæmda á sig aðra vítaspyrnu seint í seinni hálfleiknum. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Aðeins hægur af stað en óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Minnti á sparkvissu sína í seinni hálfleik með tilraun af löngu færi. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Mikill styrkur fyrir landsliðið að endurheimta kantmanninn úr meiðslum. Sást að hann er ekki orðinn alveg 100% og óskaði eftir skiptingu seint í síðari hálfleik. Færri sprettir en venjulega en við eigum þá inni. Skilaði sínu vel. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Nærvera fyrirliðans skiptir miklu máli enda einstakur leiðtogi á vellinum. Skapar öryggi með nærveru sinni og drifkrafti. Innköstin sköpuðu sem fyrr hættu. Lét finna vel fyrir sér í návígum og öskrin hans á liðsfélaga heyrðust vel um allan völl. Staðsetur sig afar vel í varnarleiknum og henti oft hausnum fyrst í boltann þegar skipti máli. Aron Einar, Gylfi og Jóhann Berg hafa endurtekið haft ástæðu til að fagna saman undanfarin ár. Kvöldið í kvöld var enn ein gleðistundin.Vísir/Vilhelm Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Flott frammistaða á miðjunni hjá Birki sem líður vel við hlið Arons. Þeir ná vel saman. Yfirvegaður á boltanum, vildi fá hann og tók góðan þátt í uppspilinu. Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 7 Átti fínan leik á kantinum og heldur áfram að stimpla sig inn í byrjunarlið landsliðsins. Sinnti varnarvinnunni heilt yfir vel og komst í gott færi í seinni hálfleik þar sem hann hefði mátt leggja boltann á Alfreð sem var í betra færi. Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 9 Maður leiksins án nokkurs vafa. Gylfi gerir endurtekið gæfumuninn þegar á þarf að halda. Vann boltann eftir nokkrar sekúndur og gaf tóninn. Skoraði fyrra markið með einstaklingsframtaki og það síðara með frábæru skoti, bæði mörkin með vinstri fætinum - þeim veikari. Lykilmaður í pressunni með hlaupagetu sinni og ákefð. Alfreð Finnbogason, framherji 7 Frábært að fá Alfreð aftur á fullt og framherjinn átti ágætan leik. Lagði upp seinna mark Gylfa með flottri sendingu. Kláraði sömuleiðis færi vel í marki sem dæmt var af. Alfreð taldi sig hafa komið Íslandi í 2-0 með snyrtilegu marki. Það var dæmt af eftir VAR-sjárskoðun.Vísir/Vilhelm Varamenn: Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Alfreð Finnbogason á 75. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 83. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Sverrir Ingi Ingason kom inn á fyrir á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin tvö sem Gylfi skoraði í fyrri hálfleik Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska landsliðinu í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu í umspilinu fyrir Evrópumótið næsta sumar. 8. október 2020 19:11 Sjáðu vítið sem Skomina og Varsjáin gáfu Rúmenum Rúmenar minnkuðu muninn í 2-1 á móti Íslandi eftir að hafa fengið mjög vafasama vítaspyrnu frá Damir Skomina dómara. 8. október 2020 20:21 Átti mark Alfreðs að standa? Eitt af þremur mörkum íslenska landsliðsins í fyrri hálfleik á móti Rúmeníu var ekki dæmt gilt þar sem Alfreð Finnbogason var sagður hafa verið rangstæður. 8. október 2020 19:47 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Sjáðu mörkin tvö sem Gylfi skoraði í fyrri hálfleik Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska landsliðinu í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu í umspilinu fyrir Evrópumótið næsta sumar. 8. október 2020 19:11
Sjáðu vítið sem Skomina og Varsjáin gáfu Rúmenum Rúmenar minnkuðu muninn í 2-1 á móti Íslandi eftir að hafa fengið mjög vafasama vítaspyrnu frá Damir Skomina dómara. 8. október 2020 20:21
Átti mark Alfreðs að standa? Eitt af þremur mörkum íslenska landsliðsins í fyrri hálfleik á móti Rúmeníu var ekki dæmt gilt þar sem Alfreð Finnbogason var sagður hafa verið rangstæður. 8. október 2020 19:47
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn