Elsta íslenska landslið sögunnar í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2020 12:00 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kemur boltanum í burtu en miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson fylgjast vel með. Vísir/Hulda Margrét Ísland hefur aldrei teflt fram eldra landsliði en í gær í sigrinum mikilvæga á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén ákvað að veðja reynsluna í leiknum. Hann hefði reyndar getað teflt fram aðeins eldra liði ef Ari Freyr Skúlason hefði verið í vinstri bakverðinum og Birkir Már Sævarsson í þeim hægri. Meðalaldur íslensku leikmannanna í leiknum var engu að síður 31,3 ár og er þetta í fyrsta sinn sem þessi tala fer yfir 31 ár. Gamla metið var síðan í tapleik út í Albaníu í fyrir rúmu ári síðan þegar meðalaldur leikmanna íslenska liðsins var 30,8 ár. Þetta er í þriðja sinn sem íslenska landsliðið bætir þetta met í þjálfaratíð Svíans Erik Hamrén. Meðalaldur byrjunarliðs Íslands í gær var 31,5 ár en varamennirnir Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson og Kolbeinn Sigþórsson drógu meðalaldurinn örlítið niður. Kári Árnason er var elsti maður íslenska liðsins í leiknum í gær (verður 38 ára eftir fjóra daga) en varamaðurinn Sverrir Ingi Ingason sá yngsti (27 ára síðan í ágúst). Yngsti maðurinn í byrjunarliðinu var Arnór Ingvi Traustason sem hélt upp á 27 ára afmælið sitt í apríl. Sjö af ellefu byrjunarliðsleikmönnum íslenska liðsins í gær eru búnir að halda upp á þrítugsafmælið sitt og það eru bara átján dagar þar til Jóhann Berg Guðmundsson kemst í þann hóp. Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Ísland hefur aldrei teflt fram eldra landsliði en í gær í sigrinum mikilvæga á Rúmenum í umspili um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén ákvað að veðja reynsluna í leiknum. Hann hefði reyndar getað teflt fram aðeins eldra liði ef Ari Freyr Skúlason hefði verið í vinstri bakverðinum og Birkir Már Sævarsson í þeim hægri. Meðalaldur íslensku leikmannanna í leiknum var engu að síður 31,3 ár og er þetta í fyrsta sinn sem þessi tala fer yfir 31 ár. Gamla metið var síðan í tapleik út í Albaníu í fyrir rúmu ári síðan þegar meðalaldur leikmanna íslenska liðsins var 30,8 ár. Þetta er í þriðja sinn sem íslenska landsliðið bætir þetta met í þjálfaratíð Svíans Erik Hamrén. Meðalaldur byrjunarliðs Íslands í gær var 31,5 ár en varamennirnir Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson og Kolbeinn Sigþórsson drógu meðalaldurinn örlítið niður. Kári Árnason er var elsti maður íslenska liðsins í leiknum í gær (verður 38 ára eftir fjóra daga) en varamaðurinn Sverrir Ingi Ingason sá yngsti (27 ára síðan í ágúst). Yngsti maðurinn í byrjunarliðinu var Arnór Ingvi Traustason sem hélt upp á 27 ára afmælið sitt í apríl. Sjö af ellefu byrjunarliðsleikmönnum íslenska liðsins í gær eru búnir að halda upp á þrítugsafmælið sitt og það eru bara átján dagar þar til Jóhann Berg Guðmundsson kemst í þann hóp. Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019
Elstu íslensku karlalandslið sögunnar: 31,27 ár - Ísland í 2-1 sigri á Rúmeníu 8. október 2020 30,81 ár - Ísland í 2-4 tapi á móti Albaníu 10. september 2019 30,78 ár - Ísland í 3-0 sigri á Moldóvu 7. september 2019 30,59 ár - Ísland í 1-1 jafntefli á móti Argentínu 16. júní 2018 30,31 ár - Ísland í 2-1 sigri á Tyrklandi 11. júní 2019 30,19 ár - Ísland í 2-0 sigri á Andorra 22. mars 2019 30,06 ár - Ísland í 0-1 tapi fyrir Frakklandi 11. október 2019
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira