Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2020 10:06 Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí 2011. Myndin var tekin kvöldið sem gosið hófst. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við verðum bara að bíða og fylgjast með Grímsvötnum. Það er án efa það síðasta sem við þurfum á árinu 2020,“ segir í niðurlagi greinar á hinni vinsælu flugfréttasíðu alþjóðaflugsins Simple Flying. Þar er ítarlega fjallað um hugsanleg áhrif eldgoss í Grímsvötnum í Vatnajökli í tilefni þess að í síðustu viku færði Veðurstofa Íslands litakóða alþjóðaflugs yfir á gula viðvörun gagnvart þessari virkustu eldstöð Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 í sumar var greint frá vísbendingum um að Grímsvötn búi sig undir eldgos, sem eru meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass. Sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og að hlaup úr þeim á næstu mánuðum gæti leitt til goss. Í grein Simply Flying í gær, sem vísar meðal annars til umfjöllunar Yahoo News og eTurbonews, segir að flugiðnaðurinn sé núna í afar brothættri stöðu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þótt farþegarnir séu færri þessa dagana séu flugvélarnar samt enn að fljúga með verðmæta frakt sem hafi mikla fjárhagslega þýðingu. „Mörg flugfélög - og alþjóðleg hagkerfi - hafa þegar orðið fyrir miklum hremmingum vegna atburða þessa árs. Eldgos sem leiðir til stöðvunar flugs yfir Atlantshafið myndi hafa neikvæð áhrif á hagkerfi beggja vegna Atlantsála - jafnvel þótt það endist aðeins í viku,“ segir fréttasíðan, sem sjálf skilgreinir sig sem stærsta fréttamiðil flugheimsins. Þar er minnt á þau gríðarlegu áhrif sem eldgosið í Eyjafjallajökli hafði á flugið árið 2010. Þá hafi síðasta Grímsvatnagos árið 2011 einnig leitt til lokana íslenska loftrýmisins með þeim afleiðingum að 900 flugferðum var aflýst. Hér má sjá myndir frá fyrstu klukkustundum Grímsvatnagossins vorið 2011: Grímsvötn Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Við verðum bara að bíða og fylgjast með Grímsvötnum. Það er án efa það síðasta sem við þurfum á árinu 2020,“ segir í niðurlagi greinar á hinni vinsælu flugfréttasíðu alþjóðaflugsins Simple Flying. Þar er ítarlega fjallað um hugsanleg áhrif eldgoss í Grímsvötnum í Vatnajökli í tilefni þess að í síðustu viku færði Veðurstofa Íslands litakóða alþjóðaflugs yfir á gula viðvörun gagnvart þessari virkustu eldstöð Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 í sumar var greint frá vísbendingum um að Grímsvötn búi sig undir eldgos, sem eru meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass. Sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og að hlaup úr þeim á næstu mánuðum gæti leitt til goss. Í grein Simply Flying í gær, sem vísar meðal annars til umfjöllunar Yahoo News og eTurbonews, segir að flugiðnaðurinn sé núna í afar brothættri stöðu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þótt farþegarnir séu færri þessa dagana séu flugvélarnar samt enn að fljúga með verðmæta frakt sem hafi mikla fjárhagslega þýðingu. „Mörg flugfélög - og alþjóðleg hagkerfi - hafa þegar orðið fyrir miklum hremmingum vegna atburða þessa árs. Eldgos sem leiðir til stöðvunar flugs yfir Atlantshafið myndi hafa neikvæð áhrif á hagkerfi beggja vegna Atlantsála - jafnvel þótt það endist aðeins í viku,“ segir fréttasíðan, sem sjálf skilgreinir sig sem stærsta fréttamiðil flugheimsins. Þar er minnt á þau gríðarlegu áhrif sem eldgosið í Eyjafjallajökli hafði á flugið árið 2010. Þá hafi síðasta Grímsvatnagos árið 2011 einnig leitt til lokana íslenska loftrýmisins með þeim afleiðingum að 900 flugferðum var aflýst. Hér má sjá myndir frá fyrstu klukkustundum Grímsvatnagossins vorið 2011:
Grímsvötn Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40